Vísbending


Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 28

Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 28
Ný stjórnskipun? Lýðræði hér á landi þykir sjálf- sagt og sjaldnast eru miklar deilur um framkvæmd þess. Stjómskipun okkar miðast í orði við þrí- skiptingu valds, löggjafarvald, fram- kvæmdavald og dómsvald. Hlutverk löggjafarvaldsins er að ákveða, fram- kvæmdavaldsins að framkvæma vilja löggjafarvaldsins og dómsvaldsins að skera úr um ágreining. Fyrir örfáum árum var gerður mikill uppskurður á dómskerfinu og formlega skilið á milli þess og framkvæmdavaldsins. Lengi hafði tíðkast að sýslumaður fór með bæði rannsókn og dómsuppkvaðningu í ýmsum lögreglumálum. Það var lítil þúfa sem hratt breytingunni af stað en það þurfti erlenda dómstóla til að hnykkja á aðskilnaðinum. Sáralitlar umræður hafa hins vegar orðið um aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Mikil samþætting er á þessum sviðum því að yfirmenn framkvæmda- valdsins eru yfirleitt einnig hluti af löggjafar- valdinu, ráðherrar sem sitja á Alþingi. Ekki er langt síðan Siv Frið- leifsdóttir þingmaður lagði til að þessu yrði breytt. Spurningin er, hvort ekki sé orðinn brýn þörf á meiriháttar uppskurði á stjórnskip- un íslenska lýðveldis- ins? Eiga þegnar landsins ekki rétt á því að inálið verði skoðað í alvöru? ✓ ^ Islensk stjórnskipun Istjórnarskránni er mælt fyrir um stjórnskipun íslands. Hún er í gróf- um dráttum eftirfarandi: Alþingi Is- lands og forseti fara saman með lög- gjafarvaldið. Forseti staðfestir lög eða hafnar og skal þá fara fram þjóðarat- kvæðagreiðsla um lögin sem þó öðlast gildi nema þeim sé hafnað í þjóðarat- kvæðagreiðslunni. Forseti getur lagt Tómas Örn Kristinsson fram lagafrumvörp á Alþingi. Hann getur rofið þing og boðað til kosninga. Forseti getur gefið út bráðabirgðalög ef Alþingi er ekki að störfum. Hann veitir embætti og getur vikið mönnum sem hann hefur skipað úr embætti. I fjarveru forseta fara forseti Alþingis, forsætisráðherra og forseti hæstaréttar með forsetavald. Forseta er hægt að leysa frá störfum ef meirihluti sam- þykkir slíkt í þjóðaratkvæðagreiðslu sem boðuð er af samþykkt Alþingis með 3/4 þingmanna. Ef krafa Alþingis hlýtur ekki samþykki í þjóðaratkvæða- greiðslu skal rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Ráðherrar fara með framkvæmdavald í umboði forseta Is- lands. Ráðherrar eiga rétt á að taka þátt í umræðum á Alþingi eins oft og þeir vilja en gæta verða þeir þingskapa. Þeir hafa þó ekki atkvæðisrétt nema þeir séu jafnframt alþingismenn. Ekki eru sérstök ákvæði í stjórnarskrá um skipun dómenda sem fara með æðsta dómsvaldönnuren almenn ákvæði um embættismenn en það fer eftir öðrunr lögurn. Dómendum er ekki hægt að víkja úr embætti nema með dómi og ekki er hægt að flytja þá í annað ern- bætti mót vilja þeirra nema verið sé að koma á nýrri skipun dómstóla. Hæstaréttardómarar eru ekki kjör- gengir til Alþings. Bandarísk stjórnskipun Til samanburðar eru hér rakin helstu atriði bandarískrar stjórn- skipunar en hún er fyrirmynd flestra raunverulegra lýðræðisríkja síðari tíma. Þar er aðskilnaðurinn mikill en þó er uin ákveðna samþættingu að ræða því að framkvæmdavaldið getur haft takmörkuð áhrif á löggjafarvaldið og dómsvaldið er með áþekkum hætti tengt bæði framkvæmdavald- inu og löggjafarvaldinu. Þetta nefna Bandaríkja- menn gjarnan „eftirlit og jafnvægi“ (e.: checks and balances). Kerfið, eins og því er lýst í bandarísku stjórnar- skránni, er í fáum orðum eftirfarandi: Forseti fer með framkvæmdavald, hann velur ráðherra og ýmsa embættismenn sem stjórna í uinboði hans. Ráðherrar og hátt- settir embættismenn þurfa að fá stað- festingu þingsins til að taka við embætti. Þingið getur jafnframt leyst embættismenn frá störfum (e.: im- peachment) ef þeir gerast sekir um drottinssvik, mútuþægni eða aðra alvarlega glæpi eða misferli. Ef leysa skal forseta Bandaríkjanna frá störfum þá skal forseti hæstaréttar stjórna yfir- heyrslum yfir honum. Tvo þriðju hluta atkvæða þarf til að leysa embættis- menn undan skyldum sínum. Þingið 28

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.