Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Síða 49

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Síða 49
51 OeggJa til) bat og flutninga skip. þar skal flytia alla menn oieigis. (án ferjutolls) þar skal leigia tveim alnum vaðmals undir hvert kugildi. ef a skip er lagt. nema sauð. (Fyrir alla skiplagða stórgripi, skyldi borga ferjutoll, eftir kúgilda verðlagi, en ekkert fyrir sauðfé) undir fyl (folald) skal leigia ef a er lagt. sem undir hross. ellra en halfs man- aðar V. hross til tveggja alna ef við skip eru höfð. (Jafndýrt að hafa 5 hross á eftir — halda í taumana — og að skipleggja 1—2 hross eða 1 kú). Reka hvergi hross nema af feriu stað þa er hin neðri er feria. en ef reka. komi feriu maðr kaupi við flutningar menn sem hann getr. (Ferjað á tveimur stöðum. Efri staðurinn kannske á Kotferju, eða nokkuð neðar. Þar mátti reka eftir vild, og hross taka niður hvar sem uppúr komu? Á neðri staðnum mátti hvergi víkja frá takmörkuðum ferjustað, því þar voru slægjur þá til beggja hliða og túnið í nánd í Kallaðarnesi. Ef útaf var brugðið og hrossin gerðu usla, þá skyldu ferðamenn borga eftir samkomulagi) greiða vaðmal ei skemra saman en stika. half mork matar vætt. hverr matr sem er. ok ullar'vætt ok skreiðar hundrað. (í ferjutolla þurfti ferjumaður ekki að taka styttri vaðmálsbút en stiku = 373h þuml. eða nál. ensk- um yard, tæplega meter. Stikan var lögleidd um 1200. Matur var talinn: ostur, mjöl, smjör, tólg, og haustmör vel hafður, jöfn þyngd í jöfnu verði af hverju sem var. Vætt af »mat« var þá metin á hálfa mörk, eða 24 álnir1 *) og sömuleiðis vætt ullar og 120 hertir fiskar — óvaldir úr afla manna.) ei skal leiga undir naut. þo við skip se hofð. ok undir enga farma. I hond skal leigu gjalld eðr setia veð halfu betra eðr meira. ok forveðja (leysa út veðið, greiða skuldina) a VII. natta fresti. Feriumaðr skal koma til ar at miðium morni. ok vera til miðs apt- ans (frá kl. 6 til 6) i færu veðri. Þaðan fra er hann eigi skylldur at flytia til miðs morgins. liggia menn við eykt (3 kl.st.) eðr lengr. þa er feriu maðr sekr. Feriu maðr er skylldr at roa mot ollum monnum. hann skal ok raða hversu miok hlaðit er skipit. sialfir skulu roa firi hrossum sinum. og undir formum. (Ferðamenn áttu sjálfir að róa með farangur þann, er þeir fluttu, og »fyrir hrossum sínum«, þ. e. sjálf- sagt bæði þegar þau voru höfð á eftir farmskipum, og lika á bát neðan við hópinn, þegar hrossin voru rekin, svo straumurinn bæri þau ekki á sundinu oflangt niður eftir ánni, eða snéru aftur til sama lands). En þeir er eigi hafa kunnattu til eðr heilsu. roi feriu maðr 1) Hér hlítur að vera um '/2 mörk 6 álna aura að ræða (6X8 = 48). Litlu fyr var þó verðlag í Árnesþingi miðað við þriggja álna aura, og var þá (fyrir 1200?) vætt matar á 10 aura eða 30 álnir, sauðaull eins, en gemlingaull og hundruð skarpa fiska 8 aura — 24 álnir, — Sjá Fbrs. I. 312. 4*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.