Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Page 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Page 29
Nokkrar fornleifar í Helgafellssveit og Eyrarsveit. Dysjar á Kársstöðum. í norður frá bænum á Kársstöðum, í hlíðarhalla, eru grjótrústir tvær, önnur ofar og austar í hlíðinni. Hún er hringmynduð og er þvermál hennar 5 mtr. í miðri rústinni sjest fyrir hleðslu, sem þró hefði verið. Breidd hennar um 70 cmtr. Fyrir neðan rúst þessa er grjótdreif mikil úr henni. Hin rústin er vestar og neðar. Eru 19 fðm. milli rústanna. Hún er 4 mtr. frá norðri til suðurs og 2^2 mtr. frá austri til vesturs. Hún er sporöskjulöguð. Svo hagar til, að lækur rennur niður hlíðina, sem er brött mjög. Hefur lækur þessi oft skift um farveg; er farvegur eftir hann milli rústanna og eins fyrir norðan þær, en nú rennur hann fyrir sunnan þær. í leysingum er lækur þessi vatnsmikill og hefur líklega flóð yfir mann- virki þessi og skemmt þau mjög. Eftir útliti rústa þessara, hygg jeg að þær sjeu fornar dysjar, en fulla vissu á því er ekki hægt að fá nema að grafa í þær. í norðvestur frá bænum á Kársstöðum, neðst í hlíðinni, er girð- ing stór, fornleg. í henni er þverveggur, er skiftir henni í tvo, því nær jafnstóra, hluta. Norðurhlutinn er 13 fðm. en suðurhlutinn 14 fðm. Þverveggurinn er 30 fðm. og er það breidd girðingarinnar; nyrðri gaflinn er bogadreginn; lækur hefur brotið dálítið af suðurhorninu. Eyðibýli í Svelgsár landi. Fyrir ofan Svelgsárborg, sem er lítið fell í suðvestur frá bænum á Svelgsá, er fornt eyðibýli, sem nú þekkist ekki nafn á. Þar sjer fyrir túngarði á þrjá vegu, á einn veg- inn er mýri, og sjest þar ekki fyrir garðinum. í því nær miðju túninu eru tóftir þrjár samhliða. Lengsta tóftin er 21V* mtr. á lengd og 4,70 mtr. á breidd. Þverveggur virðist vera í tóftinni en mjög er hann óglöggur1). 1) Dyr á norðurgafli.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.