Morgunblaðið - 31.12.1999, Síða 14

Morgunblaðið - 31.12.1999, Síða 14
14 F>ÖSTUÐAGURi31.. DESEMBER 1909 .MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Ákvörðun um framtíð Götusmiðjunnar á Kjalarnesi tekin 10. janúar Ibúar mótmæla starfseminni Kjalarnes GÖTUSMIÐJAN, sem í októ- ber sótti um leyfí fyrir rekstri meðferðarheimilis fyrir ungt fólk í vímuefnavanda á Arvöll- um á Kjalarnesi hefur enn ekki fer.gið leyfi en búist er við því að borgaryfirvöld taki ákvörðun í málinu 10. janúar nk. Töluverð óánægja hefur gert vart við sig á meðal íbúa í grennd við heimilið og hafa þeir sent borgaryfirvöldum undirskriftalista og fjölmörg bréf, þar sem starfseminni hefur verið mótmælt. „Kjalnesingar hafa ekkert að óttast því við erum bara eins og ein stór fjölskylda og það verða allir bláedrú á Ar- völlum,“ sagði Guðmundur Týr Pórarinsson, fram- kvæmdastjóri Götusmiðjunn- ar, í samtali við Morgunblað- ið. „Þjóðin hefur rekið upp heróp gegn fíkniefnum, en þegar á reynir þá vill enginn sjá þetta nálægt sér. Ef við fá- um ekki að vera þarna þá er búið að jarða Götusmiðjuna og meðferðarúrræðið dáið.“ 3 til 4 mánaða biðlisti Við erum með þriggja til fjögurra mánaða biðlista og því brýnt að við fáum að starfa af fullum krafti sem allra fyrst, enda munum við sækja mál okkar mjög fast.“ Guðmundur Týr sagði að þar sem ekki væri enn búið að veita heimilinu starfsleyfi væri formleg starfsemi ekki hafin. Hann sagði hinsvegar að Götusmiðjan væri tilfall- andi að sinna nokkrum ungl- ingum og að ekkert væri ólög- legt við það þar sem hún hefði leyfi fyrir rekstri gistiheimil- is. „Það liggur líka ljóst fyrir að ef við fáum nei í janúar þá munum við reka þetta sem sérhæft gistiheimili fyrir ungt fólk í stað þess að reka þetta sem meðferðarheimli, en ég trúi því ekki að til þess þurfí að koma.“ Guðmundur Týr benti einn- ig á að fordæmi fyrir rekstri meðferðarheimilis á Kjalar- nesi væri til staðar, þar sem í næsta nágrenni ræki SAA meðferðarheimilið Vík og þá hefði um tíma verið starfsemi á Tindum hinum megin við Vesturlandsveginn. Hinn 20. september sendi 31 íbúi á Kjalarnesi bréf til borgaryfirvalda þar sem fyr- irætlan Götusmiðjunnai'-vtrk- isins um að hefja rekstur með- ferðarheimilis á Arvöllum var mótmælt. Töldu íbúarnir að ekki hefðu verið fengin tilskil- in leyfi enda bryti starfsemin í bága við gildandi aðalskipulag Kjalarness, þar sem greind jörð væri á landbúnaðar- svæði. Hinn 7. október sendi síðan forsvarsmaður Götu- smiðjunnar bréf til borgaryf- irvalda, þar sem sótt var um leyfi til að reka meðferðar- heimilið. Borgarskipulag veitti málinu umsögn Borgarskipulag veitti mál- inu umsögn og í niðurstöðum hennar, frá 20. október, sagði að skipulags- og umferðar- nefnd gæti ekki, að óbreyttri landnotkun, mælt með því við byggingarnefnd að hún féllist á umsókn Götusmiðjunnar um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun húsnæðisins að Ar- völlum. Hins vegar væri skipulags- og umferðarnefnd heimilt að leggja til við borg- arráð að aðalskipulagi Kjalar- ness verði breytt í þá veru að landnotkun jarðarinnar