Vísbending


Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 27

Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 27
verðið til lengri tíma litið og samkeppnin ætti að þrýsta markaðsverðinu nálægt hinu náttúrulega verði.“ sagði Már. „Samkvæmt klassískri hagfræði er hægt að smætta allt fjármagn að lokum niður í vinnuafl. Það má segja að þegar landkemur ekki til ráðist náttúrulegt verð af því vinnu- magni sem þyrfti til framleiðslu vör- unnar við eðlileg skilyrði. Þannig má segja að íBimiíBrekkukoti birtast kenningar hagfræðinnar eins og þærblasavið vinnandi manni í kyrrstæðu þjóðfélagi. Það er alveg ljóst að einhvern tímann á sínum ferli las Kiljan einhvem Marxisma og Karl Marx var einn hinna klassísku hagfræðinga og margt af því sem ég hef sagt um hagfræði Björns í Brekkukoti má með breyttu breytanda færa yfir á hans kenningar. Sá stóri munur er þó á að Karl Marx lagði mikla áherslu á breytingar og þróun svo hans kenningar gera ekki ráð fyrir kyrrstöðu.“ Hafa hagfræðilögmál sem Björn lifði eftir eitthvert gildi fyrir okkur í nútímanum? „Nei það held ég ekki. Hið nátt- úrulega verð Adams Smith breytist í tímanum og hraðinn í okkar samtíma er mjög mikill. Það gæti því farið mjög illa ef við reyndum að lifa eftir kenn- ingum Björns. Kenning hans er ekki rétt en hinsvegar er í henni ákveðinn kjarni sem hjálpar okkur að skilja hvers vegna sumir hlutir eru dýrari en aðrir til lengri tíma litið.“ Þá vitum við það. Þó Björn kall- inn í Brekkukoti mæli innblás- inn af Smith og Marx er kenn- ing hans ekki rétt. Þetta eru ill tíðindi fyrir þá sem trúa því að sann- leikurinn sé í góð- um bókum. Þannig tekst Birni gamla hreint ekki að efla trú okkar á hag- fræðina sem hjálp- artæki og traust sannindi. Hér er öngva hjálp að fá. Við verðum því að halda áfram að basla og borga uppsett verð hvort sem það er náttúrlegt eða ónáttúrlegt. Ef við sjáum mik- ið eftir því fé sem gengur okkur úr greipum þegar einhver setur upp mjög ónáttúrlegt verð þá getum við samt leitað hugg- unar í afstöðu annarrar sögu- hetju úr Brekku- kotsannál. Það er heimssöngvarinn Garðar Hólm sem hafði alveg sérlega upp- örvandi afstöðu til fjármagns og virðist kæra sig kollóttan um alla hagfræði. Már Guðmundsson, hagfræðingur og Páll Ásgeir Ásgeirsson, blaðamaður „Hannfór oní vasa sinn og lét hríngla íeinhverju, tók síðan fram handfylli sína af gullpeníngum. Hann kastaði einum peníngi uppá fatið tœmda og sagði veskú madonna. Jesús, sagði litlafröken Gúðmúnsen. Erþetta ekta gull- peníngur? Það er ekki til ekta gull börnin góð, sagði hann. Gull er í eðli sínu óekta. Jesús, sagði litla fröken Gúðmúnsen. “ Halldór Kiljan Laxness. Brekkukotsannáll bls.119. Reykjavík (ýleíiley jél oy Grand Hótel t yieidey jél oy * Landsbanki Islands hf. 27

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.