Morgunblaðið - 31.12.1999, Side 57

Morgunblaðið - 31.12.1999, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 57 MINNINGAR GUÐNI JÓHANNS- SON + Guðni Jóhannsson fæddist á Leirá í Leirársveit 24. septeni- ber 1913. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 12. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 21. desember. Ég minnist þess þegar ég var í Görðum fyrir margt löngu, að von var á gestum þangað. Það var í sjálfu sér ekkert nýtt eða markvert, því þar var mikill gestagangur. Það sem einkenndi þessa gestakomu var hlý eftirvænting, sem lá í loftinu, minnti helst á jólastemmningu. Rósa og Guðni voru að koma. Ég, sem þá þekkti þau hjón ekkert, fann svo glöggt hvað allir hlökkuðu til að fá þau í heimsókn. Seinna átti ég eft- ir að njóta þeirra einstæðu gestrisni og ljúfmennsku. Þegar ég beið eftir komu frumburðar míns í heiminn var ég á Akranesi hjá pabba en kom nánast daglega og sat í eldhúsinu hjá Rósu og hafi ég þreytt hana, fann ég aldrei fyrir því, hún tók mér alltaf með sömu gleðinni og góðvild- inni. Margt var spjallað, rætt um menn og málefni en aldrei Iagt mis- jafnt til nokkurs manns, Rósa var hafin yfir allt slíkt. Hún var fróð og lífsreynd, tranaði sér aldrei fram en var alltaf til staðar, hjálpsöm og traust. Hún bjó yfir sérstakri hlýju og kímni, sem veitti svo góða nær- veru. Og það var hún Rósa mín, sem var mér til halds og trausts þegar ég baðaði drenginn minn í fyrsta skipti. Það var gott að hafa hana hjá sér. Rósa og Guðni voru eitt í bestu merkingu þess orðs, hjón, vinir og félagar, og ævinlega bæði nefnd þegar annars var getið. Guðni missti því mikið þegar Rósa dó, en hann hélt lífinu áfram með dyggum stuðn- ingi Heiðu og Grétars. Hann var sí- vinnandi og hóf samvinnu við Ingu, systur Rósu, þegar bæði voru orðin harðfullorðin. Hann smíðaði litla kistla sem hún myndskreytti af list- fengi og vandvirkni og eru þeir hreinustu dýrgripir. Guðni var völ- undur í höndunum, afskaplega vandvirkur og hafði gott verksvit. Það var ekki hávaðinn og æsingur- inn í kringum hann, en honum vannst vel og sló ekki vindhögg. Nú, þegar þessi elskulegu hjón eru bæði farin er ég óumræðilega þakklát fyrir að hafa kynnst þeim, fyrir góðvild þeirra og tryggð, sem aldrei brást. Hafið einlæga þökk fyrir allt og allt. Elsku Heiða, Grétar, Stefán Heiðar og Leifur Guðni, ykkar er missirinn mestur, en sá fjársjóður sem þið eigið af góðum minningum um allt sem þau voru er ómetanleg- ur. Kristlaug (Didda). Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auð- veldust er móttaka svokallaðra ASCII- skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritv- innslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 669 1116, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréf- inu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Ástkaer faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÁKON M. MAGNÚSSON frá Bæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 4. janúar kl. 13.30. Gunnþór Hákonarson, Sigurjón Hákonarson, Þorgrímur A. Hákonarson, Héðinn Hákonarson, Jóhanna Hákonardóttir, Kristín I. Hákonardóttir, Sigríður E. Hákonardóttir, tengdabörn og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ÆGIR AÐALSTEINSSON prentari, er lést mánudaginn 27. desember, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 3. janúar kl. 10.30. Sigurveig Guðmundsdóttir Aðalsteinn Guðmundsson Herdís Hrönn Árnadóttir, Alfreð Ægir Guðmundsson, Sólveig Birna Karlsdóttir, Pálmi Guðmundsson, Ástríður Elín Ásgeirsdóttir og barnabörn. Gunilla Skaptason, Kristján Kristjánsson, Hallgunnur Skaptason, Andrés B. Sigurðsson, Gunnar O. Skaptason, Gerður Hannesdóttir, Björn Skaptason, Hildur Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, INGIBJARGAR ODDSDÓTTUR, Öldugötu 34, Reykjavík. Þórður Harðarson, Sólrún Jensdóttir, Anna Harðardóttir, Leifur Dungal, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, ÞÓRARINS GUNNARSSONAR gullsmiðs, Tjaldanesi 11, Garðabæ. Guð blessi ykkur öll á nýrri öld. Ásta Engilbertsdóttir, Sigrún Þórarinsdóttir, Ragnar Pálsson, Birgir Þórarinsson, Dóra Sigurðardóttir, Gunnhildur Þórarinsdóttir, Sveinn M. Ottósson, Guðrún Ragnarsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Björn Ragnarsson, Birna Kolbrún Gísladóttir, Egill Arnar Birgisson, Þórarinn Gunnar Birgisson, Sigríður Dóra Birgisdóttir, Ásta Rós Snævarsdóttir og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSGERÐARJÓNSDÓTTUR, Haukagili, Hvítársíðu, og heiðruðu minningu hennar. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra í Borgamesi og E-deildar Sjúkrahúss Akraness fyrir frábæra umönnun, hjúkrun og læknishjálp. Guð blessi ykkur öll og gefi gleði og frið á nýju ári. Jón Ingimundarson, Helgi Jónsson, Hildur Jónsdóttir, Rúnar Gunnarsson, Jón Ingimundur Jónsson, Sigurður Jónsson, Jóhanna Friðriksdóttir og barnabörn. + Þökkum af alhug samúð og hlýhug við andlát sambýlismanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, (AGNARS) REYNIS SIGURÐSSONAR. Sigríður J. Aradóttir, Sigurður F. Reynisson, Auðbjörg Reynisdóttir, Einar Gautur Steingrímsson, Viktor Þór Reynisson, Anna Kristín Kristófersdóttir, Jóhann Reynisson, Ingibjörg Stefánsdóttir og barnaböm. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, RAGÚELS HAGALÍNSSONAR, Hlíf 1, ísafirði. Vinátta ykkar og hjálp var ómetanleg. Starfsfólki Sjúkrahúss ísafjarðar þökkum við góða umönnun og einstaka hlýju í okkar garð. Helga Stígsdóttir og fjölskylda. + Eiginmaður minn, CARL GEORG KLEIN, Melabraut 22, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu miðvikudaginn 22. desem- ber. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför hans. Fyrir hönd barna og tengdabarna, Þóra Klein. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KJARTANS BERGMANNS GUÐJÓNSSONAR, Skúlagötu 20. Helga Kristinsdóttir, Guðbjörg Kristín Kjartansdóttir, Sólveig Kjartansdóttir, Hreinn Guðnason, Unnur Kjartansdóttir, Ingi G. Ingimundarson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.