Heilbrigðistíðindi - 01.03.1872, Blaðsíða 5

Heilbrigðistíðindi - 01.03.1872, Blaðsíða 5
21 um hafa fundið sjerstakar sveppagnir eða mygglu-smáagnir, er allt af fylgja með þessari veiki, og sem hafa þá náttúru, að margfaldast óendanlega, þar sem ástæðurnar stuðla að því; þessi myggla eða svepptegund, er menn nú almennt meðal lækna eru farnir að kalla kólerusveppinn, margfaldast í mag-j- anum og þörmunum á kóleruveikum mönnum, og það jafn- vel svo leynilega, að heilbrigðir menn að ásýndum geta borið hana með sjer um langar leiðir og skilið hana eptir í náð- húsum, þar sem þeir hafa dvalið litla stund, því að hún fylgir allajafna með hinum þunna vallgangi, er menn almennt /o kalla Cholerine eða litlu kóleru, sem mjög er tíður alstaðar, þar sem kólera gengur. Sú er önnur náttúra þessarar svepp- tegundar, að hún heldur sjer mikið að allri vatnsgufu, eink- um þeirri, er litla spenningu hefur, og þar sem hún þess vegna getur margfaldazt í næði, og af þessu verður það nú /5 skiljanlegt, er menn Iengi hafa tekið eptir, að kólerusóttin heldur sjer jafnan við stöðupolia, ár, smálæki, og jafnvel allar vatnsrennur, einkum þær, sem í er gruggugt og óhreint vatn, því að þar hafa smáagnir sveppsins mesta næringu. Slíkt vatn verður því eitrað og banvænt, og getur þess vegna, þeg- 20 ar minnst varir, komið sóttnæminu inn í líkamann. Sjerhver forarpollur, og sjerhvert óhreint vatn og gufan upp úr því, er því fjarska óhollt og jafnvel bráðdrepandi, þegar kólerusóttin gengur. En því er eigi að eins svona varið með kóleru, heldurogzf með flest önnur, ef eigi öll sóttnæmisveikindi, og svo jeg taki til eina alkunna veiki, vil jeg benda á barnaveikina, einkum hina algengustu tegund hennar, er menn kalla «diphtheritis«. Það er nú fullsannað, að sjúkdómstegund þessi, er hefur orðið slíku ógrynni barna að fjörtjóni, er nokkurs konar myggla eða 30 sveppur, sem lifir og margfaldast á slímhimnunni í munninum, uns hún verður svo mikil, að annaðtveggja kæfir hún börnin, eða drepur með magnleysi, því er hún veldur í öllum líkam- anum. Læknir nokkur í Rostock á í’jóðverjalandi, er Classen heitir, hefur nýlega sannað þetta. Barnaveikis-mygglan, sem-.35. líkt og aðrar sóttnæmis-smáagnir myndast af sjálfu sjer af

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.