Vísbending


Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 13

Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 13
Dýrin í garðinum (Smásaga) S g var eiginlega búinn að draga mig út úr ferða- málabransanum, hafði fengið nóg af því í bili að skipu- leggja móttöku útlendinga, en hafði um sinn tekið upp á mína arma stofnun sem ég taldi eiga nokkuð mikla möguleika ef rétt væri á málunum haldið og kom- ið yrði skipulagi á rekstur og kynningarmál; þetta var gamli dýragarðurinn sem kallaðist Sædýrasafnið. Það hafði verið á fallanda fæti um hrfð, og ég hélt það þyrfti bara nýjar hug- myndir og ferska vinda til að koma öllu á réttan kjöl. En þegar til kom reyndist erfiðara að koma rekstrinum á lappirnar en ég hafði gert ráð fyrir. A blómatíma safnsins höfðu menn fengið þangað ýmsar framandi skepnur til viðbótar við okkar eigin heimskautafánu. Þarna voru til dæmis tvö stæði- leg ljón, með mikinn leiða í svipnum, geymd í rimlabúri með steingólfi. Árum saman höfðu þau reynt að grafa sér leið út úr þessu búri með því að krafsa stöðugt í steingólfið með annarri framloppunni, en sem betur fer kunnu þessi ljón ekki að reikna því þá hefðu þau lík- lega áttað sig á að það tæki margar aldir með þessu móti að sleppa úr prísundinni. En þraut- seigja þeirra var óbilandi og vakti með manni sambland að- dáunar og hryggðar, þau kröfs- uðu og kröfsuðu, óstöðvandi... Þarna voru sömuleiðis slöngur, hálf slepjulegar, og líka apar, Einar Kárason öllu glaðværari skepnur. Við safnið voru auk mín tveir aðrir starfsmenn, stórskrýtnir bræður. Þeir voru fyrir löngu búnir að missa áhugann á safndýrunum höfðu fundið sér önnur meira spennandi; rotturnar sem sátu um fóðurbirgðirnar. Þeir voru svo hugfangnir af því verkefni að kenna rottunum allskyns kúnstir og klæki að oft gleymdu þeir að sinna safndýrunum, og lenti á mér mikil vinna bara við að halda þessum rugludöllum við efnið. Og fyrir vikið lenti líka á mér að standa í allskonar stappi við opinberar stofnanir; ekki bara veitustofnanir, sorp- hirðuna og Heilbrigðiseftirlitið, heldur líka Dýraverndarráð sem var með stöðugar aðfinnslur. Reyndar snertu aðfinnslurn- ar ekki beinlínis sjálf safndýrin, heldur aðallega fæðið sem þau létu ofan í sig. En sum dýranna vildu helst fá lifandi bráð, og höfðum við um hríð alið þau á lifandi kjúklingum. Það voru til dæmis uglurnar. Þær hefðu fremur kosið að svelta í hel en að leggja sér til munns kaldan og dauðan mat. Uglurnar var samt hægt að plata með því að snúa kjúklingana á háls fyrir framan búrin og henda þeim svo volgum inn, og þá létu uglurnar sig hafa það að renna sér á bráð- ina... Öðru máli gegndi um slöng- urnar. Þær vildu fá að fylgjast lengi með væntanlegum kvöld- verði á vappi fyrir framan sig áður þær gleyptu hann í sig, svona ámóta og drykkjumenn sem horfa um hríð ástaraugum og með heimspeki í svipnum á glasið áður en þeir fá sér næsta sopa. Og Dýraverndarráð sagði að þetta væri ómannúðleg með- ferð á kjúklingnum, að láta hann kjaga kannski tímunum saman, lamaðan af ótta, fyrir framan slöngurnar, sem sleikja útum ef þær sjá krásir, ein allra skepna, að manninum undanskildum. Og við starfsmennirnir urðum að koma þarna á nóttum og lauma lifandi fiðurfé inn í búrin, og ef við vorum heppnir voru fuglarnir horfnir um morgun- inn, og engin merki um þá önn- ur en gúlpur á slöngunni, sem færðist stöðugt neðar og fór smá-rénandi... Eg var því dauðfeginn þegar hringt var í mig, fræg popp- hljómsveit, vildi fá mig á fund til ráðgjafar, sjálfur Ringó Starr úr Bítlunum var væntanlegur til landsins og það þurfti að standa fagmannlega að málum við móttöku hans. Ég setti rottu- temjarana tvo yfir safnið, alls- hugar feginn að losna urn stund úr þessu rugli. 13

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.