Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Blaðsíða 46
54 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989 u.)i- .ii.... \i.í iifiúWi i Afmæli Sigurður Jónsson Sigurður Jónsson, b. í Garði 2 í Kelduneshreppi, verður sjötugur á morgun, aðfangadag. Sigurður er fæddur á Meiðavöll- um í Kelduneshreppi og alinn upp þar og á Grásíðu frá sjö ára aldri er hann var tekinn í fóstur af föður- systur sinni, Sigurrósu Sigurgeirs- dóttur og börnum hennar. Hann stundaði barnaskólanám í íjóra vet- ur, þrjá mánuði hvern vetur, og var í Bændaskólanum á Hvanneyri í tvo vetur ogeitt sumar 1942-’44. Sigurð- ur var heimilismaöur á Grásiðu til vors 1952 og við búskap þar fjögur síðustu árin í félagi við aðra, og hefur verið bóndi í Garði 2 síðan, að vísu íjárlaus þrjú síðustu ár vegna riðuniðurskurðar. Hann hef- ur sinnt ýmsu meö búskap, t.d. unn- ið mikið við byggingar, veðurathug- anir fyrir Veðurstofu íslands frá 1962, sá um sjúkrasamlagsveitar- innar í nokkur ár, sat í hreppsnefnd í átta ár, gjaldkeri Búnaðarfélags Keldhverfmga í 18 ár og formaður þess í níu ár, og formaður Sauð- fjárræktarfélags Keldhverfínga í 22 ár. Sigurður hefur sungið í kirkju- kór í 43 ár og var meðhjálpari við Garðskirkju í rúm 20 ár. Auk þess hefur hann sinnt ýmsum fleiri fé- lagsmálastörfum. Hann hefur ritað nokkra smáþætti um þjóðfélag og söguleg efni. Hafa sumir þeirra birst á prenti í Árbók Þingeyinga og fleiri ritum. Sigurður kvæntist 6.11.1948 Jó- hönnu Ólafsdóttur húsmóður, f. 4.2. 1927. Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson, b. á Fjöllum, og kona hans, Friðný Sigurbjörg Sigurjónsdóttir húsmóðir. Foreldrar Ólafs voru Jón Jónsson, b. á Fjöllum, Marteinssonar, Garði í Mývatnssveit, og kona hans, Anna Guðný Sigurðardóttir, ættuð úr Bárðardal. Foreldrar Friðnýjar voru Sigurjón Pétursson og Rósa Jónsdóttir. Börn Sigurðar og Jóhönnu: Ólafur Brynjar, f. 1.4.1946, rekur sendlabíl, kvæntur Ágústu Magnús- dóttir frá Raufarhöfn, búsett í Kópa- vogi, og eiga þau tvo syni. Jón, f. 8.3.1950, b. og bílstjóri í Garði 1 i Kelduhverfi, kvæntur Þor- björgu Bragadóttur frá Sandgerði, og eiga þau þrjú börn. Bjöm Ágúst, f. 4.4.1955, sjómaður og fleira, býr meö Kristínu Björns- dóttur frá Heiðarbót í Reykjahverfi, búsett á Húsavík, og eiga þau þijú börn. Sigurgeir, f. 18.8.1956, húsasmiður á Akureyri, býr með Aðalheiði Magnúsdóttur frá Akureyri, og eiga þau tvö börn. Halldóra Friðný, f. 19.4.1962, d. 26.3.1974. Hálfbróðir Sigurðar, samfeðra: Guðmundur, f. 4.8.1905, d. 1977, lengst af sjómaður. Móðir hans var Ólöf Guðmundsdóttir. Alsystkini Sigurðar: Kristbjörg, f. 31.12.1907, látin, var húsmóðir í sveit, var tvígift, og eignaðist tvö börn; Sigríður, f. 26.7.1908, fyrrum húsfreyja í Krossavík í Þistilfirði, gift Jónasi Gottskálkssyni bónda þar, látinn, nú búsett á Húsavík, og á Sigríður þrjú börn á lífi; Jónína, f. 4.4.1918, búsett á Djúpavogi, gift- ist Jóni Sigurðssyni, og eignuðust þau þrjúböm; Sveinungi, f. 29.1. 