Morgunblaðið - 31.12.1999, Side 83

Morgunblaðið - 31.12.1999, Side 83
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 83 FÓLK í FRÉTTUM Eina mínútu yfír mið- nætti í kvöld kemur út ljóðabókin Bók í mann- hafíð og er hún því fyrsta íslenska bókin sem kemur út á nýju ár- þúsundi. Dóra Ósk Hall- dórsdóttir hitti skáld- mælta aðstandendur bókarinnar sem er eng- in venjuleg bók heldur bók á faraldsfæti. Morgunblaðið/Ánii Sæberg Sigtryggur Magnason, Sindri Freysson, Andri Snær Magnason og Sigurbjörg Þrastardóttir eiga öll ljóð í Bók í mannhafið sem kemur út um miðnættið. Arþúsunda- og aldamótakveðja til allra landsmanna frá starfsfólki og ,eigendum, Homið, Hafnarstæti 15, sími 551 3340. Ljóðabókin Bók í mannhafið kemur út eina mínútu eftir miðnætti í kvöld Engin venjuleg bók Bók í mannhafið er engin venju- leg bók. Hún er gefin út í samvinnu við Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000 og ritstjóri hennar er rithöfundurinn og skáldið Andri Snær Magnason. I bókinni eiga ellefu ung skáld ljóð og eru það þau Andri Snær, Bergsveinn Birgisson, Davíð Stefánsson, Gerður Kristný, Margrét Lóa Jónsdóttir, Kjartan H. Grétarsson, Sigtryggur Magnason, Sindri Freysson, Sigur- björg Þrastardóttir, Steinar Bragi og Vala Þórsdóttir. En hvað er svona sérstakt við bók þessara ungu skálda? Fjögur skáldanna sem eiga ljóð í bókinni, þau Andri Snær Magnason, Sindri Freysson, Sigurbjörg Þrast- ardóttir og Sigtryggur Magnason, leiddu blaðamann í allan sannleika um tilurð fyrstu íslensku ljóðabókar nýs árþúsunds. „Það eru gefin út 2000 eintök af bókinni og það sem er kannski sérstakast við hana er að þessa bók á enginn. Þú mátt lesa hana, skrifa nafnið þitt í gestabókina á öftustu síðum hennar og koma henni áleiðis, en hún má ekki rykfalla uppi í hillu heima hjá þér. Hún á að velkjast um mannhafið eins og flöskuskeyti og bera ljóðið sem víð- ast,“ segir ritstjórinn Andri Snær sem hefur auk útgáfunnar í nógu að snúast en hann gekk í hjónaband í gær. íslendingar eru bókaþjófar Fyrstu 300 eintökum bókarinnar verður dreift á hátíðardagskrá Reykjavíkur, menningarborgar Evrópu 2000 í Perlunni í kvöld, en síðan verður henni dreift meðal ann- ars í verslunum Bónuss. Eins geta menn búist við að finna bókina á ólík- legustu stöðum enda á ljóðið að sögn skáldanna jafnt heima í mjólkurkæli- skápum sem hátimbruðum menning- arhöllum. Nú nota menn oft tækifærið oglíta um öxl þegar árið er liðið í aldanna skaut. Bera Ijóð bókarinnar því end- urliti vitni? „Skáldunum var alveg í sjálfsvald sett hvaða ljóð þau völdu í bókina, og því ber bókin skáldunum sjálfum vitni en er ekki samvinnuverkefni um árþúsundaljóð," segir Andri Snær. „Við erum líka svo ung að við munum ekld mikið lengra en síðustu fimmtán ár,“ bæta skáldsystkin hans glott- andi við. En hvað felst íhugmyndinni um að láta bókina ganga á milli manna ? „Ætlunin er að ljóðið fari sem víð- ast. Inn á sólbaðsstofumar, í skurð- gröfurnar, í strætó, í stjórnarráð- ið...“ segir Sindri og Sigurbjörg bætir við að það sé alkunna að erfið- lega gangi að endurheimta bækur sem lánaðar séu - í þessu tilviki þui-fi hins vegar ekki að hafa áhyggjur af slíku. „Islendingar eru miklir bóka- þjófar og sá vandi er leystur með því að meina fólki að eigna sér eintak af þessari bók,“ segir Sindri. „Þar af leiðandi verður enginn glæpur að stela henni,“ bætir Sigurbjörg við. Andri Snær upplýsir að hann hafi eitt sinn gefið út bók sem fór á flakk Þessa bók má ekki eigna sér heldur skal henni dreift sem víð- ast svo sem flestir geti notið hins ljóðræna innihalds. og hann hafi haft mikið gaman af því að fylgjast með ferðum hennar. Til dæmis hafi hann frétt af henni í rútu á norðurleið og eins hafi hún dvalið lengi í tölvufyrirtæki einu í bænum þar sem fjöldi manna kíkti í hana sér til gamans. Ljóð á vergangi Nú vill maður oft deila því með öðrum þegar maður les eitthvað skemmtilegt og flestir kannast við að hafa heyrt þessa setningu ívinahópn- um: Pú verður að lesa þessa bók! „Einmitt, með þessari útgáfu verð- m- öll þjóðin einn vinahópur,“ segir Sigurbjörg á jákvæðu nótunum og bætir því við að ferðalag bókarinnar geti stuðlað að óvæntum kynnum. í stað hinnar fleygu veiðisetningar „Áttu eld?