Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Page 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Page 35
37 16. öld1). Hitt má telja víst, að á þessum stað heíur áin brotið meira af austurbökkum sínum, frá því nokkuð fyrir ofan Kaliaðarnes og alla leið til sjávar. Mestu munar næst sjónum. Þar var bærinn Drep- stokkur á Eyrarbakka. (Sbr. hér síðar: Útfallið). Hann var fluttur undan sjó og árbroti fyrir nokkrum öldum. Næst tók við Afes-land (Nes í Flóa, Ferjunes, Óseyrarnes). Mega allir ímynda sér hvílíkan usla áin hefur gert þessari jörð, því talið er víst, að bærinn hafi verið fluttur frá ánni 5 sinnum, og sést enginn örmull eftir af yfirgefnu bæjarstæðunum. — Slíkur flótti held eg sé einsdæmi í landbrotasögu landsins. — En þrisvar hafa nokkrir bæir verið færðir. Fyrir aldamótin 1700 var að sögn (Jarðabók Árna Magnússonar) búið að flytja Nes 4 sinnum. En síðast var bærinn fluttur 1728, eða litlu síðar, og settur á síðara (eða síðasta?) »Refstokkstúnið«. Þar er hann síðan, og eitt býli síðan á 19. öld. Norður frá Nesi tók við Straumnes. Má ekki vita hve mikið af því er brotið, en líkast er að alt sé það í burtu, sem svo hét í fyrstu. 1) Svo segir Þorv. Thoroddsen (Ferðabók II. 217): »Upp í ána er mælt, að fyrrum hafi verið lagt hafskipum, upp í Bulkhúsós. Fyrir vestan Arnarbæii var kot, sem hét Búlkhús, sem lagðist í eyði um aldamót 17. og 18. aldar; er mælt að þar hafi farmur verið tekinn af því skipi og öðrum fleirum, er Ögmundur biskup lét til Noregs sækja timbur á«. Þessi munnmæli hefur Þorvaldur Thor- oddsen eftir Sóknarlýsing Hálfdanar lögréttumanns á Reykjum 1703. Ögmundur biskup hefur þö víst ekki flutt nema litið af kirkjuviði (1527) þessa leiö, þvi hann er ekki nær Skálholti en Eyrarbakki, svo neinu nemi, en þar á móti tvö ferjuvötn á þeirri Ieið. Vel má þó vera, að hann hafi sent þá leið lítinn hafskips- farm — fremur á minna skipi eða svo nefndu »farmaskipi« — til hægðarauka fyrir bændur i Ölfusi, með skylduflutning að Soginu, og Grímsnesinga og fleiri þaðan að Brúará. Annars var venjuleg skylda Flóamanna, að flytja Skálholts- kirkju við að Hraungerði, og efri sveita þaðan að Skálholtsferju á Hvítá. Sagnir eru líka til um trjáfarma á hafskipum sömu leið, bæði Auðuns biskups á Hólum (1313—21), í timburstofuna stóru, er stóð nærri 5 aldir; og líka Jóns Ögmunds- sonar biskups (1106—21), i fyrstu dómkirkju á Hólum. Fengu þeir Sunnlendinga til að flytja norður á fjöll, en Norðlendinga þaðan heim að Hólum. — Búlkós er elsta og rétta nafnið. Þar hafa verið losaðir farmar (sennilega matvörur) úr búlka hafskipa, og bygt yfir þá til geymslu »Búlk(a)hús« við ósinn. En kotið samnefnda, löngu síðar, og ekki um langt skeið að líkindum. Á síðustu öldum eru nöfnin bæði afbökuð í Bjákhús og Bjálkhúsós. Og er svo gert í Sóknarlýs- ing (Jóns prests Matthíassen?) þar í sveit. Nefnir hann og Bjálkhóla, sem sönnun fyrir sigling þangað, og »Sauðaklöpp, hvar skurðarfé var tekið, og hefur þá skipalegan orðið að vera túnið(?!) fyrir sunnan bæinn, fáa faðma frá landi«).— Forirnar bak við Arnarbæli nefnir hann Botnsmýri. Þar hafi fyr verið að mestu þurt slægjuland. Nú sé það orðið sökkvandi dýki, lægra en áin um flóð og flæðigjarnt. En hæglega geti einn maður slegið þar á 30 hesta á dag. — í eyj- um hafi verið æðarvarp, nú slægja (um 1840).

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.