1915, b. áTóvegg; Adam, f. 14.9.1921, b. á Tóvegg; Rósa Elísabet, f. 1.1. 1926, búsett á Djúpavogi, gift Stefáni Aðalsteinssyni, og eiga þau sex böm; og Hólmfríður Valgerður, f. 26.4.1927, búsett á Djúpavogi, giftist Gunnari Árnasyni, verkamanni þar, látinn, og eignuðust þau tvö börn. Foreldrar Sigurðar voru Jón Sig- urgeirsson, f. 11.12.1884, d. 19.6.1954, b. á Meiðavöllum, Sultum og Tó- vegg, ogHalldóra Jónsdóttir, f. 24.2. 1886, d. 18.4.1967, húsmóðir. Jón var sonur Sigurgeirs Sigurðs- Sigurður Jónsson. sonar og Kristbjargar Þórarinsdótt- ur, Einarssonar, Hrólfssonar, Run- ólfssonar, Einarssonar, galdra- meistara á Skinnastað, og er það ætt Jóns Maríuskálds. Kona Run- ólfs í Hafrafellstungu var Björg Arn- grímsdóttir, systir Páls á Víkinga- vatni, af Hrólfungaætt. Halldóra var dóttir Jóns Jónsson- ar og Sigríðar Stefánsdóttur, Ind- riöasonar, Stefánssonar á Sfialæk, og er það ætt Jóns Þórðarsonar á Gvendarstöðum. Sigurður verður að heiman i dag. Baldur Baldursson Baldur Baldursson, sjúkrahði og matsveinn, Þorfinnsgötu 2, Reykja- vík, veröur fertugur á morgun, að- fangadag. Baldur er fæddur í Reykjavík og ólst upp í Norðurmýrinni í Reykja- vík. Hann lauk sjúkraliðaprófi 1972 og varð matsveinn frá Hótel- og veit- ingaskólaíslands 1989. Baldurvann sem sjúkrahði á Kleppsspítala 1968-73 og hefur unnið á geðdeildum Borgarspítalans frá 1975. Hann var kyndari á Hval 6 sumrin 1975-77 og verið í sjómennsku í sumarfríum á togurum og millilandaskipum. Baldur kvæntist þann 21.7.1973 Kristínu Gunnarsdóttur, f. 7.5.1953, en þau skildu árið 1981. Bam Baldurs með Ingu Ólöfu Ingimundardóttur er Anna Jóna, f. 5.11.1972. Böm Baldurs með Kristínu eru: Valdimar Kristinn, f. 30.11.1974, og Malena Birna, f. 19.11.1977. Systkini Baldurs em: Björn, f. 9.5.1942, sjónvarpsþýð- andi, kvæntur Guðnýju Helgu Jóns- dóttur, og eiga þau tvö börn. Kolbeinn, f. 14.10.1944, sjúkrahði, kvæntur Gyðu V. Kristinsdóttur sjúkrahða og eiga þau eitt barn. Bragi Sigurður, f. 28.12.1952, raf- virki, kvæntur Málfríði Ásgeirs- dóttur læknaritara og eiga þau þijú börn. Foreldrar Baldurs: Baldur Kol- beinsson, f. 1.1.1914, d. 20.4.1981, vélstjóri í Reykjavík, og Anna Guð- björg Björnsdóttir, f. 15.12.1914 í Stafangri í Noregi, húsmóðir. Baldur var sonur Kolbeins skip- stjóra Þorsteinssonar, b. á Mel í Hraunhreppi og í Bakkabúö í Reykjavík, Helgasonar, b. á Mel, Brandssonar. Móðir Kolbeins var Guðný Bjarnadóttir, b. og skipasmiðs í Straumfirði á Mýrum, Einarssonar, og Amdísar Árnadóttur, b. í Kal- manstungu, Þorleifssonar. Móðir Baldurs Kolbeinssonar var Kristín Vigfúsdóttir, Höskuldsson- Baldur Baldursson. ar, frá Fjalli á Skeiðum, Vigfússon- ar. Móðir Vigfúsar Höskuldssonar var