Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Blaðsíða 32
40 LAUGARDAGUJi 23. DESEMBER 1989. Ný bók; Gullfoss, lífið um borð: í vindlingum, viskíi og villtum meyjum - með Flosa Ólafssyni í gleðiferð Margireldri íslending- arminnastoftgóðra daga sem þeir áttu í ferð með Gullfossi. Nokkrir þeirra hafa nú sagt frá þessum góðu * dögumsem ungafólk- ið hefur heyrt talað um en ekki fengið að upp- lifa. í bókinni Gullfoss, lífið um borð, eru frá- sagnir nokkurra þekktra persóna, þeirra heppnu sem upplifðu siglingutil útlandaá þeim tíma á þessum glæsta farkosti íslend- inga. Sannarlega var það eitthvað annað en skottúrtil Köbeneins og við þekkjum á tíma þotunnar. Helgarblað- iðgluggaði íkafla í bókinni sem sá bráð- snjalli Flosi Ólafsson ritar. Farþegar í fyrstu (erð Gullfoss voru að vonum spenntir enda ævintýraferð framundan. Alltaf var viss stemmning niðri á bryggju þegar Gullfoss var að fara eða koma. ' Þegar afraksturinn af síðari heimsstyrjöldinni - stundum kallað- ur stíðsgróði - var uppurinn og ís- lenska efnahagsundrið í burðarliðn- um stóð ég eins og á krossgötum, var á tímamótum í lífi mínu, svo maður sé nú jafnhátíðlegur eins og tilefni er til. Ég hafði reynt við allmargar grein- ar háskólanáms án þess að verða til- takanlega hugfanginn af neinni þeirra, enn ungur maður og galvask- ur, ef ég man rétt, og þóttist fær í flestan sjó. Þetta var réttum hundrað árum eftir að verslun var gefin frjáls, . flmmtíu árum eftir að kveikt hafði verið á fyrstu ljósaperunni á íslandi, árið sem Halldór Laxness fékk nób- elsverðlaun og Ásgeir Ásgeirsson forseti fór með Gullfossi í opinbera heimsókn til Noregs, árið sem ég sigldi í fyrsta sinn til Kaupmanna- hafnar með Gullfossi, árið sem K.K. sigldi á sama farkosti sömu leið og sömu ferð með sextettinn sinn á leið- inni til Þýskalands til að spila fyrir Ameríkumenn þar í landi og Haukur Morthens söng inn á plötu með Grau- engaard og dönskum telpnakór og er fyrir bragðið enn þann dag í dag . elskaður um allar jarðir. Þetta var mesta óþurrkasumar í manna minnum á íslandi. Og aldrei höfðu Danir, frá því að mælingar hófust, notið jafnmargra sólskinsstunda eins og þetta sumar. Þetta var sem sagt á því herrans ári 1955. Farþegar sóla sig á dekkinu. Köben-nafli alheimsins Ekki var enn búið að finna upp sólarlandaferðimar. Hugtakið var held ég ekki til en þjóðin sem óðast að komast upp á lagið með að hleypa heimdraganum, „fara í siglingu", eins og það var þá kallað. Kaupmannahöfn var þá enn - er mér nær að halda - nafli alheimsins. Til Kaupmannahafnar var að vísu hægt að komast fljúgandi en ákaflega margir völdu þann kostinn að sigla með „flaggskipi íslenska flotans“, Gullfossi, af ástæðum sem ég gæti svo sem reynt að tilgreina hér. Þetta var fimm daga ferð. Þrír dag- ar til Leith og tveir til „Hafnar". Fæði og húsnæði alla leiðina, ljós og hiti að ógleymdum ýmsum öðrum dásemdum sem of langt yröi upp að Ölkærir gleðimenn og vínhneigðir eygðu fljótt þá staðreynd að ef siglt væri með Gullfossi gæfist ómetanlegt tækifæri til að helga sig hugðarefn-. um sínum sleitulaust í flmm daga og fimm nætur. Sumir stórgræddu meira að segja á siglingunni, því að guðaveigamar vom tollfrjálsar. Menn sögðu sem sVo: - Ég hefði verið fullur hvort sem var, og báru svo saman hvað það kostaði að vera fullur í flmm daga í landi og hvað um borð í Guilfossi. Mismunurinn var síðan færður sem gróði og á þessum umsvifum uröu sumir auðugir menn á fimm dögum. Skyndikynni um borð Hvort menn sem vom mikið upp á kvenhöndina eða vergjarnar konur sóttust sérstaklega eftir því aö sigla með Gullfossi læt ég ósagt. Slíkt yrði getgátur einar þar sem ekki hefur enn verið unnið úr þeim fróðleik sem kynni að liggja fyrir um þau efni. Hitt er svo annaö mál, að fullvíst má telja að komið hafi fyrir að stofn- að hafi verið til skyndikynna í þess- ari siglingu sem er auðvitað bara af því góða, sérstaklega ef ástin eina og sanna fylgir í kjölfarið. Með þetta að leiðarljósi hafa sjálf- sagt margir tekið sér far með Gull- fossi til Kaupmannahafnar. Nú er frá því að segja að þetta var á þeim árum þegar enn þótti ekki orðinn ljóður á ráði kvenna að sinna þeirri köllun að halda heimili, elda mat og standa, eins og það er kallað, „sína phgt“. Menntun í þessum efnum sóttu stúlkur gjarnan til Danmerkur og af þeim sökum var Gullfoss stundum drekkhlaðinn gjafvaxta ungmeyjum sem hugðu á framhaldsnám í matar- gerð og almennum heimilisvísind- um. Sómakærir feður létu það ekki spyijast að þeir gæfu dætur sínar vanhæfar til að sinna skyldustörfun- um. Menntastofnanirnar voru kallaðar Husholdningsskoler á dönsku en húsmæðra- eða grautarskólar á ís- lensku, þó það væri nú, þegar öllu var á botninn hvolft, þversögn. Sannleikurinn er nefnilega sá að stúlkur sem lært höföu að sjóða graut og elda fisk hjá móður sinni í föðurgarði týndu stundum niður þeirri þekkingu í grautarskólanum, en lærðu þess í stað 'að raða upp kúvertum fyrir veislur, löngum röð- um af hnífum og göfílum, glösum og staupum sitthvorumegin við diskana og vanræktu síöan að afla sér endur- menntunar í því að hleypa uppá fiski eða búa til mannsæmandi graut. Menntakonur úr grautarskóla Þessar ungu, fallegu og elskulegu menntakonur settu oft mikinn svip á farþegahópinn um borö í Gullfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.