Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1938, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1938, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS . m Aljechin tapar - HVÍTASUNNA ' Margate apríl 1038. Drotningarbragð. Hvítt: Petrow: Svart: Aljechin. 1. (14. RfG; 2. c4. o(i; 3. <r3, d5; 4. Bg2, pxp; 5, Da4-|-, Hhd7; 6. Hf'3, (í skák nr. 16 l.jek Aljechiii lijer á móti Er.we Hc3, sjá Lesbók 15. maí s.l.) 6. .. . ! a6; 7. Re3, 111)8; 8. Dxc4. b5; 9. Dd3, Bb7; 10. 0—0, cá; 11. pxp, Hxp; 12. DxD-f, HxT); 13. Bf4, b4: 14. lídl. Rdö; 15. Hcl, HxB; (Al- jecbin eyddi 25 mínútum á þenn- an leik og þegar skákinni lauk var umhugsunartími lians j)rot- inn.) 16. j)xR. Bd6; 17. Re5. BxB; 18. KxB, b3; 19. |)xj), (Betra virð ist a3) 19.....f6 ?; (Einfaldara betra var Hxji o<r ef Hc6 þá Hd4). 20. Rc6, Hc8; 21. Rd4!, Kd7 ?; (Ke7 var betra) 22. Re3!, Bxp; 23. Hfdl, Ke7 ; 24. b4, BxR; 25. pxB, (Hvftt hefir hræðilega jieðastöðu, en sókn og kóngshrók- )ir svarts er enn á h8) 25....... Rd7; 26. Hal, Rb8; (Neyðarráð stöfun) 27. b5!, pxp; 28. Ha7+, Kd6; (Ef Rd7; þá 29. Rc6+, HxR; 30. IJdxR+ og svart er í vindinum.) 29. Rxb5++, Kc5; 30. Rd6, Hc6; (Ef Hcd8; þá 31. Rb7+, Kb6; 32. HxII, HxII; 33. RxH, KxH; il3. Rxj) og hvítt á Ijett unnið endatafl.) 31. 1)4+!, Kxp; Ef Kb6 mátar bvítt í öðrum leik.) 32. IIb7+, Kc3; 33. Re4+, Kc2; (Ef Kc4 j)á 34. Hd4 mát.) 34. Ilbbl!. gefið. — — Til gamans má geta j>ess, að Eggert Gilfer gerði jafntefli við Petrow í Stokk hólmi s.l. sumar. Framhald af bls. 171. makar eggjamæðra á si<r skraut- klæði og verða gæddir söngrödd- um, sem eru hátíðlegar og ná há- marki á j)eim vormánuði, sem beitii' Harpa, j)annig nefnd af J)ví að náttúran er söngvin um Hvítasunnulevti fremur en endra nær. Snild tungunnar veldur j>ess ari nafngift, sem er bæði skáldleg og spaklega hugnæm. Ástleitni gerir suma fugla að söngvurum, aðra veðurspáa, t. d. lóm og brúsa. Þeir eru fugla háfleygastir og gera sjer dagamun upp við skýin. Maðkur, sem átti að verða agn á silungadorg, rís upp úr freðinni jörð o<r gerir sig svo merkilegan, að hann verður að svngjandi flugu. Og frændur hans gera sig að fiðrildum. Mennirnir, sem eru, því miður, flestallir að miklu levti þrælar í annríkinu, e.iga örðugt með að opna augun og eyrun, svo að þeir sjái dýrð og heyri andardrátt J)eirrar náttúruviðleitni, sem birt- ist á þeim morgnum, sem eru ná- tengdir Hvítasunnu. Sumir sofa á bæði evru morgunstundirnar, seni gefa gull í mund, þeim sem eru árrisulir. Allir fuglar fara snemma á fætur, og neyta sinnar íþrótt- ar. Og fiskarnir vakna fyrir allar aldir. En sá sem þvkist geta að guðs boði drotnað yfir fuglum og fiskum, vaknar. fyrst — með stýrur í augum — eftír að sólin hefir ávarpað hann, guðað á glugg ann þrjár, fjórar. fimm klukkái- stundir samfleytt. ★ Eigi lasta .jeg ferminguna, sem jeg hlaut á Hvítasunnu, en önn- ur athöfn er mjer minnisstæð, sem fram fór á öðrum Ifvíta- sunnudegi. Svo bar við, að jeg fór í eggjaleit og fann rjúpu í hreiðri. Hún hafði valið sjer afdrep í hraunskúta móti suðri og sól. .Teg sá á eggjakoppnnum síðar, Jægar hún var búin að unga út, að börnin rjúpunnar voru tólf að tölu. Jeg kraup á knje fram- an við skútann og virti fyrir mjer loðinfætlu lvngmóanna. Búkonan mikla, sem heitir náttúra, liafði klætt rjúpuna í mosalitan bún ing, svo að eggjaj)jófar og unga- ræningjar sæju hana síður. R.júj) an leit á mig döklcum einurðar augum, sem luinuðu á móðurást og einlægri viðleitni, sem lætur sjer eigi leiðast 25 daga og jafn- margar nætur á eggjunum. Rauð- ar fellingar voru yfir þeim atig- um og mikil ajúðarstaðfesta 'í sjá- aldrinu. Þessi augu mæltu við mig á þagnarmáli: Láttu mig í friði og afkvæmin mín. Snertu mig ekki. Og ræninginn í mjer ljet í minni pokann. Engin meyjar n je móðuraugu liefi jeg s.jeð hreinni nje fegurri en augu rjúpu, sem liggur á eggjum. I J)eim birtist ástúð til afkvæmis og einurð gagnvart óvini. Jeg varð Jrnrna betra barii, á hnjánnm, en við gráturnar, þegar jeg- var •fermdur — vegna þess, að jeg sigraðist á strák mínum og þeirri fýsn að verða fingralangur. For sæla varð á rjúpunni, meðan jeg skygði fyrir skútann. Sólin skein inn í hann, ]>egar jeg var all'ur á bak og burt. Jeg skildi það ekki ])á. en nú skil jeg ])að, að jmrna hjá hreiðrinu drvgði jeg dáð guð- rækninnar. Konungsskuggsjá tújk ar orðið guðhræðsla þannig, að j)að þýði eða tákni ástarlotning gagnvart guði. En lífið í sínu dul- ræna eðli mundi vera nátengt eða náskylt veraldarsálinni. Sá sem strengir þess heit í clag eða á morgun, að renna hýru auga til lífðins í landinu — lengra náum vjer eigi — hann hefir tekið þátt í guðsdýrkun: helgihaldi, Hvíta- sunnu-guðrækni. Á næsta leiti fer fram Jóns- messa — þegar sumarsólhvörf gerast fyrir tilstil'li hulinnar handar, sem lyftir á víxl endum jarðar 'og gerir þá ýmist aðhverfa sól eða fráhverfa. Þessar frænk- ur: Ilvítasunna og Jónsmessa geta látið börn gráta af gleði, þegar J)eim býður ftvo við að liorfa. Og gagnvart j)essu getur líka gamall maður oi-ðið barn. Guðmundur Friðjónsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.