Vísbending


Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 29

Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 29
sem er í tveimur deildum, fulltrúadeild og öldungadeild, fer með löggjafa- rvaldið og er varaforsetinn í forsæti yfir öldungadeildinni og hefur úrslita- atkvæði ef atkvæði falla jöfn, annars hefur varaforsetinn ekki atkvæðisrétt. Forsetinn hefur neitunarvald á lög eða ályktanir þingsins en tveir þriðju hlut- ar atkvæða geta snúið neitun við. Þing- mönnum er óheimilt að vera í starfi hjá hinu opinbera meðan þeir gegna þingmennsku. Dómarar hæstaréttar eru skipaðir af framkvæmdavaldinu en þingið þarf að staðfesta skipun þeirra eða hafna. Hæstiréttur ákveður sjálfur hvaða mál hann tekur til með- ferðar og hann getur seilst niður á neðsta dómstig og tekið mál til afgreiðslu ef hæstarétt- ardómarar álíta þörf á því. Hvar kreppir skórinn? elsta gagnrýni á íslenska stjórn- skipun er að embætti forseta Islands sé í raun valdalaust þrátt fyrir ákvæði stjórnarskrár um rnikil völd hans. Völdin eru í höndurn forsætisráðherra sem jafnframt er áhrifamikill á Alþingi. Aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdavalds er mjög ófull- kominn og einnig hefur dómstólum oft verið legið á hálsi fyrir að vera heldur hallir undir stjórnvöld í ákvörðunum sínum. Hvernig mætti bæta úr þessu? Skilgreina þyrfti hlutverk forseta íslands á ný. Nokkur sátt hefur verið um að forsetinn sé andlit þjóð- arinnar út á við, nokkurs konar farand- sendiherra. Staðfesting laga hefur ver- ið málamyndahlutverk til þessa og eina raunverulega framlag forsetans í stjórnskipuninni er að hann veitir stjórnarmyndunarumboð að eigin geð- þótta. Eðlilegt væri að forseti mynd- aði ákveðið mótvægi við Alþingi þar sem hann er þjóðkjörinn á sama hátt og það en gera þyrfti rétt hans til íhlutunar skýrari og e.t.v. skilvirkari. T.d. mætti hugsa sér svipað kerfi og er í Bandaríkjunum um að ef forseti neitar að samþykkja lög, þá sé þeirn vísað á ný til Alþingis og að þau nái fram að ganga ef 2/3 hlutar þess sam- þykkja þau á ný. í rekstri fyrirtækja hefur þróast sú venja að stjórn er valin af eigendum og annast hún stefnumótun og ræður framkvæmdastjóra. Framkvæmda- stjórinn er ábyrgur fyrir daglegum rekstri og getur valið sér samstarfs- menn. Samskonar fyrirkomulag mætti hugsa sér í stjórnskipan. Alþingi setur lög og ræður framkvæmdastjóra, for- sætisráðherra sem hefur það lilutverk að framfylgja lögunum og stefnu Al- þingis. Forsætisráðherra ræður sér samstarfsmenn og yrði ábyrgur fyrir daglegum rekstri. Þótt það sé vel þekkt erlendis að framkvæmdastjóri sitji í stjórn senr fullgildur stjórnarmaður, stundum formaður, er hægt að tína til gild rök fyrir því að svo ætti ekki að vera. Eðlilegt væri því að Alþingi réði forsætisráðherra, væri hann þingmað- ur þá yrði hann að afsala sér þingsæti sínu, og síðan skipaði hann samráð- herra sína og leitaði staðfestingar Al- þingis. Sama ætti að gera með aðra helstu embættismenn. Með þessu vinnst að ábyrgðin er klár. Hlutverk Alþingis er að setja lög og eðlilegt er að það hefði yfir þeirri sérfræðiþekk- ingu að ráða að þingmenn gætu unnið lagatexta á eigin vegum. Nú er þetta svo að rnikill hluti lagafrumvarpa sam- inn á vegum framkvæmdavaldsins sem er þannig með fingurna á bóla- kafi í löggjafarvaldinu. Framkvæmda- valdið yrði að vera ábyrgt gagnvart löggjafarvaldinu sem jafnframt þyrfti að hafa úrræði til eftirlits með fram- kvæmdavaldinu. Alþingi hefði vald til að ráða nýjan forsætisráðherra ef því þætti sem hann stæði sig illa. Óeðlilegt er hins vegar að hægt sé að rjúfa þing á þann hátt sem nú er því að þingmenn eru kjörnir fulltrúar fólksins í landinu og er ætlað að starfa sinn fyrirfram- ákveðna tíma, þ.e. fjögur ár. Dómendur rnætti skipa á þann hátt að ríkisstjórn gerði tillögu til Alþingis unr hæstaréttardómara sem staðfesti eða hafnaði viðkomandi. Auka þyrfti sjálfstæði hæstaréttar, t.d. þannig að hann myndi sjálfur ákveða hvort hann tekur mál fyrir sem áfrýjað hefur verið og einnig ætti hæstiréttur að geta tekið upp sjálfstæða skoðun á lögum sem Alþingi hefur afgreitt. Ef þær hugmyndir sem að ofan eru raktar kæm- ust í framkvæmd væri ávinningurinn mun skýr- ari stjórnskipan þar sem ábyrgðin lægi hjá kjörn- um fulltrúum sem bera ábyrgð gagnvart kjós- endum. Alþingi bæri jafnframt ábyrgð á fram- kvæmdavaldinu og yrði að sjá til þess að það færi eftir vilja þess. Dómskerfið hefði sama hlutverk og nú, m.a. að fylgjast með því að framkvæmdavaldið færi að lögum og einnig að lög stæðust stjórnarskrá. Kjördæmamálið Nokkrar umræður hafa spunnist um kjördæmaskipan vegna til- lögu forsætisráðherra um breytingar á henni. Umræðan um að landið allt verði eitt kjördæmi fær hins vegar lít- inn hljómgrunn meðal flestra stjórn- málamanna. Það er nokkur synd því að með því að binda þingmennsku við landssvæði er verið að takmarka val- möguleika fólks mikið. Til að taka einfalt dæmi þá ætti rnaður sem á heima í kjördæmi þar sem lítil stem- ming væri fyrir menningarmálum fáa eða enga valkosti ef þannig raðaðist upp á listum að engir menningarvitar væru meðal efstu manna. Vissulega gætu niðurstöður kosninga þar sem kosið er um einstaklinga orðið tilvilj- anakenndar og mögulegt er að flokka- kerfið ntyndi riðlast, en er það svo slæmt? Samsetning Alþingis endur- speglaði í það minnsta vilja almenn- ings og eðlilegt er að hann hafi úrslita- valdið, ekki þær andlitslausu stofnanir 29

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.