Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 4

Eimreiðin - 01.01.1901, Blaðsíða 4
4 þessi stefna ríkust, og vísindi Dana hafa miklu meiri blæ gæt- innar dæmigreindar og vísindalegrar stillingar, mér liggur við að segja »heilbrigðrar skynsemi« — en flestra annara þjóð'a. Og eftir því ættum vér íslendingar að líkja. I þessu nýja riti höf. hefur hann horfið aftur að sömu að- ferðinni og hann hafði í riti sínu um rúnirnar, þ. e. reist alt of miklar og glæsilegar hugsunarbyggingar á grundvelli, sem er mjög langt frá því að vera jarðfastur. Af þessari orsök finst oss það skylda að ræða þetta rit og efni þess; það eru merkir tímar, sem hér er um að ræða, og það er alt of mikið í húfi til þess, að svo merkilegar skoðanir, sem höf. ber fram, séu látnar hlutlausar eða, það sem er enn verra, hafnar upp á hástól af þindarlausum lof- kviðjöndum, er aðeins samsinna í blindni og vilja- eða getu- leysi til þess að rannsaka ritningar rólega og óvilhalt. Það er ein- mitt sú versta baksletta, sem hver höfundur getur orðið fyrir, þegar það er haft í frammi við hann. Kristnitökuritinu má skifta í tvent eftir efninu: frásögnina um, hvernig kristnin komst á eftir sjálfum heimildarritunum — og skýr- ingar höf. sjálfs á viðburðum og skoðanir hans á því, hvað gerst hafi, eftir því sem hann gerir sér í hugarlund að verið hafi. Pað sem höfundinum má segja til lofs, er, að hann greinir hvorttveggja þetta skýrt í sundur, svo að lesandinn er aldrei í vafa um, hvað sé hermt eftir heimildarritunum og hvað stafi frá hans eigin brjósti. Slíkt er góðra gjalda vert. Heimildarritin eru fyrst og fremst Islendingabók Ara fróða, er nokkúrn veginn greinilega skýrir frá öllu saman. Petta er elzta heimildarritið og Ari lifði svo skömmu eftir árið 1000, að frá- sögnin um viðburðina, er þá gerðust, hefur aðeins þurft ab ganga um einn lið (kynlið) milli hans og þeirra manna er þá stóðu í mestum blóma. Höf. efar ekki, að það sé rétt, er Ari segir, en hann hyggur, að margt hafi gerst, »sem Ari skýrir ekki frá og Teitur kunni ekki frá að segja« (70. bls.) — að hann hafi mest vitað um Gissur hvíta og Hjalta — »en um starf annara höfð- ingja hefur hann [Teitur] vitað annaðhvort ekki neitt eða þá svo lítið, að Ara hefur ekki þótt það þess vert að taka það í hina stuttu bók sína« (71. bls.). Pessi hugsunarleið er nú þegar sýnis- horn af aðferð höf. Paö er eins og hann alt í einu stari svo fast á Teit sem heimildarmann Ara, að hann gleymi öllum öðrum heimildarmönnum hans, og Ari nefnir þó marga aðra, svo að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.