Heilbrigðistíðindi - 01.03.1872, Blaðsíða 3

Heilbrigðistíðindi - 01.03.1872, Blaðsíða 3
19 annað skaðvæni, er fylgir þessum efnum, er það, að þau geta borizt bæði í loptinu og með rennandi vatni, eins og þau líka stundum geta hangið föst við ýmsa hluti, svo sem .[ klæðum og í öllum ullar- og baðmullar-vef, i fiðri og dúni, og jafnvel í trjáviði og ýmsum öðrum hlutum, er hjer yrði of langt upp að telja. En hvernig byrja þá þessi ýmsu smá-agna-sóttnœmisefni? munu margir spyrja; það er þó aðalhnúturinn. þessu svara menn þá almennt á þá leið: þau byrja eins og ólga (Gjering) og rotnun; þau byrja við þessa órannsakanlegu tilhneigingu frum- efnanna, allt af að vilja taka á sig ýmsar myndir. Þessa tilhneig- ingu hefur öll náttúran, og öll náttúru-efnin, hvaða nafni sem nefnast kunna, hvort þau heldur til heyra hinni svokölluðu líf- lausu eða lifandi náttúru. Það er svo sem grein af þessu sí- fellda myndunarafli, sem hinn mikli höfundur alls hefur niður lagið í náltúruna, og sem allt af hefur fylgt henni og allt af mun fylgja henni, svo lengi hinn almáttugi skapari allra hlnta vill láta hana standa sem sýnilega og áþreifanlega til- veru. Það er eigi til neins fyrir oss dauðlega og skammsýna menn, að vilja fyrirskrifa skaparanum neinar hugsmíðisteg- undir um það, hvernig hið mikla sköpunarverk gangi áfram, eða hvernig það haö byrjað. Það er bernska tóm að halda, að vor hugmyndasmíði um það, hvernig allt líf eigi að byrja af eggjum eða fræi, sjeu hin yztu takmörk fyrir öllu lifandi; við gætum allt eins vel og með meiri sanni sagt, að allt líf ætti að byrja á dauðanum, og því segir og einn af hinum miklu guðsmönnum: <'Þú asni, byrja eigi fræin að deyja í moldunni, áður en lífið getur fram leiðzt af því»? En hvað kemur þetta smáagnasóttnæminu við ? munu margir segja. Jú! f>að kemur í sannleika því við, því það byrjar einmitt þar, sem lífið fyrir skammsýni vorri virðist að enda. Það munu allir, sem hafa sjeð mygglu eða rotnun, vera mjer samdóma í því, að þar virðist lífið opt að enda, en það er í raun og veru engan veginn svo, heldur er það að eins breyting á því lífi, sem áður var, í annað líf, og þótt

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.