Vísbending


Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 18

Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 18
Qwerty hagfræði að eru til mörg dæmi um hvernig tiltölulega hvers- dagslegir hlutir urðu til- efni nýstárlegra uppgötvana. Sú saga er til dæmis fræg þegar vatn flóði út úr baðkeri gríska uppfínningamannsins Arkimed- esar er hann laugaði sig fyrir um 2.200 árum og í einni svipan laust nýju lögmáli niður í huga hans. Spekingnum varð svo mikið um að hann stökk upp úr baðinu og hljóp um stræti heimaborgar sinnar allsnakinn og kallaði „Eureka“ (ísl. ég hef fundið það). Lögmál Arkimed- esar hafði séð dagsins ljós og það er nú að finna í helstu grunnskólakennslubókum í eðlisfræði. Hér verður þeirri spurningu velt upp hvort hlið- stætt atvik hafi átt sér stað þegar hagfræðingurinn Paul David las "QWERTY" á efstu stafaröð á lyklaborði tölvu sinnar fyrir ná- lægt því 20 árum. Hann fékk þá nýja innsýn í hvernig markaðir láta stjórnast af duttlungum sög- unnar frekar en einskærri hag- sýni. Hann birti þessa nýju hug- dettu í grein árið 1985 sem olli miklu írafári meðal hagfræð- inga. Qwerty-lögmálið hefur síðan verið notað til þess að skýra auðlegð og fátækt þjóða, utanríkisviðskipti og hættuna af einokunarstöðu Microsoft svo fátt eitt sé nefnt. En efasemdar- menn eru að vísu aldrei langt undan. Lítil saga um ritvélar ins og Arkimedes forðum, þá gefur hagsögufræðing- urinn Paul David reglum sam- félagsins ekki mikinn gaum. Það fer að vísu fáum sögum af því að hann hafi hlaupið nak- inn um götur en hann hrökkl- aðist frá námi í Harvard vegna þess að hann fann sér aldrei tíma til þess að skrifa doktorsritgerð (Harvard sendi honum doktors- gráðu í pósti nokkru seinna þeg- ar Paul David var orðinn frægur fyrir rannsóknir sínar). Kennslu- stundir hans (við Stanford há- skóla) miðast heldurekki við sett tímamörk eins og annarra kenn- ara heldur geta staðið yfir í nokkra klukkutíma í senn. Það sem Paul David veitti at- hygli var að allar tölvur hafa samskonar lyklaborð en ef litið er á efstu röð stafalykla frá vinstri má lesa: Q-W-E-R-T-Y- U-I-O-P. Þessi uppsetning er arfur frá ritvélunum og hefur haldist óbreytt þrátt fyrir stór- stígar tækniframfarir. Nú segir hið fornkveðna að góðir hlutir eldist seint, en það er samt vart Jónsson við hæfi hér; þetta lyklaborðið er fremur slæmt til síns brúks. Notkun qwerty byrjaði árið 1867 þegar fékk maður að nafni Latham Sholes fékk einkaleyfi á vél sem hann kallaði ritvél. Þessi smíð var gölluð á marga vegu og sérstaklega vildu stafa- lyklarnir flækjast saman. Sholes leysti þennan vanda með því að hanna lyklaborð þar sem margir algengir stafir, s.s. A eða S, voru út við enda lyklaborðsins og lágu illa við áslætti. Þessi upp- setning hægði á vélritaranum og fækkaði þess vegna flækjunum. Sholes hóf síðan samstarf við kunnan vopnaframleiðanda, E. Remington, og brátt var ritvélin fjöldaframleidd og markaðssett. Sölumenn Remington stungu upp á því sölubragði sem fólst í því að efsta röð lykilborðsins hefði þá stafi sem þyrfti til þess að skrifa orðið T-Y-P-E W-R-I- T-E-R og þar með var nýja lyklaborðið orðið fullskapað. Hvort sem þessi brella gerði út- slagið eður ei þá náðu Reming- ton ritvélar með qwerty lykla- borði yfirburðastöðu á markað- inum. En tækninni fleygði fram og stafaflækjur heyrðu brátt sögunni til. Á árunum 1909- 1924 voru gefin út sjö einka- leyfi fyrir nýjum lyklaborðum sem áttu að gera ásláttinn hraðari og auðveldari en engin þeirra velti qwerty úr sessi. Árið 1932 fékk maður að nafni Au- gust Dvorak einkaleyfi á nýrri tegund af lyklaborði, nefndri DSK, sem var prófað af banda-

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.