Ár- valla verði breytt úr landbún- aðarsvæði í svæði fyrir þjón- ustustofnanir, til að Götusmiðjan geti verið með starfsemi þar. I umsögn Borgarskipulags, sem undirrituð er af Ivari Pálssyni lögfræðingi segir að breytingin á aðalskipulaginu geti haft í för með sér bóta- skyldu fyrir borgarsjóð. Breytingin á aðalskipulag- inu var auglýst og lauk kynn- ingu á henni hinn 15. desem- ber. Alls bárust athugasemdir frá 8 einstaklingum sem og undirskriftarlisti með 80 und- irskriftum íbúa og landeig- enda á Kjalarnesi. I athugasemdunum var m.a. sagt að skipulagsbreyt- ingin fæli í sér brot á 12. gr. jarðalaga, þar sem segir að land sem nýtt sé til landbún- aðar megi ekki taka til ann- arra nota, nema heimild sé til slíks í lögum, að öðrum kosti þurfi samþykki ráðherra. Svæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði í athugasemd Búnaðarfé- lags Kjalarneshrepps var m.a. vísað til þess að við samein- ingu Reykjavíkur og Kjalar- ness hefði svæðið undir Esju- hlíðum verið skilgreint sem landbúnaðarsvæði og áhersla lögð á að varðveita ímynd þess sem slíks. Þetta sjónar- mið kom fram í flestum at- hugasemdunum m.a. í bréfi með undirskriftarlista hinna 80 íbúa og landeigenda. Þá óttast margir að breytingin muni leiða til lækkaðs fast- eignaverðs og áskilja sér rétt til bóta. Vegna þessara athuga- semda og þá sérstaklega til- vísunarinnar í 12 gr. jarðalaga var leitað umsagnar landbún- aðaráðherra og Bændasam- taka íslands og gerði hvorug- ur athugasemd við að landnotkuninni yrði breytt. í umsögn Borgarskipulags er dregið í efa að breytingin muni hafa þau áhrif að ímynd svæðisins, sem dreifbýlis og landbúnaðarhéraðs, muni skerðast, þar sem um tiltölu- lega lítið svæði er að ræða. Umfangsmesta athuga- semdin barst frá Jóni Finn- bogasyni lögfræðingi fyrir hönd Guðlaugs Þorgeirssonar og Hafdísar Reynis Þórhalls- dóttur, eigenda Kirkjulands, sem stendur skammt frá Ar- völlum. Jón sagði mikilvægt að það kasmi fram að mótmæli umbjóðenda sinna tengdust ekki á nokkurn hátt fordóm- um í garð þeirrar mikilvægu Morgunblaðið/Kristinn fbúar á Kirkjulandi, sem er hvíta húsið vinstra megin á myndinni, hafa mótmælt áformum Götusmiðjunnar-Virkisins um að reka meðferðarheimili fyrir ungt fólk í vímuefnavanda á Árvöllum, m.a. vegna nálægðar húsanna, en Árvellir eru húsin hægra megin á myndinni. þjónustu sem Götusmiðjan- Virkið ræki. í athugasemd Jóns segir að umbjóðendur hans hafi flutt að Kirkjulandi árið 1989 til að njóta kyrrðar og til að geta sinnt þar smá landbúnaði í ró og næði og að umbjóðendur hans hafi keypt eignina í trausti þess skipulags sem samþykkt hafi verið í sveitar- stjóm árið 1974. Að sögn Jóns var skipulagi svæðisins breytt árið 1994 þegar veitt vaj' heimild til að reka bændagistingu á Arvöll- um. Hann sagði að á þeim tíma hefðu Guðlaugur og Haf- dís mótmælt breytingunni harðlega, en að hún hefði engu að síður verið samþykkt með tilteknum skilyrðum, sem ekki hefði verið staðið við nema að litlu leyti. Meðal skil- yrða sem ekki hefðu verið uppfyllt væru sér heimreið fyi-ir Arvelli, en í dag notast býlin