Heilbrigðistíðindi - 01.03.1872, Page 1

Heilbrigðistíðindi - 01.03.1872, Page 1
HEILBRIGÐIS-TÍÐINDI. Amiað ár. M 3.-4-. Harz-Apríl l§7ð. UM skaðvænar og banvænar smáagna-tegundir og gufuteg- undir af ýuisiim rotnuðum jurta-efnum og dýra-efnum, og um það, hvernig þær inegi gjöra eigi að eins ó- skaðvænar, heldur og arðsamar. I Heilbrigðistíðindunum fyrra ár bls. 20. og eptirfarandi er getið um ýmsar lopttegundir, sem gjöri andrúmsloptið ó- hreint og óhollt, en nú skal segja frá nokkrum gufuteguncL- /o um og smáögnum, er fljóta í andrúmsloptinu, og gjöra það eigi að eins skaðvænt, heldur og jafnvel baneitrað. Nú munu margir spyrja, hver munur gjörður sje á lopt- tegundum og gufutegundum, og er það vorkunn, þar sem þessi orð opt eru höfð í fleng, en sá á þó að vera munurinn, að/i' gufutegundirnar eru samsetningur af lopttegundum og vatns- gufu, og þess vegna, eins og vatnsgufan sjálf, opt sýnilegar með berum augum, en lopttegundirnar eru ósýnilegar, eða að minnsta kosti gagnsæjar eins og andrúmsloptið, sjeu þær eigi meing- aðar vatnsgufu eða einhverjum smáefnum. En þótt þetta sje^’/’ hið vanalega kennimerki milli lopttegunda og gufu, þá hrökk- ur það þó eigi til, að gjöra greinarmuninn eins ljósan og á- kjósandi væri, til að geta þekkt gufu frá lopti, því að það er alkunnugt, að vatnsgufan, og þá líka þær lopttegundir, er henni fylgja, geta orðið ósýnilegar eða gagnsæjar, og er þetta við vanalegan loptshita frá 4 til 15 mælistiga Reaumurs hið al- genga ásigkomulag þeirra. jþannig gufar sjórinn og alit það vatn, er flnnst á jarðarhnettinum, svo lengi sem hiti þess er yfir 1 mælistig, en því meira sem vatnið hitnar, því meiri verð- ur gufan. bessi gufa upp úr sjónum verður sýnileg jafnvel á 30 vetrum, þegar andrúmsloptið er mjög þjett og kalt, og það svo, að rýkur upp af hafinu, rjett eins og laug væri; þó ber mest á 2

x

Heilbrigðistíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.