Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Side 35
bfceí JltSHJVrtUríilCl íi LAU.GARDAGUR 23. DESEMBER 1989. Upp- gjör ársins Prince gerði það gott á árunum 1986-‘87. Nú þegar aðeins er eftir rúm vika af árinu 1989 setja skríbentar um allan heim sig í stellingar í þeirri tilraun að gera upp afrek liðinna tólf mánaða með ýmiss konar listagerð og fáum við að sjá árangur þess kon- ar pælinga á síðum DV á næstu vikum. Ofan á bætist að nú er farið að síga á seinni hluta 9. áratugarins og bætir þá í listafárið, valdar verða bestu plötur áratugarins, besta hljómsveit áratugarins o.s.frv. Á meðan beðið er niðurstaðna úr ársuppgjörum er rétt að hita upp með því að líta á hvaða breiðskífur og smáskífur hafa lent í hæstu hæðum í ársuppgjöri blaðamanna New Musical Express síðasthðin 9 ár. Bestu breiðskífur NME 1980 Joy Division ...............................Closer 1981 Grace Jones.........................Nightcl'ubbing 1982 Marvin Gaye............................Midnight Love 1983 Elvis Costello.......................Punch the Clock 1984 Bobby Womack.................................Poet II 1985 Jesus & Mary Chain ....Psychocandy (og) Tom Waits ....Rain Dogs 1986 Prince & The Revolution.....................Parade 1987 Pubhc Enemy...................Yo ! Bum Rush the Show 1988 Public Enemy.It Takes a Nation of Milhons to Hold Us Back 1989 ............................................... ? Bestu smáskífur NME 1980 Joy Division ............. 1981 The Specials.............. 1982 Grandmaster Flash......... 1983 Michael Jackson........... 1984 Womack & Womack........... 1985 Jesus & Mary Chain........ 1986 Prince & The Revolution... 1987 Prince- & The Revolution.. 1988 Nick Cave & The Bad Seeds 1989 .......................... .Love Will Tear Us Apart ............Ghost Town ...........The Message .............Bihie Jean ..............Love Wars .......Never Understand ...................Kiss .......Sign of the Times .........The Mercy Seat ? U Þess má að lokum geta að rás 2 býður hlustendum sínum að velja bestu plötu ársins, eins og hún hefur reyndar gert frá árinu 1984. Hlustendur eiga að hringja inn miðvikudaginn 27. desember mihi klukkan 15 og 17 og nefna þrjár bestu plötur ársins 1989 að eigin mati (íslenskar jafnt sem erlendar). 43-: Helaarpopp Tilbrigði við ferðalag Bob Dylan. Bob Dylan, sem sendi frá sér plöt- una Oh, Mercy fyrr á árinu og hlaut lof fyrir, ætlar að gleðja aðdáendur 'sína í Lundúnum með söng og hljóð- færaslætti á nýju ári. Hetjan ætlar að troða upp í hinu viðkunnanlega Umsjón Snorri Már Skúlason Hammersmith Odeon dagana 3.-8. febrúar að báðum dögum meðtöld- um. Þeir sem hrifust af nýju plötu kappans, sem líklega er hans besta síðan Desire kom út 1978, ættu að hugsa sig Msvar um áður en þeir afskrifa þennan tónlistarviðburð í Lundúnum. Þann 8. febrúar verður Daniel Lanois nefnilega með tónleika í Royal Festival Hall í sömu borg en Lanois útsetti einmitt nýju plötu Dylans og þykir eiga drjúgan þátt í að gamli maðurinn er aftur kominn á stall. Sjálfur sendi Lanois frá sér plötu í haust, þá fyrstu á ferlinum, og tókst dægilega upp svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ef þú ert á leið til Lundúna... Árangur erfiðis Á útmánuðum greindi poppsíðan frá því að þrír óhkir herramenn rokksins hygðust rugla saman reyt- um á væntanlegri sólóplötu Bern- ards Albrechts, söngvara og gítar- leikara New Order. Hinir tveir voru Neil Tennant úr Pet Shop Boys og rytmagítarleikarinn Johnny Marr. Nú hefur samstarfið loksins borið ávöxt og hann fremur ljúfan ef marka má viðtökur bresku popp- blaðanna. Lagið, sem kallast Getting Away With It og er eftir þá félaga Albrecht og Sumner, var valið smá- skífa vikunnar bæði í Sounds og Melody Maker nú á dögunum. Hér ku vera á ferð skotheld melódía sem þríeykið hefur farið um meistara- höndum. Um framhaldið veit popp- síðan lítt en upphaflegt markmið hópsins, sem kallar sig Electronic, var að koma út stórri plötu og verður að vona að það sé enn leiðarljós þeirra félaga. Neil Tennant úr Pet Shop Boys, Bernard Albrecht úr New Order og rytmagitarleikarinn Johnny Marr. Fyrír jólín - um jólin - eflír jólín URVAL - TIMAEIT FYWR AIIA Hét Qö elsVuðu n batm & .^asta t»- «Mí, ottdiaV ÚRVAL - TÍMARIT í JÓLAFÖTUNUM *!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.