Heilbrigðistíðindi - 01.03.1872, Blaðsíða 8

Heilbrigðistíðindi - 01.03.1872, Blaðsíða 8
24 nú haganlega og vel búið, og ætluðn það horfa til mikilla þæginda fyrir staðarbúa. Pípurnar, sem gengu frá náðhúsum, voru vanalega gjörðar úr blýi, og þótti mönnum það hægast sökum þess, að blýið er svo hægt að beygja, eptir því sem þarf, f og vatnshallanum bezt hentar. Rjett nýlega fór læknir nokkur að taka eptir því, að það voru sum hús, þar sem loptið eigi virtist alveg daunlaust, og að það var einmitt í þessum hús- um að taugaveikin hafði aðsetur sitt, og tók sumstaðar hvern af öðrum. Nú var farið að gá að pípunum, sem gengu frá /o náttstólunum í slíkum húsum, og fundu menn þá, að þær voru víða með smágötum, en þessi göt komu af því, að dauninn af saurnum og þvaginu hafði jetið gat á þær, svo að þessar skaðlegu lopttegundir gátu komizt inn í húsin, jafnvel þó litið bæri á dauninum. Mest bar á þessu á þeim pípum, sem höfðu /yeinn eða fleiri olnboga, því að einmitt þar í samskeytunum höfðu óhreinindin stöðvazt í rás sinni gegnum rennurnar, og rauk svo þessi lopttegund inn í efri enda pípnanna og jafnvel inn í herbergin. Nú lukust upp augu manna, og er nú í á- kafa farið að starfa að þvi, að bæta úr þessu. J20 Fyrir nokkrum árum átti jeg langt samtal við einn af þeim dýralæknum, sem hjer voru þá; var hann orðinn vel kunn- ur sveitaháttum vorum, og vorum við að ræða um aðalundir- rót bráðapestarinnar. «Jegímynda mjer» sagði þessi nærfærni maður, «að fjeð megi hafa mikla óhollustu af því, þegar það ^ygengur svona í krapsinu, þar sem orðið er fullt af sauðaspörð- um; því að það er auðvitað, að engri skepnu getur verið holit, að jeta sinn eiginn saur, en auðvitað erþaðþó, að stráin klín- ast af spörðunum, og verður skepnan að eiga mjög bágt með, að tína stráin hrein innan úr þessu, og þetta ímynda jeg mjer ,%að geti hleypt rotnun í hana». Mjer þótti og víst, að þetta mundi vera ein af þeim orsökum,'sem studdi að því, að gjöra bráðapestina almennari. En hjer er ekki hægt viðgjörða, mun margur segja, og er það að vísu satt, en þó ættu menn af fremsta megni að varast, að láta íjeð ganga íhið sama kraps eða ,?jum hinar sömu beitarstöðvar, fyr en nokkur tími væri liðinn. Jeg hef lengi tekið eptir því, hversu varkárir hestar eru

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.