Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Qupperneq 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Qupperneq 15
17 íslendingabók; að Úlfhjeðinn Gunnarsson lögsögumaður segði sjer, að þegar landinu var skift í fjórðunga, hafi Norðlendingar ekki unað öðru, en að fjögur skyldu fjórðungsþing vera í Norðlendingafjórðungi, af því að »þeir, es fyr norðan váru Eyjafjörð, vildu eigi þangat sækja þingit, ok eigi í Skagafjörð, þeir es þar váru fyr vestan«. Mjer þykir sennilegt, að Úlfhjeðinn hafi sagt Ara ýmislegt fleira en þetta, enda getur Ari hans tvisvar í íslendingabók. Þorkell Þorkelsson hefur bent á það, í ritgerð sinni um Stjörnu- Odda (Skírnir C. ár bls. 58—59), að Gunnar spaki, faðir Úlfhjeðins, muni hafa átt heima norðanlands, því að afkomendur hans áttu óðul í Reykjadal í Þingeyjarsýslu. Það er ýmislegt, sem styður þá tilgátu, og mjer finst hún sennileg. Úlfhjeðinn var lögsögumaður frá árinu 1108 til ársins 1116 eða til æviloka. Hafi hann átt heima nyrðra, sem mjer þykir líklegt (sbr. áður nefnda ritgerð), þá liggur beint við að ætla, að Ari hafi haft eitthvað frá honum um landnám norðanlands, einkum í Þingeyjarþingi. Úlfhjeðinn hefur verið spakur maður og fróður, eins og aðrir frændur hans og faðir. Hefur hann sjálfsagt kunnað góð skil á ýmsum sögnum og sagnafróðleik, sem þá hefur sagður verið um fyrstu land- námsmenn og næstu niðja þeirra. Hallbera, kona Markúsar Þórðarsonar á Melum (í Melasveit), var í 5 lið frá Úlfhjeðni. Er það eftirtektarvert, að Melabók, eitt af þremur höfuðhandritum þeirrar Landnámu, sem nú er til, skuli vera rituð (eða endurrituð) af ættingja Úlfhjeðins. Virðist því, að höfundi Melabókar komi landnámsfróðleikur og fræðihneigð úr þeirri ættinni. — Enginn þeirra þriggja höfunda, sem aðalhandrit Landnámu eru kend við, hafa dvalið í Skagafirði langvistum, að því er jeg fæ bezt sjeð. Þeir hafa því ekki getað leiðrjett það, sem mishermt kunni að vera um landnám þar, hvorki munnlegar eða skriflegar heimildir. Sá kafli Landnámu, sem skýrir frá landnámum um Hegranesþing, bendir í heild sinni, eins og aðrir kaflar bókarinnar, á samvizkusama viðleitni höfundarins til að segja eins rjett og nákvæmlega frá og unt er. En þegar frásagnir flytjazt á margra hendur, úr einu hjeraði í annað, hlýtur ónákvæmni og jafnvel beinar skekkjur að slæð- ast með1). Langar mig nú til að íhuga nokkur atriði í sambandi við Land- 1) Dr. Guðbr. Vigfússon leiðir rök að því, að tímatalsskekkjur sjeu í þeim hluta Landnámu, sem ræðir um skagfirzka landnámsmenn. (Sbr. Safn til sögu ísi. II. B bls. 386-388). 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.