Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Síða 58

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Síða 58
58 GUNNAR SVEINSSON sínu eftir hléið sendi Gunnar heilmikinn fróðleik um ættmenni sín og konu sinnar til notkunar í prestasögum Hálfdanar.23 Eftir þetta skrifuðust þeir á árlega fram á árið 1783 (síðasta bréf Gunnars var dags. 26. júlí — 20. ágúst24), en þá var Hálfdan orðinn því sem næst blindur og átti tæplega hálft annað ár ólifað. Þess var getið hér framar í æviágripi Hálfdanar Einarssonar, að merkasta rit hans hafi verið ágrip af íslenzkri bókmenntasögu. Þetta brautryðjandaverk var prentað í Kaupmannahöfn árið 1777. Það nefndist Sciagraphia25 og var á latínu, eins og heitið bendir til. Frummerking orðsins ’sciagraphia’ er skuggamynd eða ágrip. Eiginlega er þetta rithöfundatal, þar sem upp eru taldir um 400 höfundar. Hálfdan haíði haft þetta rit sitt lengi í smíðum. Formáli hans er dagsettur 14. ágúst 1775, og segir þar, að hann hafi fyrst tekið að hugsa um þetta bókmenntaefni fyrir 23 árum eða árið 1752.26 Gunnar Pálsson getur Sciagraphiu fyrst í bréfi til Hálfdanar Einarssonar, dags. 4. apríl - 17. júlí 1778, en þar segir svo: „Eg hefi þá æru að gratulera heils hugar yfir fenginni fregn frá K.hafn með þessum orðum: Hr. Magr. Einarssonar Sciagraphia Historiæ Islandiæ hrósast mikið.“27 Veturinn eftir, 1778-1779, hefur Gunnar haft að láni hina „stórs hróss verðu“ Sciagraphiu Hálfdanar, að því er fram kemur í bréfi hans til Halldórs Hjálmarssonar, dags. 6. febrúar 1779.28 Þennan sama vetur tók Gunnar saman athugasemdir við nokkra staði í bókinni og sendi Hálfdani þær með bréfi, dags. 29. júní - 1. júlí 1779, og sagðist fyrirverða sig að láta hann sjá þær.29 Eins og glögglega sést af framansögðu, haíði Gunnar Pálsson miklar mætur á Sciagraphiu. Hann fagnaði svo mjög útkomu hennar, að hann orti kvæði henni til lofs. I bréfi hans til Hannesar Finnssonar biskups 28. júní 1779 kemst hann svo að orði: „Eins verð eg þetta sinn hjá mér hleypa því, er hugsað hefi fyrir mhr. [míns herra\ sjónir bera, sem er lítil Hugdilla, af vörum flotin við lesningu mag. Hálfd[anar] Hist[oriæ] Isl[andicæ] Literfariæ], hverja ætla sýslumanni Mfagnúsi] K[etilssyni] ei fjærri skapi að edera [gefa út\ í Hrappsey, viljandi þó láta danska eður latþnska] útlegging fylgja, hverri eg og (danskri) hefi uppkastað.“30 Samt sem áður varð fjögurra ára bið á prentun kvæðisins. Hugdilla birtist loks árið 1783 og með öðru sniði en Gunnar hafði hugsað sér, því að bæði vantaði danska og latneska þýðingu. Hún
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.