Ástríður Ólafsdóttir, vinnukona á Fjalli. Móðir Kristínar var Sigríð- ur Vigfúsdóttir, b. á Grund í Skorradal, Gunnarssonar, og Vig- dísar Auðunsdóttur, prests á Stóru- vöhum, Jónssonar. Baldur Helgason Baldur Helgason öryrki, Kumb- aravogi, Stokkseyri, er sextugur í dag, Þorláksmessu. Baldur er fæddur í Reykjavík og starfaði þar lengst af sem verkamaður. Foreldrar hans vora Helgi Þor- kelsson klæðskeri, f. 16.12.1886, og Guðríður Sigurbjömsdóttir húsmóðir, f. 6.10.1998. Baldur tekur á móti gestum kl. 15 á annan dag jóla að Karfavogi 15. 85 ára Jens Kristinn Sigurðsson, Garðastræti 14, Reykjavlk. Markús Böðvarsson, Víkurbakka 16, Reykjavík. Karlotta Jóhannsdóttir, Höföahlíð 7, Akureyri. Sybiha M. Guðmundsson, Meistaravöllum 17, Reykjavík. Sveinbj örn Jakobsson, Móabarði 30, Hafharfirði. Bjarni Ágústsson, 1 Meistaravöllum 15, Reykjavík. Ingimar Brynjóifsson, Ásláksstöðum, Arnarneshreppi. Serina Stefánsdóttir, Nesgötu 20, Neskaupstað. Örlygur Björnsson, Blesugróf 1, Reykjavík. Böðvar Ingimundarson, Lyngholti, Laugarvatni, Laugar- dalshreppi. Sigurður Hansen, Kringlumýri, Akrahreppi. Úlfur Þór Karlsson, Lágholti 7, Mosfellsbæ. Gerður Sigurgeirsdóttir, Gránufélagsgötu 41, Akureyri. Halldór Grímsson, Hjarðarhaga 60, Reykjavík. HlífSvavarsdóttir, Dyrhömrum 6, Reykjavík. MuoiA.Huynh, Rekagranda 7, Reykjavík. Sigrún Hvanndal Magnúsdóttir, Víðimel 45, Reykjavík. ÞórirKjartansson, Smyrlalirauni 38, Hafnarfirði. Örn Sveinbjörnsson, Móabarði 4, Hafnarfirði. Guðmundur Þ Jónsson Bili bíllinn getur rétt staðsettur VIÐVÚRUNAR ÞRÍHYRNINGUR skipt öllu máli UK FERÐAR Guðmundur Þ Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks, Bhkahólum 2, Reykjavík, verður fimmtugur á jóladag. Guðmundur er fæddur á Gjögri í Árneshreppi og lauk fullnaöarprófi frá Finnbogastaðaskóla í Árnes- hreppi 1953. Hann vann verka- mannavinnu og verslunarstörf í Reykjavík 1953-’60 og í Sápugerð- inni Frigg 1960-’63. Guðmundur vann í Sælgætisgerðinni Opal í Reykjavík 1966-’73 og hefur verið í stjóm Iðju frá 1967, varaformaður 1970-’86 og formaöur frá 1986. Hann hefur verið í stjóm Landssambands iðnverkafólks frá stofnun 1973, for- maður frá 1978, og starfsmaður sam- takanna ftá 1.5.1973 og starfsmaður Iðjufrál.l. 1974. Guðmundur hefur verið í mið- stjóm Alþýðusambands íslands frá 1976 og fulltrúi þess í stjórn At- vinnuleysistryggingasjóðs frá 1979. Guðmundur var í stjórn Byggingar- sjóðs Reykjavíkur 1980-’82 og í stjóm Verkamannabústaða í Reykjavík 1982-’86. Hann var í mið- stjóm Alþýðubandalagsins 1978—’81 ogvarborgarfulltrúiíReykjavík . 1978-’82. Guðmundur á tvö böm, Stellu Maríu, f. 23.3.1970, og Hfimar Þór, f.24.5.1972. Systkini Guðmundar eru: Fjóla, f. 15.7.1918, bjó með Eiríki Lýðssyni, sjómanni á Víganesi í Strandasýslu, en hann er látinn; Magnús, f. 25.10. 