Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Side 70

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Side 70
72 hverju leyti skift milli sín eyjunum, og Bjarnarey sje kend við Björn hval- maga í Túngarði, því að Bjarnareyjar-nafnið getur verið mjög gamalt, og sennilegast er, að það sje þessi ey, sem Laxdæla segir að Þor- kell Eyjólfsson hafi druknað nálægt. Það má telja víst, að hafi haffær skip farið inn á Hvammsfjörð, — Höskuldur, Hrútur, Ólafur pá o. fl., — þá hafi Röstin verið farin, því að hin eyjarsundin eru alt-of þröng fyrir svo stór skip, þótt þau í fornöld hafi stundum verið farin á smærri skip- um. Sumt bendir nokkuð til þess að Röstin muni hafa verið farin tíðast. Geirmundur, tengdasonur Ólafs pá, lá við Öxney, Einar Skála- glam druknaði á Einarsskeri í Selasundi; það bendir til að hann hafi farið Röst, ef hann hefur komið af Hvammsfirði. Hvaðan það er komið, að kalla Lambey Bjarnarey, veit jeg ekki, en sjera Þorleifur Jónsson í Hvammi í Hvammssveit mun hafa kallað hana það fyrstur, svo á prent hafi komist, og að líkindum eftir hon- um dr. phil. Kr. Kálund. — Skipaleiðin liggur nálægt báðum þessum eyjum þegar farið er út Hvammsfjörð og út Röst. Bjarnarey er tals- vert utar á firðinum en Lambey, en það raskar ekkert sögn Laxdælu, að sigling Þorkels hafi sjest af hvoru tveggja landinu, þótt átt sje við þessa Bjarnarey, og gat mjög vel sjest af norðurströndinni, þegar skipinu hvolfdi. Laxdæla segir, að viðirnir hafi rekið til hvorrar tveggja strandarinnar, og það daginn eftir að skipið fórst. Það er athugandi við þessa sögn, að viðina gat með engu móti rekið á norðurströnd- ina í norðanvindi. Sennilegast er að viðirnir hafi flækst til og frá, og rekið á endanum á strandirnar báðum megin fjarðarins, og stafina síðast í Stafey; þótt norðanveðrið á Skírdag hafi fljótlega hægt, gat tæpast viðrað svo, að viðirnir væru reknir til hvorra tveggja strand- anna daginn eftir. Sköfnungsey veit nú enginn hvar er. Mig minnir að Jón Bergs- son, bóndi i Brokey, hjeldi það væri Ölvissker, en það er ekkert nema lausleg tilgáta, sem engan rjett hefur á sjer, því að engin rök eru færð fyrir því, og verða ekki heldur. Andrjes H. Grímólfsson. Akurborg .... 24 Akurhólmi .... 17 Akurhöfði .... 23 Akurtún ...... 21 Alsteinn.............87 Ábætir..............160 Álfhóll.............. 5 Banabrekka ... 22 Skrá yfir örnefnin. Bjargey .... . 158 Bjarnarey . . . . 154 Blóti 15 Bótarhólmi . . . 105 Brandstangi . . . 35 Brandstangaborg . 36 Brandstangaflói . . 38 Brandstangatún . . 34 Brunnvík . . . . 16 Bæjarey . . . . . 123 Bæjareyjarhöfuð . 124 Bæjareyjarsker . . 125 Bæjarvogur . 127 Dagmálaeyjar . 69 Einisey . . . . . 100 Eiríksvogur . . . 134

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.