Morgunblaðið - 31.12.1999, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 31.12.1999, Qupperneq 28
I 28 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Mikil hækkun á gengi hlutabréfa í hátæknifyrirtækjum 80% hækkun á N asdaq GENGI hlutabréfa í hátæknifyrir- tækjum hefur hækkað mikið á árinu 1999. Bandaríska Nasdaq-vísitalan, sem meðal annars er samsett af shk- um fyrirtækjum og notuð er sem við- mið um allan heim, hefur hækkað um rúmlega 80% frá síðustu áramótum. Reyndar eru það fyrst og fremst örfá alþjóðleg stórfyrirtæki og netfyrir- tæld sem standa að baki þessari hækkun, fyrirtæki á borð við Miero- soft og Yahoo, en hátæknimarkaður- inn hefur í heild notið góðs af enda virðast væntingar fjárfesta vera mikl- ar til þróunar í hátæknimálum. Góð afkoma tæknifyrirtækja Bjarni Adolfsson hjá fyrirtækja- greiningu íslansbanka F&M telur að miklar gengishækkanir hátækniíyrir- tækja á bandarískum hlutabréfa- markaði megi rekja til þátta á borð við batnandi afkomu. „Það eru nokkrir þættir sem hafa hjálpað til við þessa miklu hækkun. Bandarískt efnahagslíf er gríðarlega sterkt um þessar mundir og eru menn að sjá fram á níunda árið í samfelld- um hagvexti. Þá hjálpar sífellt ný tækni fyrirtækjum að hagræða og skila betri afkomu. Þau fyrirtæki sem tilheyra tækni- geiranum hafa verið að skila mjög góðri afkomu á þessu ári, þau hafa sí- fellt komið markaðnum á óvart með góðri afkomu, ársfjórðung eftir árs- fjórðung. Afleiðingin er að markaðs- aðilar spá þeim áframhaldandi vexti í framtíðinni og hefur sú krafa um vöxt aukist með hverjum ársfjórðungi. Alþjóðaviðskipti eru einnig stöðugt að aukast og það hefur hjálpað tækni- fyrirtækjunum sem og fyrirtækjum í öðrum greinum. Mikið hefiir verið um nýskráningar fyrirtækja (IPO) á Nasdaq-mai-kaðinn og hefur stór hluti þeirra hækkað verulega eftir að á markað er komið, oft um nokkur hundruð prósentustig," segir Bjami. Hann treystir sér ekki til að spá fyrir um hækkun Nasdaq á næsta ári en segist þó efast um að vísitalan og þau fyrirtæki sem halda uppi hækk- unum á henni eigi eftir að hækka eins mikið á næsta ári eins og hefur verið síðastliðið ár. „Hækkun Nasdaq á þessu ári er mesta hækkun sem nokkur vísitala í heiminum hefur sýnt í yfíi’ 80 ár. Það verður því að teljast óvarlegt að spá því að þetta muni endurtaka sig á næsta ári. Nokkur þenslumerki hafa látið á sér kræla og því gæti Seðla- banki Bandaríkjanna séð sig til- neyddan til að hækka vexti og slá þannig á hitann í hagkerfinu. Þetta myndi væntanlega leiða til einhverra leiðréttinga á hlutabréfa- mörkuðum vestanhafs og þá myndi það væntanlega koma verst niður á þeim fyrirtækjum sem eru með hæst V/H-gÚdi. Það hafa hins vegar nokkr- ir bent á það að þegar litið er á lista yfir þau fyrirtæki sem fara í nýskrán- ingu á fyrsta fjórðung þá séu þar mörg mjög spennandi fyrirtæki og komi til með að hjálpa markaðnum á fyrstu ársfjórðungum þess. Að auki eru forsetakosningar á næsta ári og verður spennandi að fylgjast með því hvemig markaðurinn tekur niður- stöðum úr þeim,“ segir Bjarni Adolfs- son. Gengi DeCODE komið i 42 dollara Bragi Smith, sérfræðingur í er- lendum hlutabréfum hjá Verðbréfa- stofunni, álítur að sú tæknibylting sem orðið hefur á undanfömum áram sé aðeins toppurinn af ísjakanum og því eigi fyrirtæld í tæknigeiranum enn eftir að hækka mikið í verði. Vandinn sé hins vegar fólginn í að sjá fyrir hvaða fyrirtæki það em sem munu verða leiðandi á næstu ámm. „Við höfum einungis séð brot af því sem mun gerast á næstu áram og sú þróun mun hafa mikil áhrif. Þar sem erfitt er að sjá þá þróun fyrir þá er erfitt að leggja mat á þau fyrirtæki sem þar koma við sögu. Það em ákveðnar formúlur notaðar við að meta fyrirtæki á borð við IBM o.fl. sem gera það að verkum að auðveld- ara er að reikna út raunhæft gengi slíkra fyrirtækja. En þegar kemur að hátæknifyrirtækjunum þá er eigin- lega engin leið til að