Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989. 57 Afmæli Brynjólfur Vilhj álmsson Brynjólfur Vilhjálmsson vélstjóri, Álftamýri 26, Reykjavík, verður sex- tugurájóladag. . BrynjólfurfæddistíReykjavíkog ólst upp hjá móður sinni og fóstur- fóður, Haraldi Ásgrímssyni verka- manni, f. 1902, en Haraldur er nú látinn. Brynjólfur lauk prófi frá Iðnskól- anum í Reykjavík og sveinsprófi í rennismíði 1953 en vélstjóraprófi lauk hann frá Vélskóla Islands 1958. Brynjófur hefur unnið margvísleg störf: Hann starfaði m.a. á vélaverk- síæöi Sementsverksmiðju ríkisins 1958-66, var vélstjóri við Grímsár- virkjun 1966-70 og á skipum SÍS 1970-73. Hann vann við hraunkæl- ingu og fleira í Vestmannaeyjum 1973, var verkstjóri í Sigölduvirkjun 1974-76 og vann við Kröflu 1977. Hann vann í Stálvík í Garðabæ til 1980, við innheimtustörf hjá Þjóð- viljanum til 1987 en hefur síðan starfað hjá Landsbankanum. Brynjólfur var í stjórn Félags jámiðnaðarnema 1950-53 og í stjórn Iðnnemasambandsins sömu ár. Hann var formaður Æskulýðsfylk- ingarinnar 1952-53 og fyrsti formað- ur Starfsmannafélags Sementsverk- smiðju ríkisins 1959-62. Þá var hann formaður Alþýðubandalagsfélags Akraness um skeið og var varabæj- arfulltrúi Alþýðubandalagsins þar. Kona Brynjólfs er Sigríður Hall- dórsdóttir verslunarmaður, f. 21.6. 1930, dóttir Halldórs Davíðssonar, b. á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, og konu hans, Halldóru Eyjólfsdótt- ur. Eitt barn Sigríðar, Smári Viðar Grétarsson, ólst upp hjá þeim Brynj- ólfi. Fyrri kona Brynjólfs var Ingibjörg Ingimarsdóttir, f. 12.2.1930. Synir þeirra eru Ingimar, f. 6.10.1955, nú bifreiðarstjóri, bamlaus, og Harald- ur, f. 5.11.1959, stúdent, búsettur í Færeyjum og starfsmaður við fisk- eldisstöð þar; hann á fimm börn. Brynjólfur á þijár systur sam- mæðra. Þær eru Jóhanna Hjaltalín, f. 18.9.1920, d. 26.12.1981; Halldóra Sigurðardóttir, en hún flutti til Bandaríkjanna, og Ingibjörg Daní- elsdóttir, f. 18.10.1924. Uppeldissystir Brynjólfs er Edda Clausen, f. 23.5.1939, búsett í Nes- kaupstað. Systkini Brynjólfs samfeðra eru Karl Ágúst Vilhjálmsson, f. 24.6. 1935, sjómaður, nú látinn; Bjarni B. Vilhjálmsson, f. 16.11.1936, sjómað- ur; ísleifur Vilhjálmsson, f. 23.4. 1938, og Auður Kristjana Vilhjálms- dóttir, f. 24.8.1941. Foreldrar Brynjólfs: Vilhjálmur AlbertTorfason, f. 3.4.1906, drukkn- aði meö togaranum Jóni ÓMssyni 23.10.1942, sjómaður í Reykjavík, og Ingibjörg Jónsdóttir, f. á Tjömum í Eyjafirði, 1.9.1899, d. 24.2.1975. Systkini Vilhjálms samfeöra vom Guðmundur, f. 8.12.1905, enn á lífi í Reykjavík; Guðbjörg, nú látin; Guðfinna, nú látin; Elín, sem er lát- in, og Ingibjörg Torfadóttir sem er búsett í Reykjavík. Meðal hálfsystk- ina Vilhjálms sammæðra var Sal- manía Jóhannesdóttir, móðir Styrmis Gunnarssonar ritstjóra. Vilhjálmur var sonur Torfa Guð- mundssonar, sjómanns á Ósi í Bol- ungarvík og á Isafirði, d. 