Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1989, Side 17
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989. 17 Michael Dudikoff leikur aöalhlut- verkið í Dauðafljótinu sem gerð er eftir spennusögu Alistair McLe- an. Háskólabíó: Dauða- fljótið Aödáendur ritverka Alistair McLean eru margir hér á landi og seljast bækur hans grimmt um hver jól. í ár verður tvöfóld ánægja fyrir aödáendur hans, því Háskóla- bíó frumsýnir Dauðaíljótið (River of Death) sem byggð er á skáldsögu eftir Alistair Mclean. Eins og í flestum ritverkum McLean er söguþráðurinn spenn- andi. í byijun myndarinnar erum við stödd í nauðungarbúðum nas- ista í seinni heimsstyrjöldinni. Er verið að gera óhugnanlegar til- raunir meö veiru sem gerir það að verkum að aðeins þeir „óæðri“ drepast af henni, eða allir nema hvítir menn af aríakynstofni. Myndin gerist svo að megninu til tuttugu árum seinna í frumskógum Amazonsvæðisins þar sem tilraun- unum er haldið áfram. Aðalhlut- verkið leikur Michael Dudikoff, leiðsögumanninn John Hamilton sem óvænt leiðist inn í atburðarás sem getur haft örlagaríkar aíleið- ingar á allt mannkynið. -HK Rick Moranis leikur vísindamann- inn i Elskan, ég minnkaði börnin sem minnkar börnin sín niður i örverur. Sviðsljós Albert prins í vafasömum félagsskap Það ríkir lítil gleði við hirðina í Mónakó yfir nýju vinkonunni hans Alberts prins. Hún heitir Patrizia Pellegrino og vinnur fyrir sér sem hálfgerð fatafella á skemmtistað. Sögur herma að Albert sé óvenju- lega spenntur fyrir þessari stúlku en aðrir fjölskyldumeðlimir hugsi til hennar með hryllingi. Patriziu finnst ekkert athugavert við að sýna sig fáklædda og segist ekki skammast sín fyrir kroppinn sinn. Patrizia býr í Róm en skreppur til Monte Carlo um helgar til að eyða þeim með kærastanum. Sam- band Alberts og hennar hefur stað- ið í hokkrar vikur og nálgast það persónulegt met hvað hann snertir. Þau hafa þekkst mun lengur eða í fimm ár. Patrizia segir að henni hafi frá upphafi líkað við Albert og fundist hann aðlaðandi og greindur strákur. Hins vegar óraði hana ekki fyrir því að hann væri jafn- spennandi við nánari kynni og raun ber vitni. Menn spyrja sig nú hvort Patriziu takist að klófesta vinsælasta prins- inn í Evrópu. Hún sjálf er ekki í vafa um það en bætir við. „Sú sem hreppir Albert verður hamingju- samasta kona í heimi.“ Albert prins og Patrizia eyða öllum helgum saman í Monte Carlo. Eirtdaginner 2Zdesember vegna söluskatts í nóvember A Æm ð gefnu tilefni er athygli vakin á því að eindagi söluskatts vegna nóvembermánaðar 1989 er miðvikudagurinn 27. desember 1989. Forðist örtröð -gerið skil tímanlega RSK RlKISSKATTSTJÓRI IL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.