meta þau því að gengið byggist að mestu á vænting- um fjárfesta til fyrirtækjanna. Miklir vaxtarmöguleikar gera það að verk- um að fjárfestar em tilbúnir til að veðja á að ákveðin fyrirtæki verði í forystu á sínu sviði í framtíðinni og þegar það verði þá muni gengið halda áfram að hækka", segir Bragi og bæt- h- við að mikil hækkun móðurfélags Islenskrar erfðagreiningar, De- CODE, sé gott dæmi um þetta. „Gengi bréfa í DeCODE er komið í um 42 dollara en það er ekki langt síð- an það stóð í um 6. Á þessum tíma hef- ur gengi í bandarískum líftæknifyrir- tækjum hækkað mjög ört sem hefur haft sín áhrif á DeCODE. Væntingar fjárfesta til fyrirtækisins em afar miklar vegna sérstöðu þess, þ.e. það hefur yfir gagnagrunni að ráða. Samkvæmt öllum reikningum era mörg hátæknifyrirtæki alltof hátt metin og það verða vissulega fyrirtæki sem ekki ná árangri. Hins vegar em önnur fyrirtæki á markaðnum sem tal- in em of hátt metin í dag en eiga samt eftir að hækka mjög mikið í framtíð- inni. Það er bara spumingin að vita og finna út hvaða fyrirtæki það era.“ Hann nefnir dæmi um hátæknifyr- irtæki í Svíþjóð. „Þau hækkuðu lítið framan af árinu. Þá bámst fréttir af því að bandarískir fjárfestar og sjóð- stjórar væm farnir að skoða þessi fyrirtæki og hefðu komist að þeirri niðurstöðu að þau væra vanmetin miðað við þau bandarísku. I kjölfarið varð mikil gengishækkun og á tíma- bili vom sum sænsku fyrirtækjanna að hækka um 20-30% á dag.“ Hvað framtíðina varðar spáir Bragi því að Nasdaq-vísitalan verði áfram mjög sterk á næsta ári. „Það munu koma leiðréttingar inn í hana á árinu en þær verða ekki eins stórar og hækkanimar hafa orðið. Þá verður Skandinavía, aðallega Finn- land og Svíþjóð, mjög sterk á árinu og þar gætu orðið miklar gengishækk- anir á tæknisviðinu. Af íslenskum fyrirtækjum, þá tel ég að DeCODE eigi eftir að hækka mefra. Þá er Memphis einnig mjög spennandi fyrirtæki. Þeir eiga eftir að ná mjög langt því þegar samkeppnin er skoðuð þá em þeir komnir í fremstu röð á sínu sviði. Loks má nefna ný íslensk fyrirtæki sem era að hanna tölvuleiki og era enn að fjár- magna sig.“ Gríðarleg aukning á næstu árum Bragi segir að til lengri tíma litið megi búast við gríðarlegri aukningu á síma- og nettengingum á næstu árum þegar lönd á borð við Indland og Kína, með um 2 milljarða manna, komast almennilega inn í tæknina en hann segir Kína vera u.þ.b. 6-7 áram á eftir Evrópu og Bandarílqunum í tölvunotkun. „Það sama á við um farsímanotkun- ina og alla þá þróun sem verður á því sviði. Það er nokkuð ;sem ekki hefur enn verið séð fyrir. I Finnlandi era 80% heimila með GSM-síma en þetta hlutfall er miklum mun minna í Bandaríkjunum.“ Hann telur tvímælalaust að full ástæða sé til að ætla að þau skandina- vísku fyrirtæki sem hafa verið leið- andi á fjarskiptamarkaði, verði það áfram þegar aðrá' heimshlutar taka við sér. „Svíar vora tilbúnir til að fara inn á Evrópumarkaðinn áður en Evrópa tók við sér. Þeir sáu fyrir sér að taka markaðinn áður en hann vaknaði og þeir gerðu það. Þannig að á meðan Evrópa er enn að vaxa þá era þessi fyrirtæki komin inn,“ segir Bragi að lokum. Oýf /s//Sf/jS/Sf '/t/tSf//t öÆ/SS/ yf//'~jfs/f///' s/ ssý/s/ ///'/■ . f'/sXÆýs//s/ f/ ///)/*////* ///'///// 'SýfZ/^fá'/Xf f//ýstff//tf/)(///*f/SYSSStf/S'. |--~------------ "• .............. Hi EIÖVAMIÐLIMN SuNunmlii Fornsagnagetraun Morgunblaðsins birtist í blaðinu í dag á bls. 32 c Getraunin byggist á spurningum úr köflum og kvæðum íslenskra fornbókmennta. Veitt verða þrenn verðlaun Heimur kvikmyndanna. Ritstjóri: Guðni Elísson. Útgefendur eru Forlagið og art.is. Tídaegra eftir Giovanni Boccaccio. Þýðing: Erlingur E. Halldórsson, Útgefandi er Mál og menning. Njáluslóðir eftir Bjarka Bjarnason. Útgefandi er Mál og mynd. FORLAGIÐ Mál og menning Úrlausnir þurfa að berast Morgunblaðinu fyrir kl. 16 mánudaginn 17. janúar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.