Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Blaðsíða 25
1 L'AUGARBACTJR' 23.' DESEMBER 1989. Jólin hjá vinsælasta stjómmálamanninum: Friður, kærleikur og hvíld - segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra Halldór Ásgrímsson heldur hér á dótturdóttur sinni, Lindu Hrönn, sem var reyndar lasin þennan dag en verður vonandi trísk á morgun þegar jólin koma. DV-mynd GVA „Allur jólaundirbúningur á mínu heimili hefur lent á eiginkon- unni þar sem miklar annir hafa verið á þinginu og ég hef htið sést heima,“ sagði Hahdór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra og vinsæl- asti stjómmálamaður landsins samkvæmt skoðanakönnun DV sem birt var nýlega, er helgarblað- ið fékk hann í jólaspjah í vikunni. Sahnarlega er það rétt að þing- menn og ráðherrar hafi verið störf- um hlaðnir undanfama daga og Hahdór sagðist ekki búast við að vera kominn í frí fyrr en seinni partinn á aðfangadag. „Það er víst löng biðin eftir að húsbóndinn á heimihnu fái frí. Oftast kem ég 1 mína vinnu á aðfangadag. Þannig er í sjávarútvegsráðuneytinu að mikið þarf að gera fyrir áramótin vegna fiskveiðiheimilda næsta árs,“ sagði ráðherrann. Hangikjöt á Þorláksmessu Hahdór tók sér þó hádegishlé í vikunni til að upphfa smájóla- stemmningu fyrir helgarblaðið og fór í jólatötin ásamt dætrum sínum, Guðrúnu, 14 ára og írisi, 10 ára, og dótturdóttirin, Linda Hrönn Karls- dóttir Schöth, sem er ársgömul, fékk einnig að vera með í mynda- tökunni. Þær voru heppnar, stelp- umar, því pabbi og afi hefur ekki sést mikið heima, eins og hann sjálfur segir. Hahdór segist þó ahtaf vera heima á Þorláksmessukvöld th að skreyta jólatréð. „Við fórum venju- lega heim th tengdaforeldra minna á Þorláksmessukvöld til að halda upp á daginn og borða hangikjöt að norðlenskum siö en konan mín er frá Hrísey,“ sagði hann. „Síðan hamflettir maður rjúpumar. Jóla- hangikjötið er líka oft soðið á Þor- láksmessukvöld eða á aðfanga- dagsmorgun. Aðfangadagur fer í ýmiss konar undirbúning og við hlustum ahtaf á messu í útvarpinu kiukkan sex um leið og við borðum en við höf- um ekki þann sið að fara í kirkju á þessum degi. Við eruin ahtaf með ijúpur. Hjá mér em engin jól nema rjúpan sé á borðum. Mér finnst jól- in koma þegar ég finn lyktina af rjúpunum, æth það sé ekki ein af bemskuminningunum," > segir Hahdór. Jól og rjúpur „Ég ólst upp við rjúpur á að- fangadag en einu sinni þegar ég var erlendis á jólum, í Danmörku, var óvist hvort við fengjum rjúpur, þær voru nokkuð dýrar þá, en ég sagði að það væri alveg sama hvað þær kostuðu, ég vildi fá minn jólamat og við fengum hann,“ segir Hahdór og brosir og bætir því við aö hann hafi ávallt verið heppinn þar sem faðir hans hafi sent honum rjúpur fyrir hver jól. „Hann skýtur þær ekki nú orðið en hann gerði það ahtaf hér áður fyrr. Við fóram í kirkju yfir jóhn en að öðru leyti notum við hátíðimar th að hafa það gott og hvíla okkur.“ Hahdór segist ekki geta sagt að hann hafi gert mikið undanfarna daga varðandi jólahaldið en jólatré var fjölskyldan þó búin að fá. En hvað langar ráðherrann mest að fá í jólagjöf? „Ég er vaxinn upp úr því að eiga mér óskir um jólagjafir en ég vh fá bók. Það era margar bæk- ur sem mig langar að lesa um þessi jól, meðal annars bókin eftir vin minn, Vilhjálm Hjálmarsson, Frændi Konráðs." Breyting á jólahaldi Ráðherranum finnst jóla- stemmningin hafa breyst mikið á undanfömum áram. „Fyrst þegar ég man eftir mér vora appelsínur og eph tákn jólanna. Leikföng voru mjög sjaldgæf, að minnsta kosti fyrst í stað. Það hefur því orðið mikil breyting á - við verðum sér- staklega vör við það núna þegar fólkið, sem er að koma austan frá yfir jámtjaldið gamla, sem er sem betur fer fahið, að það virðist vera svipuð tilfmning hjá því. Eftir því sem maður hefur heyrt er það fyrst og fremst að kaupa appelsínur og leikföng. Það minnir okkur á hvað framfarirnar eru miklar og jóla- svipurinn hefur breyst. Ég er ekk- ert voðalega gamall en maður upp- lifði þessi appelsínujól. Líklegast hefur- þetta verið að breytast hjá okkur smátt og smátt eftir 1955,“ sagði Hahdór. - Era einhver jól eftirminnhegri en önnur í þínum huga? „Nei, öh jól eru svipuð í mínum huga. Ég hef haldið þau í mismun- andi umhverfi, í Reykjavík, á Vopnafirði, Höfn í Hornafirði, í Danmörku og það er ahtaf sama góða minningin sem tengist jól- unum - friður, kærleikur og hvhd. Ég hef gaman af því að taka þátt í jólaundirbúningnum þegar ég hef tækifæri th þess en er ekki afreks- maður á þvi sviði - mest gaman hef ég af jólaskrautinu þegar það er komið upp.“ - Eldar þú um jólin? „Ekki mikið um jólin en geri tals- vert að því á öðrum tíma ársins. Ég tek þó þátt í að skera laufa- brauðið,“ sagði Hahdór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra í jóla- skapi. -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.