Morgunblaðið - 31.12.1999, Side 38

Morgunblaðið - 31.12.1999, Side 38
;88 FÖST UD AGIJR ö l.DE SE MB BR .1909 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Messa eftir Gunnar Þdrðarson frumflutt í Víðistaðakirkju á nýársdag Morgunblaðið/Asdís Frá æfingu Aldamótakórsins og Kammersveitar Ilafnarfjarðar á Heilagri messu Gunnars Þórðarsonar í Víðistaðakirkju. Arnar Jónsson í leikritinu Abel Snorko býr einn. Abel Snorko af fjölunum FIMM sýningar eru eftir á leikritinu Abel Snorko býr einn, sem sýnt hefur verið á annað ár á Litla sviði Þjóðleik- hússins. Sýningarnar eru fyrstu vikuna í janúar en síðan verður verkið að víkja um sinn vegna næstu frumsýningar, sem er leikritið Hægan, El- ektra, eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur. Abel Snorko býr einn er eftir franska leikskáldið Eric-Emm- anuel Schmitt og fjallar um Nóbelsverðlaunahafa í bók- menntum, sem ákveður að veita blaðamanni viðtal á eyj- unni, þar sem hann býr einn, fjarri heimsins glaumi. Fundur þessara bláókunnugu manna verður upphafið að óvæntu og mögnuðu uppgjöri. Það eru þeir Arnar Jónsson og Jóhann Sigurðarson sem fara með hlutverkin tvö í leik- ritinu. „Dálítið annar heimur dægur lagamúsíkin “ Á morgun, nýársdag, verður frumflutt í VíðÍ- hvemig sem á er litið. „Þetta er mjög staðakirkju í Hafnarfírði Heilög messa eftir Gunnar Þórðarson við texta séra Sigurðar Helga Guðmundssonar. Margrét Sveinbjörns- dóttir ræddi við tónskáldið, sem hingað til hef- ur verið þekktara fyrir að semja dægurlög, og heyri það á hljóðfæraleikurunum og söngvurunum að þeim finnst þetta skemmtilegt og þeir syngja og leika með bros á vör. Ég held að þetta hljóti að vera mesta verk Gunnars,“ segir séra Sigurður Helgi. „Tónlistin verður að fara inn í fólkið“ prestinn, sem telur messuna tímamótaverk í ís- lenskri tónlistarsögu. HEILÖG messa er samin í tilefni kristni- tökuafmælis og spann- ar helstu þætti hefð- bundinnar messu, auk forspils og eftirspils. Verkið er samið fyrir einsöngvara, kór, org- eloghljómsveit. Af þessu tilefni hef- ur verið settur saman sextíu manna kór sem fengið hefur nafnið Aldamótakórinn, en hann er skipaður söngfólki af Alftanesi, úr Garðabæ og Hafn- arfirði. Einsöngvarar eru þau Þórunn Guð- mundsdóttir sópran og Sigurður Skagfjörð Steingrímsson baríton. Stjórnandi er Ulrik Ólason og honum til aðstoðar eru þeir Helgi Bragason og Jóhann Baldvinsson. Við upp- færslu verksins leikur einnig Kam- mersveit Hafnaríjarðar, sem skipuð er fimmtán hljóðfæraleikurum. Að auki taka þátt í flutn- ingnum prestar úr Hafn- arfirði og Garðabæ og djákni Víðistaðasóknar. Blessun lýsir herra Sig- urður Sigurðarson vígslubiskup og Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, flytur há- tíðarræðu. Þetta er í fyrsta sinn sem Gunnar Þórðarson semur messu og raunar segist séra Sigurður Helgi ekki vita til þess að samin hafi verið heildstæð messa hér á landi áður. Hann minnist messusvara séra • Bjarna Þorsteinssonar frá því fyrr á öldinni og einnig segir hann að ýmsir hafí áður samið einstaka messuþætti, en messa Gunnars sé tímamótaverk Gunnar Þórðarson Gunnar tók vel í það þegar séra Sigurður Helgi hringdi í hann