Morgunblaðið - 31.12.1999, Side 1

Morgunblaðið - 31.12.1999, Side 1
STOFNAÐ 1913 298. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS iil' fruftM'Étuii Morgunblaðið/Ámi Sæberg (jrlwhl&gt n yar - 2000 i',ff*:.'T é . j * ^V" Stærsta bankarán ísögu Noregs? Ósló. AP. DAGBLAÐ í Noregi hefur eftir ónefndum heimildum í gær að allt að 30 milljónum norskra króna, jafnvirði um 270 millj- óna íslenskra króna, hafl verið stolið í vopnuðu ráni í Osló fyrr í vikunni. Svo virðist sem norska lögreglan hafl viljað halda upplýsingum um ránið leyndum en það gæti verið hið stærsta í sögu landsins. Samkvæmt frásögn blaðsins Dagbladet voru tveir óvopnaðir öryggisverðir að flytja reiðufé í hús í eigu Den norske Bank í Ósló þegar ránið var framið. Þrír grímuklæddir menn óku Chevrolet-bifreið um öryggis- hlið við bygginguna og skutu viðvörunarskotum af vélbyss- um. Enginn slasaðist en ræn- ingjarnir höfðu féð á brott með sér í annarri bifreið. Ránið er áttunda bankaránið á aðeins 14 mánuðum þar sem flutningamenn á vegum fyrir- tækisins Securitas í Noregi koma við sögu. Ránin eru öll óupplýst en einn maður hefur verið handtekinn í tengslum við rán sem framið var í október 1998. Yllrmenn Securitas í Noregi hafa ekki viljað tjá sig um ránin en grunsemdir hafa vaknað um að vitorðsmenn geti leynst í hópi starfsmanna fyrir- tækisins. Ekkert ríki reiðubúið að taka við flugræningjunum Kandahar, Nýju-Delhí. AP, AFP. LÍKUR voru taldar á því í gærkvöld að indversk stjómvöld væru reiðu- búin að koma að einhverju leyti til móts við kröfur mannanna sem rændu Airbus-300-farþegaþotu Indi- an Airlines fyrir viku og láta lausa nokkra af 36 uppreisnarmönnum frá Kasmír sem nú eru í indversku fang- elsi. Utanríkisráðherra Indlands, Jaswant Singh, sagði að samninga- viðræðumar væm á „afar viðkvæmu stigi“ en afganskur starfsbróðir hans, Wakil Ahmad Mutawakel, sagðist vera bjartsýnn. Heimildarmenn sögðu að erfiðasti vandinn væri að finna rfld sem vildi taka við ræningjunum, hvorki Afg- anar né Pakistanar vildu veita þeim landvist. „Þetta er pattstaða. Ekkert land vill taka við flugræningjunum og uppreisnarmönnunum frá Kasmír sem ætlunin er að láta lausa,“ sagði einn þeirra. Indverjar em sagðir reyna að semja við ýmis arabaríki en þau munu einnig vera lítt fús að taka við mönnunum. Javed Jabbar, einn af ráðgjöfum Pervez Musharrafs hershöfðingja, sem fer fyrir stjóm herforingjanna í Pakistan, sagði í gær að leyniþjón- usta Indíands, RAW, hefði staðið á bak við flugránið. Hún hefði af ráðn- um hug dregið málið á langinn til þess að „skapa frelsishreyfingunni í Kasmír neikvæða ímynd og sverta ímynd Pakistans". Markmiðið væri að fá Bandaríkin til að skipa Pakist- Pakistanar segja indversku leyni- þjónustuna á bak við flugránið an í flokk ríkja er styddu hryðjuverk. Enn em 155 manns um borð í vél- inni, þar af 44 konur og tvö böm, og er aðbúnaður þeirra slæmur. Ræn- ingjamir myrtu einn af farþegunum þegar hann varð ekki við skipun þeirra um að horfa ekki á þá. Sameinuðu þjóðimar hafa sent flugvél með mat handa gíslunum í vélinni og bensíni hefur verið dælt í geyma hennar til að hægt sé að tryggja hita um borð en kalt er á þessum slóðum, hitastig um frost- mark. 25 ára gömlum manni, Simon Ber- ara, sem mun þjást af magakrabba- meini, var í gær leyft að fara úr vél- inni og njóta aðhlynningar á sjúkrahúsi í hálfa aðra klukkustund gegn loforði um að hann yrði á ný fluttur um borð. Sykursjúkur maður á fimmtugsaldri, Anil Khurana, sem var um borð, fékk fyrr í vikunni að fara frjáls ferða sinna og kom hann til Nýju-Delhí í gær. Farþegaþotan er á flugvellinum í borginni Kandahar í Afganistan, sem er á valdi talebana-stjórnarinn- ar. Hafa talebanar hótað að hrékja flugræningjana á brott ef ekki flnn- ist lausn fljótlega. Talebanar hafa fordæmt gíslatök- una. Hafa þeir mikinn viðbúnað her- liðs á vellinum og juku hann enn í gær en lögðu áherslu á að eingöngu væri um að ræða öryggisráðstafanir. Skriðdreki var til reiðu á hæð við flugvöllinn. Ráðist á Harrison London. AP. BÍTILLINN fyrrverandi, George Harrison, var fluttur á sjúkrahús að- faranótt fimmtudags eftir að hafa verið stunginn í brjóstið af manni sem braust inn á heimili hans um nóttina. Manninum tókst að komast framhjá öflugu öryggiseftirliti við sveitasetur Harrisons skammt utan við Lundúnir. Ekki er vitað um ástæður árásarinnar en Harrison og konu hans, Oliviu, tókst að yfirbuga tilræðismanninn. Harrison hlaut eitt djúpt stungusár á brjósti en læknar segja að hann sé ekki í lífshættu. Kona hans hlaut minniháttar áverka í árásinni. ■ Mun ekki vera/33 ^ islandssimus MORGUNBLAÐK) 31. DESEMBER1999

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.