við sömu heimreið og gerð manar á milli jarðanna. Leiðir til lækkunar á fasteignaverði Jón sagði að meirihluta hreppsnefndar hefði á sínum verið svo mikið kappsmál að ná mótmæltri breytingu í gegn að hann hefði samþykkt hreppsábyrgð á byggingu gistiheimilisins áður en breyt- ing á landnotkuninni hefði verið auglýst og samþykkt. í ljósi þessa segir hann enga furðu þó breytingin hafi náð fram að ganga þrátt fyrir ít- rekuð mótmæli ábúenda að Kirkjulandi og annarra smá- býla í nágrenninu sem hafi óttast mjög að í kjölfar breyt- inganna kæmu aðrar sem myndu ganga enn lengra, líkt og komið hefði íljós nú. Smábýlin Arvellir og Kirkjuland liggja hlið við hlið og sagði Jón að þótt jarðinar væru báðar um 10 hektarar væri fjarlægð á milli húsa ekki rneiri en 20 metrar. Hann sagði að vegna nábýlisins yrðu ábúendur á hvorri jörð ávallt varii* við starfsemi á býlinu við hliðina og að skipu- lagsyfirvöld ættu að hafa það í huga. Þá sagðist Jón draga í efa að rekstur með 18 vist- mönnum og 24 starfsmönnum væri eins fyrirferðarlítill og látið væri í veðri vaka. Reynd- ar sagði Jón að í lok nóvember hefði stjórn Götusmiðjunnar sent gíróseðla til borgarbúa þar sem sagt hefði verið að meðferðarheimilið gæti hýst allt að 20 ungmenni, þrátt fyr- ir að aðeins hefði verið sótt um leyfi fyrir 18. Hann sagði að þetta benti ekki til þess að umburðarlyndi og virðing fyr- ir lögum og nábúum væru við- mið sem starfsmenn Götu- smiðjunnai' hefðu að leiðar- ljósi. Jón sagði að þegar farið væri út í breytingar á skipu- lagi væri mikilvægt að huga að öllum þáttum sem leitt gætu til lækkunar á markaðs- virði fasteigna, og sagði hann að ef breytingin myndi ná HÚSIÐ við Skúlaskeið 42 verður líklega ekki rifið í bráð að sögn Erlends Árna Hjálm- arssonar, byggingarfulltrúa Hafnarfjarðarbæjar, en hinn 16. desember vísaði bæjan-áð erindi Sólveigar Guðnadóttur til umsagnar fulltrúans, en fi'am að ganga myndi hún vafalaust leiða til lækkunar á fasteignaverði Kirkjulands. Boðist til að byggja sérafleggjara og mön Varðandi mótmæh ábúenda Kirkjulands sagði Guðmund- ur Týr það ekki sanngjamt hjá þeim að blanda Götusmið- junni inn þau, því þar væri i raun um gamalt mál að ræða. Hann sagði að Reykjavíkur- borg hefði þegar boðist til _að byggja sérafleggjara fyrir Ár- velli, sem og mön á milli jarð- anna. Guðmundur sagði að starf- semin á Árvöllum kæmi engan veginn til með að hafa áhrif á fólldð á Kirkjulandi, því þó þar yrði ákveðinn fjöldi vistmanna og starfsfólks þá myndi sá fjöldi ekki vera meiri en sá fjöldi sem t.d. yrði þarna ef áfram yrði rekið gistiheimili. Þá sagðist hann aldrei hafa hitt ungling sem væri bæði óf- erjandi og óalandi. „Ef við verðum ekki með starfsemi þarna þá kemur bara einhver önnur í staðinn, jafnvel gistiheimili með vín- veitingaleyfi og ekki yrði það betra.