1927, og Sigríðar Guðrúnar Auðunsdóttur, f. 1876, d. 1952, systur Margrétar, konu Haralds Blöndal ljósmyndara, en meðal sona þeirra voru Sölvi Blöndal hagfræðingur og Lárus bókavörður, faðir Halldórs alþingis- manns, Haralds hrl. og Benedikts hæstaréttardómaraBlöndal. Sigrið- ur Guðrún var dóttir Auðunar Her- mannssonar, hreppstjóra á Svarf- hóh í Álftafirði, en Auðunn er tahnn sonur Jóns kraftaprests Ásgeirsson- ar á Rafnseyri, foður Friðriks í Rafnseyrarhúsum, afa Guðmundar J. Guðmundssonar í Dagsbrún. Annar sonur Jóns var Ásgeir hrepp- stjóri á Álftamýri, afi dr. Matthíasar Jónassonar sálfræðings, föður Björns hagfræðings. Móðir Sigríðar Guðrúnar og fyrri kona Auðunar var Guðbjörg Rannveig, f. 1850, ísleifsdóttir á Bakka í Hnífsdal, Jónssonar. Torfi var sonur Guðmundar, b. á Bassastöðum og Kirkjubóli á Ströndum, Guðmundssonar, b. á Ósi og Kirkjubóh, Guðmundssonar, b. á Gilsstöðum, Ósi og Aratungu í Strandasýslu, Guðmundssonar, b. á Eyri í Mjóafirði vestra, Daðasonar, b. á Blámýrum, Sigurðssonar á Strandseljum í Ögursveit, Torfason- ar. Móðir Guðmundar á Ósi og Kirkjubóli var Þórunn Hafliðadótt- ir, b. á Ármúla, Jónssonar, b. þar, Guðmundssonar. Móðir Guðmund- ar á Bassastöðum var Helga Björns- dóttir, b. á Kleifum á Selströnd, Björnssonar, b. þar, Sigurðssonar. Móðir Torfa Guðmundssonar var Guðrún, d. 1931, Ólafsdóttir á Ból- stað og Gjögri, Ólafssonar og Önnu Guðmundsdóttur. Anna var dóttir Guðmundar Einarssonar, b. á Kleif- um á Selströnd, bróður Ásgeirs, al- þingismanns á Kollafjarðarnesi og Þingeyrum, afa Ásgeirs Jónssonar, rithöfundar frá Gottorp. Aðrir bræður Guðmundar á Kleif- um voru Torfi, alþingismaður á Kleifum, Jón, skipstjóri á Sveinseyri í Dýrafirði, og Magnús, b. á Hvilft í Önundarfirði, langafi Hjálmars Finnsspnar, fyrrv. framkvæmda- stjóra Áburðarverksmiðjunnar, og Gunnlaugs, b. í Hvilft, fyrrv. al- þingismanns. Systir Guömundar á Kleifum var Ragnheiður, móðir Guðlaugar, konu Torfa Bjarnasonar í Ólafsdal, afa Torfa Ásgeirssonar hagfræðings, Snorra Hjartarsonar skálds, Torfa Hjartarsonar, fyrrv. Sveinbjörg Kristjánsdóttir Sveinbjörg Kristjánsdóttir hús- freyja, Bröttuhlíö á Tjömesi, verður sjötug annan í jólum, 26. desember. Sveinbjörg er fædd í Syðritungu á Tjömesi. Hún og eiginmaður henn- ar bj uggu fyrst nokkur ár á Hóli á Tjörnesi en síðan um skeið á Húsa- vík og fluttust eftir það í Breiðuvík. Fyrir allmörgum áram byggðu þau sér hús ofan við Breiðuvík og köh- uðu Bröttuhhð þar sem þau búa núna. Sveinbjörg giftist þann 5.6.1943 Kára Leifssyni, f. 28.5.1922. Foreldr- ar hans voru Leifur Sigurbjömsson, b. á Sandhóh og ísólfsstööum, og Unnur Ragnheiður Valdimarsdótt- ir. Börn Sigurbjargar og Kára eru: Kristján, f. 1944, b. á Ketilsstöðum á Tjörnesi, kvæntur Önnu Maríu Sigurðardóttur frá Smjörhóh i Öx- arflrði, og em börn þeirra tvö. Guöný, f. 1946, gift Jónasi Jónssyni frá Knútsstöðum, og eru böm þeirra