Vísbending


Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 7

Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 7
 fræðiþekking mín væri þá ennþá til- tölulega takmörkuð, otbauð mér alveg ástandið á íslandi haustið 1945. Það var eðlilegt að viðbrigðin væru mikil; að koma frá landi þar sem öllum kröft- um heillar þjóðar hafði verið einbeitt að stríðsrekstri og menn orðið að neita sér um allan munað, og hingað þar sem ljóst var að hamslaus eftirspurn var í gangi og ekkert gert til að hafahemil áhenni, gengið var aug- ljóslega alveg snarvitlaust skráð og hlaut eitt sér að valda því að þessar innstæður hyrfu á örskömmum tíma. En samtímis var verið að ráðstafa þessum sömu inn- stæðum til þess að kaupa skip og alls konar fjárfesting- arvörur, sem áttu að koma til lands- ins nokkrum árum síðar. Þetta gat ekki endað nerna á einn veg; með því að menn stóðu uppi gersamlega blankir og gátu því varla ráðið til lyktaþeim fjárfestingum, sem þegar hafði verið byrjað á. Þarna var náttúrlega verið að beita aðferðum áœtlunarbúskapar og sumt afþvísem varframkvœmt varkannski ekki svo vitlaustþóttþað klikkaði, eins og t.d. síldin, sem menn vegna reynslu áranna á undan vonuðust eftir miklum vinningum í. Kannski gerðu menn sér heldur ekki greinfyrir að íslenskifreð- fiskiðnaðurinn var einfaldlega of stór fyrir markaðina erlendis? Hagstjórn verður ekki byggð á vænt- anlegum stórum happdrættisvinning- um. Menn verða að byggja á því, sent þeir hafa öruggt í hendi. Það er út af fyrir sig rétt að síldin var dyntótt og markaðsaðstæður gerbreyttust þegar stríðinu lauk, og margt annað kom upp á sem var ófyrirséð. En ég held að eng- inn vafi sé á því að meginorsökin að erfiðleikum okkar var sú, að við tókum ekki á grundvallarefnahagsvandanum, meðan við höfðum allt sem til þurfti til að leysa hann með kerfisbreytingu: réttri skráningu gengis, stjórn á peningamálum og ríkisfjármálum o. s. frv.. í staðinn var tekið á honum þegar ljóst var að allur gjaldeyrir var uppurinn og þá með þeim hætti að efla og útfæra haftakerfið þannig, að þau höft, sem við höfðurn búið við fyrir stríð, voru barnaleikur einn í samanburði við þær viðjar, sem nú voru reyrðar um þjóðlífið. En hvernig voru eiginlega efnahags- leg viðhorf Islendinga almenntá þess- um tíma? Þjóðin hafði ekki á að skipa nema handfylli af menntuðum hag- frœðingum og frœði þeirra virðast luifa verið flestum mönnum framandi á þessum tíma og þeir ogfræðigreinin ekki hátt skrifuð meðal ráðamamui. Allir flokkar virðast hafa átt tiltölulega auðvelt með að ná saman um úrrœði þar sem sífellt var með handafli verið að fœra úr einum vasanum í annan,frá innflutningi yfir til útflutningsgreinanna, og mylgra uppbótum milli stétta til þess að reyna að halda öllum sœmilega sáttum. Það er rétt. Það var afskaplega erfitt að mynda eða koma á samfelldri efnahagsstefnu á stríðsárunum vegna þess að hagkerfið var hröðum breytingum undirorpið, allt var á ferð og flugi í þjóðfélaginu. Það tókst ekki að mynda ríkisstjórn á árinu 1942 og við tók veik embættismannastjórn, eins og ég sagði áðan, sem gat helst samið um og fengið þingið til að styðja sig í haftaráðstöfunum og verðlags- eftirliti ýntiss konar og jöfnunar- aðgerðum ntilli stétta. Kjör atvinnu- greinanna voru tengd saman og allt tengt vísitölu og síðan tekið til við að greiða niður vísitöluna. Að nafninu til jókst verðbólgan ekki gífurlega á stjórnartíma utanþingsstjórnarinnar, en ntenn tóku ekki á grundvallar- vandanum, brugðust bara við sjúkdómseinkennunum eftir því sem þau komu í ljós. Þannig að þegar stríðinu lauk er hér geysileg eftirspurn eins og saman- safnað vatn fyrir ofan stíflu, sem allt í einu brestur, þegar möguleik- arnir til að eyða peningum, kaupa vörur, opnast að nýju. Eg ætla ekki út í umræðu um það sem gerist á næstu árum - ég var ekki heima á þeim tíma og fylgdist ekki með því - en það er ljóst að þeir ungu hag- fræðingar, sem hér störfuðu, - þeir voru ekki rnargir og allir ungir - voru ekki í sterkri aðstöðu til að hafa áhrif á þróunina. Hvernig var svo að koma heim íþetta þjóðfélagsástand? Eg byrjaði á því 1951 að koma heim á sumrin og vinna að samningu árs- skýrslna Landsbankans og fór þá að fylgjast betur með, komast inn í þetta smám saman. Endanlega kom ég ekki heint fyrr en 1954 og þá var að sjálf- sögðu annað ástand en í lok stríðsins. Þessi mikla eftirspurn hafði hjaðnað fyrir löngu, það hafði ríkt stöðnun undanfarin ár og jafnvel samdráttur í þjóðarframleiðslu og atvinnuleysi haldið innreið sína. Ástandið var af- skaplega erfitt, allir hlutir voru meira eða minna skammtaðir eða skipt á milli manna af einhvers konar úthlut- unarnefndum. Það var Ijóst að rnikið verkefni var framundan að reyna að koniast út úr þessu ástandi. Það er einmitt á þessum árum, í kring- um og upp úr 1950, sem önnur lönd Evrópu fara að marka nýja efnahags- stefnu, sem mótaðist rnjög af þeiin hugmyndum, sem menn sameinuðust um í OEEC; Að koma á beinum og eðlilegum viðskiptum ntilli kaupenda Nokkrir hagfræðingar: F.v. Torfi Ásgeirsson, Ólafur Björnsson, Gylfi Þ. Gíslason, Björn Tryggvason, Jónas Haralz og Jóhannes Nordal. Ljósm.st. Þóris 7

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.