“ geti fólk nú spurt „Áttu nokkuð ljóð?“ Sindri sér annan og beittari flöt á útgáfu bókarinnar. „Það má segja að svona bókaútgáfa ögri öllum viðtekn- um hugmyndum um eignarhald og þannig vegur hún að sjálfum rótum markaðsþjóðfélagsins." Eru ljóðin þá orðin eins og bömin ykkar sem eru farin að heiman og þurfa nú að standa sig íhinum harða heimi? „Með þessari bók eru bömin okkar farin á vergang,“ segir Sigtryggur kankvíslega „eða em ættleidd tíma- bundið,“ bæta hin við. „Þessi háttur gæti líka örvað þann sið að fólk leggi ljóð á minnið. Þegar það getur ekki farið í bókahilluna heima og flett upp Ijóðinu þá er betra að kunna það ut- anbókar og geta farið með á góðri stundu,“ segir Andri Snær og við blaðamanni blasir nýtt árþúsund þar sem fólk kastar kveðju á náungann í bundnu máli. „Væri það kannski ólögleg fjölföldun hugverka?" veltir Sindri fyrir sér. Kortlagning Ijóðagensins Andri Snær bendir á enn einn kostinn við hina stjómlausu dreif- ingu Bókar í mannhafið: „Efth- mínum útreikningum ættu allir íslendingar að hafa lesið bókina á tveimur áram ef enginn svíkst und- an merkjum með því að kyrrsetja hana í bókahillunni,“ segir Andri Snær og kveðst reyndar hafa fengið þá hugmynd að festa á bækumar raf- ræn merki til þess að geta fylgst með ferðalagi eintakanna um landið. „Þetta er nefnUega svolítið eins og að sleppa seiðum," segir hann en út- skýrir að senditæki Hafrannsóknast- ofnunar hafi reynst of fyrirferðar- mildl tU verksins. Og kostum útgáfunnar virðast engin takmörk sett því skáldin benda á að lesendur taki virkan þátt í lífi og sköpun Bókar í mannhafið. Annars vegar með því að stýra stefnu eintak- anna um landið og hins vegar með því að rita nöfn sín á gestasíðumar. „Engin tvö eintök verða þannig eins og eftir því sem listinn lengist verður eintakið dýrmætara," segja Sigur- björg og Áaidri Snær og Sigtryggui’ bætir við: „Það væri vissulega snjall- ræði fyrir Islenska erfðagreiningu að fylgja bókinni eftir til þess að kort- leggja ljóðagenið, en hvert eintak mun geyma nöfn og fingraíor sem auðvelda munu slíka kortlagningu verulega." Partí við pýra- míaana HÉR sést franski tónlistarmað- urinn Jean Michel Jarre æfa fyr- ir stórsýningu sína í dag sem mun taka tólf klukkustundir. Þúsundir manna munu skemmta sér við undirspil Jarre og víst er að uinhverfið er tilkomuinikið. Jarre ákvað að nota ljósasýningu til að gera pýramídana ennþá til- komumeiri svo búast má við að ljósadýrðina megi greina um Iangan veg. Reuters ínska Jóa að taka pilluna? Haf narstræti Fasteignir á Netinu ýg) mbl.is \LLTAT EITTH\SAO fiJÝTT Nœturqatinn Gamlárskvöld Fögnum árinu 2000 með hljóm- sveitinni Stuóbandalaginu. Húsið opnað kl. 00.30. Léttar veitingar í boði hússins frá kl. 00.30—2.00. Nýársdag 1. janúar leika Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms. Húsið opnað kl. 22.00. Léttar veitingar í boói hússins frá kl. 22.00—24.00. Sunnudag 2. janúar leikur hljómsveit Hjördísar Geirs. Húsið opnað 21.30. Ath: Óbreytt verð á veitingum! Gamlárskvöld - Áramótadansleikur Húsið opnar kl. 01 * Hljómsveitin 8-villt leikur fyrir dansi fram á morgun Nýárskvöld - Nyarsgleði * Gala kvöldverður ★ ásamt dansleik BORÐAPANTANIR í Sl'MA 562 5530 ■STAÐURINN ÞAR SEM STUÐIÐ ERl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.