þrjú en auk þess á Guðný tvo syni. Unnur, f. 1948, gift Jóni Jóhanns- syni, b. í Víðiholti í Reykjahverfi, ogeigaþautvosyni. Smári, f. 1951, b. í Breiðuvík á Tjömesi, kvæntur Stefaníu Gylfa- dóttur frá Norðfirði, og eiga þau 4fjögurbörn. Alsystkini Sveinbjargar eru: Andrés, kennari og blaðamaður, kvæntur Þorgerði Kolbeinsdóttur frá Stóra-Ási í Borgarfirði, og Sören sem lést á barnsaldri. Börn fóður hennar og annarrar eiginkonu hans, Önnu Sigríðar Ein- arsdóttur frá Reykjahhð, eru: Snæ- björn, húsasmiður á Laugabrekku, kvæntur Helgu Jósepsdóttur frá Breiðumýri, og Sigríður húsmæðra- kennari, gift Jónasi Kristjánssyni frá Fremstafelli, forstöðumanni Stofnunar Árna Magnússonar í Reykjavík. Barn fóður hennar og þriöju konu hans, Kristjönu Sigvaldadóttur frá Fljótsbakka, er Karl, bifreiðarstjóri á Húsavík, kvæntur Hrefnu Stein- grímsdóttur. Foreldrar Sveinbjargar voru Kristján Júlíus Jóhannesson, f. 31.7. 1883, d. 8.7.1938, b. í Syðritungu og Héðinshöfða á Tjörnesi og Hriflu í Ljósavatnshreppi og víðar, og kenn- ari, og fyrsta kona hans, Friðfinna Sörensdóttir, f. 19.9.1892, d. 13.8. 1920, frá Máná á Tjömesi. Foreldrar Kristjáns vom Jóhann- es Sigurðsson, b. í Laugaseli í Reykjadal, og Sesselja Andrésdóttir Brynjólfur Vilhjálmsson. tollstjóra og ríkissáttasemjara, og Ásgeirs, bókavarðar og rithöfundar. Guðmundur á Kleifum var sonur Einars, hreppstjóra og dbrm. á Kollafjarðamesi, Jónssonar, hrepp- stjóra í Miðdalsgröf, Brynjólfssonar á Heydalsá, Guðmundssonar og er það ætt Einars sálmaskálds í Eydöl- um. Ingibjörg, móðir Brynjólfs, var dóttir Jóns Jónssonar, smiðs á Ak- ureyri, d. 1941, og konu hans, Júh- önuJónsdóttur. Júhana var dóttir Jóns Einarsson-V' ar, b. á Höskuldsstöðum í Austur- Húnavatnssýslu, og Soffíu Everts- dóttur. Foreldar Jóns smiðs voru Rósa Sigurðardóttir og Jón, b. á Króks- stöðum í Eyjafirði, Jónsson, b. á Bringu, Gottskálkssonar, b. á Bitm í Eyjafirði, Oddssonar, b. á Hóls- húsum, Gottskálkssonar á Vetur- liðastöðum, Oddssonar, b. þar, Hall- grímssonar. Sveinbjörg Kristjánsdóttir. fráFagranesi. Foreldrar Friðfinnu vom Sören Einarsson, b. á Máná, og Sigurbjörg Friðbjörnsdóttir frá Sílalæk. Andlát Guðjón Jóhannsson skipstjóri, Smáratúni 4, Keflavík, lést að morgni fimmtudagsins 21. desember. Sigurður Oddur Sigurðsson, Háaleit- isbraut 56, stöðvarstjóri í gufuafls- stöðinni við Elliðaár, lést í Landspít- alanum 21. desember. Óskar Jónsson, Rauðarástíg 38, lést að heimili sínu 21. desember, Oddný Jónsdóttir frá Narfastöðum lést 20. desember. Stefán A. Pálsson, Stigahlíð 4, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 21. desember. Bjarni Jónsson vélstjóri, Espigerði 4, Reykjavík, lést 22. desember. Sigurður Þorvaldsson, Sleitustöðum, er látinn. Tilkyimingar Jólauppákomur í miðbænum í dag, laugardaginn 23. des., á Þorláks- messu, verða eftirfarandi uppákomur í miðbænum. Jólasveinar verða á ferð og flugi um