Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Side 74

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Side 74
Skýrsla. I. Aðalfundur 1927. Hann var haldinn í Háskólanum fimtudaginn 27. okt, 1927, kl. 6 siðdegis. Formaður minntist fyrst látins fjelagsmanns, Ó. J. Havsteens, kaupmanns í Reykjavík, og tóku fundarmenn undir það með þvi að standa upp. Þá skýrði formaður frá framkvæmdum fjelagsins á árinu 1926. Hafði fjelagið á því ári gefið út árbók fyrir árin 1925—’26. Hafði hún verið send öllum fjelagsmönnum og auk hennar 2 rit eftir Mar- geir Jónsson, um bæjanöfn í Húnavatns- og Skagafjarðar-sýslum. — Því næst skýrði formaður frá hag fjelagsins og lagði fram endurskoð- aðan reikning þess fyrir árið 1926; er hann birtur hjer á eftir. Var þá gengið til kosningar á stjórn fjelagsins og voru embætt- ismenn allir endurkosnir. Þeir fulltrúar, er áttu að fara frá sam- kvæmt lögunum, voru og allir endurkosnir. Formaður skýrði frá útgáfu árbókar fjelagsins þessa árs og gat um ritgerðir þær, er í henni mundu birtast. Jón læknir Jónsson spurðist fyrir um það, hvort skýrslur um rann- sóknirnar á Bergþórshvoli mundu eigi á sínum tíma verða birtar i árbók fjelagsins, og gat þess, að þá mundi nauðsynlegt að fara þess á leit, að styrkur til fjelagsins úr ríkissjóði yrði hækkaður. — For- maður svaraði fyrirspurninni og taldi enn eigi tímabært að fara fram á styrk til útgáfu á skýrslum þessum, enda væri rannsóknunum enn eigi lokið. Vigfús Guðmundsson vakti máls á því, að nauðsynlegt væri að afla fjelaginu meiri útbreiðslu en það hefði nú og beindi þeirri áskor- un til stjórnarinnar, að hún reyndi að vinna að því. Jón læknirJóns- son tók í sama streng, og formaður skýrði frá framkvæmdum stjórn- arinnar á fyrri árum í því skyni.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.