Morgunblaðið - 31.12.1999, Síða 22

Morgunblaðið - 31.12.1999, Síða 22
22 FOSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Gagngerar endurbætur á hótelinu í Stykkishólmi Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason Feðgarnir Þorbergur Bæringsson og Sæþór Þorbergsson í einu her- bergjanna sera er verið endurgera. Þorbergur hefur umsjón með fram- kvæmdunum sem ljúka á í mars og Sæþór er hótelstjóri. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Þorskhausar á fjósgafli Stykkishólmi-Þessa dagana er verið að endurnýja öll herbergin á hótel- inu í Stykkishólmi. Hlutafélagið Þór hf. er eigandi hótelsins og stendur að endurbótun- um. Á herbergjum er öllu gömlu hent út og lagt parket á öll gólf og veggir málaðir. Öll húsgögn verða ný. Þá verður skipt um alla glugga hótelbyggingarinnar og húsið málað að utan. Lyfta verður sett í húsið. I haust var veitingasalurinn lagfærð- ur mikið. Tekin verður í notkun í vor ný símstöð á hótelinu þar sem hægt verður að tölvutengja herbergin. Með því er verið að horfa til ráð- stefnuhalds. Framkvæmdum á að vera lokið um miðjan mars. Rekstur hótelsins í Stykkishólmi hefur gengið mjög illa síðustu ár. Því hefur ekki verið hægt að sinna viðhaldi húsnæðisins og var mjög aðkallandi að bæta þar úr. Það var í vor að Foss-hótelkeðjan tók hótelið á leigu og gerður var 10 ára samn- ingur þar. Að sögn hótelstjórans, Sæþórs Þorbergssonar, hefur verið nóg að gera hjá nýjum rekstraraðil- um. Aðsókn að hótelinu hefur verið góð og í fyrsta skipti í mörg ár hefur ekki komið „dauð“ helgi á haust- mánuðum. Með þessum miklu end- urbótum verður auðveldara að afla fleiri verkefna og segist Sæþór hlakka til að geta boðið gestum sín- um upp á fyrsta flokks aðbúnað og þjónustu. EINAR Klemensson, bóndi í Prests- húsum í Reynishverfi, nýtir fjós- gaflinn til þess að þurrka þorsk- hausa. Hann fékk fyrir skemmstu 200 hausa að gjöf og taldi hentug- ast að hengja þá upp á fjósið. Vera kann að einhver telji að hætt sé við að fjósalykt verði að hausunum, en Einar var ekkert að velta því fyrir sér. Morgunblaðið/Finnur Pétursson Unnið að því að flytja skúrinn niður á bryggju. Olíubirgðastöð á Tálknafírði minnkuð Tálknafirði - í sumar og haust hef- ur verið unnið að því að fjarlægja olíu- og bensínbirgðatanka af at- hafnasvæði Esso/Olíudreifingar á Tálknafirði. Fyrir skömmu kom Bakkafoss, strandferðaskip Eimskips, inn á Tálknafjörð að sækja þann tank sem var stærstur og geymsluhús sem ekki voru not fyrir. Nú er að- eins einn tankur eftir á svæðinu og mest af eldsneytinu sem notað er á Tálknafirði er nú flutt frá Patreks- firði með tankbíl. Það heyrir til undantekninga að svo stór skip sem Bakkafoss legg- ist að bryggju í Tálknafirði þar sem áætlunarsiglingar til Tálkna- fjarðar lögðust af fyrir nokkrum árum. Vann ferð til Á AMERÍSKUM dögum sl. haust í verslunum KA var staðið fyrir leik í samvinnu við Flugleiðir. Viðskipta- vinir svöruðu spumingum og gátu unnið til ferðar fyrir tvo til Minnea- polis í Bandaríkjunum með Flugleið- um. Núna rétt fyrir jólin var dreginn Minneapolis út vinningshafi og honum afhent gjafabréf; ferð fyrir tvo til Minnea- polis. Vinningshafinn var Krisín Stefánsdóttir frá Selfossi og tók hún við gjafabréfinu úr hendi Helga Sig- urðar Haraldssonar, markaðsstjóra KÁ-verslana. Salmonella í hrossum í Vetleifsholti Skipuleg sýnataka eftir helgina STAÐFEST er að hrossin þrjú auk einnar kindur sem drepist hafa á bænum Vetleifsholti á Suðurlandi undanfarið drápust úr salmonellu. Að sögn Katrínar Andrésdóttur hér- aðsdýralæknis á Suðurlandi fer yfir- dýralæknisembættið af stað með skipulega sýnatöku eftir helgina, „til að við áttum okkur á umfangi og al- varleika ástandsins". Fyrsta hrossið drapst í í nóvember og svo tvö um jólin en ekki hafa fleiri hross veikst svo vitað sé. Katrín seg- ir bæinn hafa verið undir ströngu eftirliti og gengið hafi verið ti-yggi- lega frá hræjunum enda eigendur áttað sig fyllilega á alvarleika máls- ins. Afkomendur Valgerðar frá Hofí í Vatnsdal Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Ágúst þriðji sonur Valgerðar þriðju skírður um jólin FIMMTI ættliðurinn og jafnframt þriðji Ágústinn frá Ágústi B. Jóns- syni fyrrum bónda á Hofi í Vatnsdal var skírður um jólin. Þetta er ef til vill ekki í frásögur færandi nema að nöfn þeirra Valgerðar Einarsdótt- ur (Bólu Einars) er á Hofi bjó á fyrri hluta þessarar aldar og sonar hennar Ágústar sem fyrr er getið hafa ávallt komið fram í hverjum ættlið Geitaskarðsarms þessarar ættar. Valgerður, fyrrverandi húsfreyja á Geitaskarði, dóttir Ágústar og Ingunnar Hallgrímsdóttur á Hofi, á m.a. Ágúst Sigurðsson (Þorbjarnar- son), bónda á Geitaskarði, og ein dóttir hans og Ásgerðar Pálsdóttur heitir Valgerður og á hún þann son er á jólum var skírður Ágúst, reyndar Ragnar að fyrsta nafni Ró- bertssonar Ragnarssonar og búa þau í Grindavík. Á myndinni eru Valgerður Ágústsdóttir, Ágúst Sig- urðsson ogValgerður Ágústsdóttir með son sinn Ragnar Ágúst Ró- bertsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.