allan miðbæinn með ýmiss kon- ar glens og gaman. Kl. 13 og 16 fara nokkrir sveinar frá Hlemmi niður Lauga- veginn. Kl. 14 fara aðaljólasveinninn og Paddington bangsi klyfjaðir stórum pok- um fullum af pökkum niöur Laugaveginn og dreifa pökkum til barnanna. Kl. 16 byrjar Háskólakórinn göngu sína niður Laugaveginn og syngur jólalög allt til kl. 18 er hann gengur í lið með hinni árlegu friðargöngu er hefst þá. Allar verslanir verða opnar til kl. 23 í dag. Verslanir verða lokaöar á aöfangadag. Dómkórinn flytur jólalög á útitaflinu kl. 20. Tveir strætisvagnar munu ganga um mið- bæinn í dag sem leið liggur frá Hlemmi, niður Laugaveg, inn á Lækjargötu, upp Skúlagötu og aftur á Hlemm. Miðbæjar- strætisvagninn mun stöðva við stóru bílastæðin á Skúlagötu og að sjálfsögðu verður frítt i strætó. Þannig eru allir hvattir til að minnka mengunina í mið- bænum og leggja bílunum og njóta hinn- ar ósviknu jólastemmningar gangandi. Hitt, nýtt unglingablað Nýlega hóf göngu sína poppblaðiö Hitt. 1. tölublað er komið út. I blaðinu er m.a. fjallað um myndbönd, erlendar og ís- lenskar hljómplötur, stjörnuspeki, ungÞ, ingaskemmtistaðina, áfengismál, Utvarp unga fólksins og fl. Þá er að finna þar tískuþátt, snyrtiþátt, lauflétt slúður og fl. Útgefandi er Hitt hf., Skipholti 50a, og er ritstjóri Steinar Viktorsson. Blaðið fæst á öllum blaðsölustöðum og kostar kr. 390 í lausasölu. Tilboð á skötu á bæjarins besta fiski Bæjarins bestu fiskur, Hafnarstræti 5, býður upp á skötu á tilboðsveröi, kr. 650, í dag í tilefni jólanna, Staðurinn sérhæflr sig í gerð fiskrétta og býður upp á marg- réttaðan fiskseðil. Alþýðuflokksfélag Kópavogs 40ára Alþýðuflokksfélag Kópavogs verður 40 ára 27. desember nk. I tilefni afmæhsins hefur félagiö opið hús milh kl. 17 og 19 i Félagsheimili Kópavogs, 1. hæð, þann 27. des. nk. Ailir eru velkomnir. Jólahelgistund í Hallgrímskirkju Vhtu slappa af ögn eftir annasaman dag, með guðsorð í þjarta, koma skapinu í lag. í kvöld, Þorláksmessukvöld, kl. 23.30 verður jólahelgistund í Hahgrímskirkju. Sungnir verða jólasálmar og flutt verður hugvekja og helgheikur. Allir velkomnir. „Það er á tæru“ Nú er samkeppninni um nýtt slagorð fyr- ir Sprite lokið og fyrir valinu var slagorð- ið „Það er á tæru“. Einnig var efnt til samkeppni hjá verslunum um bestu framstillinguna á Sprite vörum og var keppt í 3 flokkum, flokki stórmarkaða, hverfaverslana og sölutuma. Vegleg verðlaun voru í boði, ferð fyrir 2 th Amst- erdam. Þær verslanir, sem þóttu hafa bestu framstillinguna, voru Mikhgarður við Sund, Spesían, Garðabæ, og Skagfirð- ingabúð á Sauðárkróki. Á myndinni tekur Þröstur Ólafsson hjá Kron við viðurkenningu fyrir hönd Miklagarðs frá sölustjóra Vífilfells hf., Bæring Ólafssyni. t Maðurinn minn, Stefán A. Pálsson, Stigahlíö 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 21. desember. Hildur E. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.