Heilbrigðistíðindi - 01.03.1872, Blaðsíða 2

Heilbrigðistíðindi - 01.03.1872, Blaðsíða 2
þessu, þegar andrúmsloptið sjálft er svo fullt af vatnsgufu, að það er, sem menn svo kalla, mettað af vatnsgufu. Hina ósýnilegu gufu úr lungunum og frá hörundinu má sjá í köld- um herbergjum á vetrardag, en hún verður þá sýnileg sökum þess, að henni fylgir svo mikil vatnsgufa. Sje mjög kalt, set- ur gufa þessi sigátrje og steina og aðra fasta hluti, og kalla menn það þá sagga, en gufu þessari fylgja opt smáagnir af rotnuðum lifandi hlutaefnum, og einmitt þess vegna getur guf- an af sjúklingum orðið sóttnæm, jafnvel þótt hún sökum lopthit- /o ans sje ósýnileg. þennan eiginlegleika sóttnæmisgufunnar, að færa með sjer sóttarefni, hafa menn á síðari tímum notað til þess, að rannsaka sóttarefnin betur, og gjöra menn það á þann hátt, að menn láta kalt vatn standa inni í herbergjum, þar sem margir sótt- /f veikir menn liggja, og sjá menn þá vanalega, að þunn skán sezt ofan á vatnið, en þessa skán skoða menn því næst með fjarska-sterkum sjónaukum. Allar slíkar rannsóknir eru mikl- um vanda bundnar, og heimta tnjög dýr sjónauka-vekfæri og mikla yflrlegu, svo eigi er slíkt öðrum fært en þeim, er lítið -Mhafaaunað að stunda, en það verða þó allir að játa, að slíkar rannsóknir eru harðla nauðsynlegar fyrir læknisfræðina og fram- farir hennar. Allar þær sóttnæmistegundir, er mennhafa fundið á þann hátt, sem þegar var nefudur, kalla menn smá-agna-sóttnœmisteg- 25 undir (Microzymœ), og þótt náttúra þeirra allra sje enn þá sem komið er eigi fullþekkt, og að öll líkindi sjeu til, að hin ytri ásýnd þeirra, eins og eðli þeirra yfir höfuð, geti verið með mörgu móli, þá sýnist það þó óefandi, að þær hafi nokkurs konar líf, eða sjeu nokkurs konar lifandi eitraðar smáagnir. /0 Það annað, er menn vita um þessar smáagnir, er það, að þær í blöndunarfræðislegu (kemisk) tilliti eru samsettar af þeim svokölluðu lifandi líkamsfrumefnum, það er að segja: vatmsefni, lífslopti, holdgjafa-efni og kola-efni, og að þeim þess vegna fylgir sá ófögnuður, að þær tímgast og margfaldast af sjálfu /i'sjer, og þess vegna geta sóttarefnin allt af margfaldast, svo að segja í hið óendanlega, ef þeim verður eigi eytt í tíma. Hið

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.