á síð- astliðnu sumri og bað hann um að semja messu. Hann segir það í raun ekki mikið öðru vísi að semja kirkju- tónlist en dægurlög. í báðum tilfell- um þurfi að leggja merkingu í orðin með tónum. „Ég reyndi að hafa þetta dálítið lagrænt, þannig að fólk myndi grípa það. Tónlistin verður að fara inn í fólkið,“ segir Gunnar og bætir við að hann vilji gjaman að messan verði flutt oftar en einu sinni, ýmist í heild eða einstakir hlutar hennar. Hann segist hafa hlustað á nokkr- ar messur gömlu meistaranna til þess að setja sig í stellingar. Svo megi segja að messan hafi runnið upp úr honum. Hann segist á seinni árum aðeins hafa verið að fitla við að semja alvarlegri tónlist og hafi afskaplega gaman því. „Þetta er vissulega dálítið annar heimui- en dægurlagamúsík- in,“ segir hann. En skyldi Gunnar Þórðarson vera trúaður maður? „Já, það held ég,“ segir hann hugsi, „þó ég sé reyndar ekki mjög kirkjurækinn. En ætli ég sé ekki dæmigerður ís- lendingur að því leyti.“ I krafti guðs eða einhvers annars KVIKMYNDIR Stjörnubfo/Bfóhöllin The Messenger: The Story of Joan of Arc ★ ★ ★ Leikstjóri: Luc Besson. Handrit: Luc Besson og Andrew Birkin. Að- alhlutverk: Milla Jovovich, John Malkovich, Faye Dunaway, Dustin Hoffman, Vincent Cassel, Richard Ridings og Tchéky Karyo. Colum- bia/Gaumont 1999. í FLESTUM kvikmyndum sem gerðar hafa verið um Jóhönnu af Örk hefur köllun hennar frá guði alltaf verið tekið sem sjálfsögðum hlut, líkt og um frásögn í Bíblíunni væri að ræða. Hinn ágæti leikstjóri Luc Bes- son sem nú segir okkur söguna af stúlkunni sem leiddi her Frakklands til sigurs gegn Englendingum, fetar að því leyti í fótspor Martins Scorse- se í kvikmyndinni The Last Temptat- ion of Christ, að hann leggur til, eða frekur heldur þeim möguleika opn- um, að Jóhanna hafi verið ósköp mannleg, og hafi jafnvel framið kraftaverkið í krafti geðveilu. Sagan hefst árið 1420 þegar hópur Englendinga, sem þá ráða yfir stór- um hluta Frakklands, ræðst inn í þorpið Domrémy og drepur systur Jóhönnu sem þá er lítil stúlka. Til að hugga Jóhönnu leggur prestur nokk- ur til að kannski hafi guð hlíft henni, því hann ætlaði henni sérstakt hlut- verk í lífinu. Jóhanna tengir þessi orð við þær guðlegu vitranir sem hún tel- ur sig þegar hafa fengið. Nokkrum árum seinna kemst hún á fund krónprins Frakklands og lofar hon- um að leiða Frakklandsher til sigurs og hann skuli krýndur konungur fyrr en varir. Prinsinn er til í þetta og stúlkan stendur við orðin sín. En eft- ir krýninguna hefur konungurinn engan áhuga á að Jóhanna vinni fleiri landsigra og selur hana í hendur óvinanna sem eru fljótir að fá þessa norn brennda á báli. Útlit myndarinnar er býsna flott eins og leikstjórans er von og vísa. Besson tekst vel að endurskapa tíma- bilið, en kannski var það sérstaklega vegna frjálslegs talmáls að mér fannst sagan alveg eins hafa getað gerst í dag. Það er mjög skcmmtileg nálgun, því í rauninni hefur mannsk- epnan ekkert breyst á seinustu 500 ái'um. Mér finnst ótrúlegt að Jó- hanna hafi fengið að stjóma þessum her, og sé það illa gerast í dag. Mér þykir bardagamyndir yfirleitt leiðinlegar, enda skil ég aldrei hvað er að