Heilbrigðistíðindi - 01.03.1872, Blaðsíða 4

Heilbrigðistíðindi - 01.03.1872, Blaðsíða 4
20 þessi lífsglæðing virðist að vera á langtum lægra stigi en hið fullkomnara líf jurta og dýra, þá er þetta litla eða smágjörða líf svo seigt í sjer, að það yfirbugar hitt, sem sýnist að vera langtum sterkara, og má því um það með sanni segja, að opt velti lítil þúfa þungu hlassi En nú með því hið svo kallaða smáagnalíf byrjar annað- hvort með nokkurs konar ólgu eða rotnun, þá verður það eitt. af höfuð-ætlunarverkum heilbrigðisfrœðinnar, að verja lík- ama manna og dýra fyrir allri rotnan, því að úr rotnuninni geta orðið hin verstu pestefni þegar. Það má finna næg dæmi þess, hvernig hinar skæðustu sóttir, svo sem t. a. m. kólera og aðrar drepsóttir, hafa byrjað á rotnun dauðra hræja, og orðið eptir það smátt og smátt að hinum sltaðvænustu far- sóttum, er hafa orðið eigi að eins þúsundum, heldur og mil- íónum manna að bana. tannig var það um 1817, að kólera byrjaði við Gangesfljótið á Austur-Indlandi. Hin undanfarandi sumur höfðu verið ákaflega þurr og heit. Gangesfljótið hafði minnkað allmikið, og það svo mjög, að bakkar þess voru orðn- ir langtum breiðari og stærri en áður hafði verið. Á bökk- unum sást mikil mergð dauðra fiska, er rotnuðu í sólar- hitanum, og lagði af þeim rotnunardaun víðs vegar. Þá þeg- ar um haustið byrjaði kólera, og varð svo skæð, að hún nær- fellt gjöreyddi marga smábæi, er lágu í grennd, en síðan dreifð- ist hún víðs vegar um Indland, og gjörði alstaðar, þar sem hún fór yfir, hið mesta manntjón. Loksins náði hún Evrópu 12 árum síðar, og hefur síðan, eða nú nærfellt í 43 ár verið allt af smátt og smátt að gjöra vart við sig, eigi að eins í norð- urálfunni, heldur og um allan hinn byggða heim, þarsem hún bæði hefur farið yfir löndin og veraldarhöfin, og jafnan sýnt sig sem hinn sama morðengil, hvar sem hún hefur fram komið. Menn voru lengi í miklum vafa um, hverrar náttúru þessi drepsótt mundi vera, og hvernig hún mundi færast yfir löndin; sumir hjeldu hún kæmi að eins við sóttnæmi, en aðr- ir hjeldu hún mundi einnig fljúga í loptinu, og um þetta voru menn að þrátta í nærfellt 40 ár. Nú virðist sannleikur- inn að vera kominn í ljós, þar sem menn í sterkum sjónauk-

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.