Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Side 15

Eimreiðin - 01.01.1901, Side 15
i5 [Gissur og Hjalti] mæltu«. Orðin eru skýrð svo, sem þeir haíi talað »langt um betur en aðrir« og þessir »aðrir« hafi því hlotið að tala líka. En þetta er röng skýring; orðin þýða blátt áfram »að það haíi verið frábært, hve osfrv. eða, að þeir hafi talað frábær- lega vel« — eins og við segjum nú. Orðin gera alls ekki ráð fyrir því, að aðrir hafi talað. Ég er heldur ekki í neinum vafa um, að orð Kristnisögu eru rétt. Pað er aftur og aftur það sama, sem vér sjáum, að her heiðingja var höfuðlaus. Með þessu gæti ég látið staðar numið. Kristnisagan á þingi árið iooo er svo ljós og opinská, að hún ein nægir, eins og hún er skráð í heimildarritunum. Éað er líka einhver sú fegursta kristni- tökusaga, sem veröldin á. Ég hef nú því við að bæta, að ég vildi óska, að höf. hefði stilt sig um að blanda Völuspá inn í alt þetta mál (sbr. io. og 56.—6i. bls.). Pó að hon um finnist vera hægt að koma henni þar að, þá er óvissan um aldur og átthaga kvæðisins jafnmikil fyrir því. Pað má hann vita, að það er jafnhægt að setja kvæðjð í samband við norska atburði og aldarhætti og enda hægara. Og það dugir ekki vitund, að hann hrópar: »Sýni þeir, sem halda því fram, að kvæðið sé ort annarstaðar, að það eigi sér þar eins góðan eða betri sögulegan bakhjarl«. Petta er búið að sýna fyrir lifandi löngu. Að endingu skal ég þó geta þess, að það er mér algjörlega óskiljanlegt, með hve mildum þráa höf. fylgir því, að kvæðið sé ort af kristnum manni. Éótt það væri íslenzkt og ort á þeim tímum, sem höf. ætlar, er það alveg fráleitt, að kristinn maður sé höfundur þess. Slíkt er, hvernig sem annars á kvæðið er litið, mér liggur við að segja líkamlega ómögulegt. Éessi skoðun er tóm kredda eða kreddufesta, og hún kemur oftar við og það meinilla. Svo er t. d. um skýringuna á bera í níðvís- unni um þá Porvald og Friðrik: »Hefir börn borit [ byskup níu | þeira er allra | Porvaldr faðir«. Höf. segir að beinast liggi við »að skilja hana sem klúr brigzlyrði«. Éetta er hverju orði sann- ara. Pessi hugsun, að karlmenn stundum breytist í konur, hittist svo oft í fornöld, að enginn vafi er á því, hvernig orðin eiga að skiljast. Til allrar ógæfu vill höf. grafa dýpra og finnur í vísunni orðaleik og »skop um skírnina1 og hugmynd kristinna manna um guðsifjar« (18. bls.). Bera á hér að geta merkt »að hefja að Gleiðletrað af mér.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.