1920, verkamaður í Keflavík, kvænt- ur Önnu Lilju Gísladóttur; Ingimar, f. 12.10.1922, rafvirkjameistari í Reykjavík, kvæntur Halldóru Ing- unni Guðmundsdóttur, dóttursonur þeirra er Ingimar Jóhannsson, fræðimaður í Rvík; Guðbjörn Gunn- ar, f. 4.4.1926, vélvirki í Reykjavík, kvæntur Hildi Jónsdóttur; Margrét Jóna, f. 13.9.1928, gift Birni Dags- syni, afgreiðslumanni í Keflavík; Lilja, f. 6.8.1930, gift Páli Sæmunds- syni, vélstjóra á Djúpuvík, nú í Reykjavík; Kristín, f. 1.4.1932, gift Sigbimi Brynjólfssyni, kaupmanni á Hlööum í Fellahreppi í Norður- Múlasýslu; Guðrún, f. 12.5.1933, búsett í Reykjavík; Gísli, f. 15.4.1935, verkstjóri í Keflavík, kvæntur Ás- dísi Bjarneyju Óskarsdóttur; Guð- ríður Hallfríður, f. 27.11.1936, gift Ólafi Gunnarssyni, sölumanni í Reykjavík; og Ingibjörg Jakobína, f. 13.8.1938, giftEinari Erni Guð- jónssyni, múrarameistara í Reykja- vík. Foreldrar Guðmundar voru Jón Magnússon, b. og sjómaður á Gjögri í Ámeshreppi, og kona hans, Bjam- veigFriðriksdóttir. Jón var sonur Magnúsar, hús- manns á Gjögri, Jónssonar, b. í Tungugröf, Guðbrandssonar, b. í Tungugröf, Ólafssonar. Móöir Guðbrands var Ingibjörg Guðbrandsdóttir, b. á Bakka í Geiradal, Magnússonar, bróður Er- lends, langafa Guðmundar, afa Kar- vels Ögmundssonar, útgerðar- mannsíNjarðvík. Móðir Jóns á Gjögri var Lilja Þor- bergsdóttir, b. í Reykjarvík, Björns- sonar, b. í Klúku í Bjarnarfirði, Bjarnarsonar. Móðursystir Guðmundar var Jak- obína, amma Einars Karls Haralds- sonar ritstjóra og Magnúsar Stein- þórssonar, gullsmiðs og kastalaeig- anda, og Álfheiðar Steinþórsdóttur sálfræðings. Einn af móðurbræð- rum Guðmundar var Þorleifur, afi Steinunnar Brynjúlfsdóttur, meina- tæknis hjá Krabbameinsfélaginu, konu Halldórs Guðbjarnasonar, fv. bankastjóraútvegsbankans. Þor- leifur er einnig afi Hjálmfríðar Sveinsdóttur, skólastjóra Bama- skólans í Vestmannaeyjum og Þor- leifs Jónssonar, bókavarðar á Landsbókasafni og Háskólabóka- safni. Bjarnveig var dóttir Friðriks, sjó- manns á Gjögri, Friðrikssonar. Móðir Bjarnveigar var Ingibjörg (systir Þórðar, afa Þórðar Ólafsson- ar, formanns verkalýðsfélagsins Boðans í Þorlákshöfn) Magnúsdótt- Guðmundur Þ Jónsson. ir, b. og skálds á Borgum í Hrúta- firði, Magnússonar, b. á Laxárdal, ættföður Laxárdalsættarinnar, bróður Arndísar, langömmu Stef- áns í Hvítadal og Guðbjargar, ömmu Nínu Bjarkar Árnadóttur rithöf- undar. Arndís var einnig langamma Jensínu, langömmu Friðriks Sop- hussonar. Magnús var sonur Magnúsar, b. á Stóru-Hvalsá, Bjarnasonar. Móðir Ingibjargar var Kristín, systir Sol- veigar, ömmu Jóns Jónssonar, skálds í Ljárskógum. Kristín var dóttir Jóhanns, b. í Laxárdal í Hrútafirði, Ólafssonar. Guðmundur tekur á móti gestum í félagsheimih rafiðnaöarmanna í Austurveri, Háaleitisbraut 68, fimmtudaginn 28. desember á milli kl. 17 og 19.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.