Heilbrigðistíðindi - 01.03.1872, Page 13

Heilbrigðistíðindi - 01.03.1872, Page 13
29 garði gjörðir, að mönnum eigi verði heilsutjón eða fjörtjón af, þótt þeir neyti þeirra í hófi. KVEF OG INNKULS virðist nú heldur að vera orðið almennt, síðan kólna fór síðast í marzmánuði, og það sem af er þessum mánuði. 1*6113 má 5 kalla með náttúrlegum hætti, því að menn voru orðnir svo ó- vanir kulda og hretum við blíðviðri þau, er gengu framan af í vetur, og á þorranum. Vorkuldar eru hvervetna mjöghættu- legir fyrir heilsu manna, enda er það almenn yfirsjón bæði íslendinga og fleiri norðurbúa, að menn vara sig eigi nóg- /o samlega við þessum opt svo sárbitru og hættulegu kuldum, og mun það hafa orðið mörgum að heilsutjóni og fjörtjóni. Þegar sól fer talsvert að hækka á lopti eptir jafndægrin, finna menn um daga miður til kuldans, en á meðan hún er lágt á lopti, en þá verður kuldinn kveld og morgun því bitrari. Við /S þessu þurfa menn að sjá, og vera því hlýjar klæddir kveld og morgna, en um miðja daga, meðan sólarinnar nýtur við. Líka ættu menn einkum á þessum tíma ársins að gæta sín vel, ef þeir verða innkulsa, taka inn eitthvert svitalyf (virðast mjer kamfórudropar, teknir að kveldi dags, hentugastir) og leita-?<? læknisráða í tíma, því að ella getur slíkt innkuls leitt lil taka, eðá laugvarandi gígtar, og er hægast við hvorttveggja þetta að ráða þegar í byrjuninni. BÓLUSÓTTIN. Samkvæmt dagblöðum þeim, er hingað komu með gufu-^T skipinu, er lagði frá Kaupmannahöfn fyrst í marzmánuði, var bólusóttin að aukast í höfuðborginni, og voru menn að gjöra ýmsar varnar-ráðstafanir mót henni. II. dag febrúarm. í vetur kom skonnorta nokkur, er Cito hjet, hingað frá Kaupmannahöfn; skipstjóri hjet Larsen; hún^ hafði heilbrigðis-vottorð frá höfuðstaðnum, og var skipinu því fyrstu dagana enginn gaumur gefinn. 20. dag febrúarm. mæld- ist skipstjóri til þess, aðjeg skoðaði matsveininn á þessu skipi, er hjet Hans Larsen, og fann jeg þá þegar, að hann var veik-

x

Heilbrigðistíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.