gerast. En í þessari mynd fannst mér bardagaatriðin bara skemmtileg; einföld og markviss og húmorinn aldrei langt undan. Leikaramir standa sig allir með prýði. Milla Jovovich er mjög sann- færandi í hlutverki Jóhönnu; næstum ennþá bam að aldri, full af krafti, ákafa og trú á Drottin guð sinn. Mér finnst kannski helst að hún hafi ekki ráðið við fangelsisatriðin þar sem samviskan talar við hana, enda er ég ósátt við hvernig tekið er á þeim mál- um. Þar er Dustin Hoffmann í hlut- verki samviskunnar, og gerir vel, en mér finnst ekki að hann ætti að vera þar. John Malkovich og Faye Duna- way era fín í hlutverkum krónprins- ins og tengdamóður hans. Bæði eru létt furðuleg, enda hefur þetta sjálfsagt verið frekar raun- veraleikafirrt fólk. Skemmtilegastir og eðlilegustu persónumar vora þó hermennii-nir sem stóðu að baki Jó- hönnu, Tchéky Karyo, Richard Rid- ings og Vineent Cassel. Jóhanna af Örk er stundum tæt- ingsleg kvikmynd, vantar kannski aðeins meiri heildarstíl, og kraft á köflum. En yfir höfuð skemmtileg mynd og forvitnileg útfærsla af sögu þessarar merku konu og kraftaverk- inu hennar, hver svo sem stóð á bak við það. Hildur Loftsdóttir Morgunblaðið/Þorkell Sif Tulinius og Steinunn Birna Ragnarsdóttir leika á fyrstu áskriftartónleik- um Txbrár árið 2000. Fiðlu- Og píanóleik- ur á af- mælistón- leikum Salarins SIF Tulinius fiðluleikari og Steinunn Biraa Ragnarsdóttir píanóleikari koma fram á árs afmæli Salarins fimmtudaginn 2. janúar kl. 20.30. Þær Sif og Steinunn Biraa leika verk eft- ir Beethoven, Handel, Ysafe, Janacek og Ravel. Eftir Beethoven verður flutt Sónata í A-dúr op. 30 nr.l fyr- ir fiðlu og píanó. Þá verður flutt Chaconne í G-dúr fyrir píanó eftir F. Handel. Eftir L. Janacek flytja þær Sónötu fyr- ir fiðlu og píanó og að lokum Tzigan fyrir fiðlu og pianó eft- ir Ravel. Sif Tulinius lauk einleikara- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1991, undir handleiðslu Guðnýjar Guð- mundsdóttur konsertmeist- ara. Hún stundaði fram- haldsnám í Bandaríkjunum og lauk BA-prófi frá Oberlin Col- lege sem nemandi Almitu og Rolands Vamos og meistara- gráðu frá New York þar sem kennarar hennar voru Joyce Robbins og Joel Smirnoff, fyrsti fíðluleikari Juilliard- strengjakvartettsins. Sif hefur unnið undir handleiðslu Juilli- ard- og Amadeus-kvartett- anna og einnig starfað með ýmsum tónskáldum þ. á m. Sofiu Gubaidulina og George Crumb. Meðal verkefna hjá Sif á næstunni er tónleikaferð með tónlistarhópnum Ensem- ble Modern í Evrópu. Steinunn Birna kemur fram á fjölmörgum tónleikum hér- lendis og erlendis á ári hverju og hefur undanfarin ár haldið tónleika á vegum Listahátíðar Reykjavíkur, Tónlistarfélags- ins, Kamniermúsikklúbbsins og Styrktarfélags fslensku óp- erunnar og komið fram sem einleikari með Sinfóníuhjjóm- sveit Islands. Steinunn er list- rænn stjórnandi Reykholtshá- tíðar, tónlistarhátíðar sem haldin er síðustu vikuna í júlí ár hvert í Reykholti. Þetta eru fyrstu tónleikarn- ir í áskriftaröð 1, en sú röð hefur alls að geyma fimm ein- leiks- og samleikstónleika, að meðaltali eina tónleika á mán- uði fram til vors.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.