Heilbrigðistíðindi - 01.03.1872, Blaðsíða 11

Heilbrigðistíðindi - 01.03.1872, Blaðsíða 11
27 Menn bafa fyrir nokkrum árum tekið eptir því, að þurr mold eyðir öllum óþef, bæði úr þvagi, saur, og öllum rotnuð- um dýra-efnum, og sje hún við höfð í tíma, af stýrir hún rotn- uninni, og verður þannig blönduð og hrærð saman við þessi efni að hinum frægasta áburði. þetta fundu menn fyrst íj' Ameríku, og þar kvað svo mikið að þessu, að læknar fóru að við hafa þurra og hreina mold við rotin sár, og sáu af því hin beztu áhrif. Jeg reyndi þetta fyrir nokkrum árum við ferðamann uppi í sveit, sem hafði mjög illkynjað flngurmein, og tókst það ágætlega vel, enda datt mjer í hug, að það er /o gagnmerkilegt, að þetta hefur lengi af einhverri gamalli reynslu /A- vakjð fyrir mönnum hjer á landi, því að í ungdæmi mínu heyrði jeg þess getið, að kirkjugarðsmold (en það er opt hin hreinasta mold, er vjer höfum hjer á landi) væri góð við illkynjuðum mein- um; en að mjúk veggjamold, og jafnvel góð og mjúk mómold /5 hafl hin sömu áhrif, hefjeg fullkomna reynslu fyrir. í>að var nálægt fyrir 14 árum, að þrír nafnkunnir frakk- neskir efnafræðingar, herra Girardin, Soubeiran og Eochardt, bentu mönnum á, að mómold, blönduð með öðrum áburði, bæði drýgði áburðinn og gjörði hann langtum frjóvsamari, en zo síðan hefur það verið við haft á Frakklandi og víðar með hin- um beztu notum, og það er svo sem auðskilið, að þar sem mennþará ofaná þennan háttgetaeytt hættulegum sóttarefnum og gjört þau sjer að notum, þá er það ómisandi, að kynna sjer vel og við hafa þetta einfalda ráð alstaðar þar, sem því zS verður við komið, en því má í raun og veru alstaðar við koma, ef rjett er að farið. Setjum nú til að mynda að menn búi sjer til, eins og nú er víða farið að tíðkast, náðhús á öllum bæjum með hæfilega stórri gryfju undir, þar sem allur saur og allt þvag væri í 30 látið, og í það blandað meira eða minna þykku lagi af mó- mold eða annari þurri mold, sem ítreka mætti, eptir þvi sem hækkaði í gryfjunni, en svo væri hrært í þessu einstaka sinn- um með þar til gjörðum hentugum staur eða reku, svo allt blandaðist saman, þá mundi þetta verða hinn bezti áburður, 35 bæði á tún og engi. í þessa gryfju ætti og að hella öllu

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.