“ hún hefur farið fram á að hús- ið verði rifið vegna eldhættu. Erlendur sagði að málið væri mjög sérstakt að því leyti að beiðnin um niðurrif kæmi frá nágranna, en ekki eigendum. Hann sagði að ef bærinn hygðist rífa húsið myndi hann fyrst þurfa að leysahúsið.tilsín. Skúlaskeið 42 Húsið ekki rifíð Hafnarfjörður ... Foreldrar afhenda bæjarstjóra Garðabæjar mótmæli Vilja að ráðning skóla- stjóra verði endurskoðuð Morgunblaðið/Golli Kristín S. Kvaran, forsvarsmaður foreldra barna í Tónlistarskóla Garðabæjar, afhendir Ingimundi Sigurpálssyni bæjarsljóra undirskriftarlista þar sem ráðningu Agnesar Löve í starf skólastjóra skólans er mótmælt. BÆJARSTJÓRA Garðabæj- ar var í gærmorgun afhentur undirskriftalisti foreldra barna við Tónlistarskóla Garðabæjar, þar sem skorað er á bæjarstjórn að endur- skoða ráðningu Agnesar Löve í starf skólastjóra við skólann, en skólanefnd hafði áður mælt með því að Smári Óla- son yfirkennari yrði ráðinn. Að sögn Kristínar S. Kvaran, forsvarsmanns foreldranna, vilja foreldar með þessu lýsa eindregnum stuðningi við ályktun skólanefndar um að Smári verði ráðinn. „Það er mikill hugur í okk- ur sem að þessu stöndum og viljum við ekki trúa því fyrr en á reynir að bæjarstjórn gangi svo langt að hunsa vilja okkar og kennaranna við skólann, enda myndi það bera vott um yfirgang og lítilsvirð- ingu fyrir skoðunum okkar,“ sagði Kristín. Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri Garðabæjar, sagði í samtali við Morgun- blaðið að undirskriftalistan- um yrði komið áleiðis til bæj- arfulltrúa, en að ekki lægi fyrir hvað yrði gert á þessu stigi málsins. Vilja að bæjarstjórnin haldi aukafund um málið Kristín sagði að með undir- skriftalistanum væri verið að hvetja til þess að málið hlyti réttláta meðferð og að boðað- ur yrði bæjarstjórnarfundur sem fyrst, en næsti fundur er ráðgerður 20. janúar og finnst Kristínu það of seint. Hún sagði að auglýsa þyrfti auka- fundinn og gera ráðstafanir til að taka á móti fólki, sem vildi fylgjast með umræðun- um. Ingimundur sagði að um aukafund giltu ákveðnar reglur og að ekki væri búið að taka neina ákvörðun um það hvort slíkur fundur yrði hald- inn. Að sögn Kristínar rituðu um 85 til 90% forsjármanna nemenda við Tónlistarskól- ann ásamt fullveðja nemend- um, sem allir eru Garðbæing- ar, nöfn sín á listann. Hún sagði að fjöldi fólks hefði hringt að fyrra bragði til þess að koma nöfnum sínum á framfæri og einnig hefðu bæj- arbúar, sem ekki ættu börn í skólanum, haft samband og hvatt til almennrar undir- skriftasöfnunar. Gerræðisleg afgreiðsla |j bæjarstjóraar „Ástæða þeirrar hugmynd- ar var að fólki þótti sem um hefði verið að ræða gerræðis- lega afgreiðslu bæjarstjórn- ar, þar sem ekki hefði verið tekið tillit til allra þátta máls- ins.“ Kristín sagði að sú stað- reynd að gögn og meðmæli fe sem fylgja hefðu átt umsókn Smára hefðu ekki skilað sér B gæfi ein og sér tilefni til þess 8 að taka málið upp að nýju. Að sögn Ingimundar fylgdu fjölmörg gögn með umsókn- um viðkomandi umsækjenda, og sagði hann að gert hefði verið grein fyrir þeim í þeim umsóknum sem dreift hefði verið til bæjarfulltrúa og skólanefndar. Hann sagði að í h> umsóknunum sem dreift hefði 18 verið til bæjarfulltrúa og ■ skólanefndar hefði m.a. kom- ff ið fram hverja Smári nefndi sem meðmælendur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.