Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 B 21 * Því miður eru dansleikir í dag ekki við hið sama og verið hefur í gegnum tíðina. Reykjavíkurstúlk- an sem sötraði Sítrón og dansaði sér til skemmtunar er ekki sú sama og Reykjavíkurstúlka dagsins í dag sem drekkur bjór á öldurhúsum bæjarins. Þó stúlkur í dag dreymi efla'ust um að svífa um dansgólf bæjarins í örmum myndarlegs dansherra er það varla raunhæfur draumur. Almenn danskunnátta er ekki upp á marga físka og kyn- slóðirnar sem eru að vaxa úr grasi kunna lítið fyrir sér þegar kemur að dansi. Allt frá því að rokktón- listin kom til sögunnar og leysti upp pardansana hefur almennri danskunnáttu hrakað. Þetta eru því miklar breytingar þar sem dans hefur verið ríkur þáttur í skemmt- analífi landsmanna frá fornu fari. Um þessar mundir stendur yfir umræða í menntamálaráðuneytinu um hvort taka eigi upp dans sem skyldugrein í grunnskólum. Sagan sýnir og sannar að alltaf hafa allar stéttir þjóðfélagsins dansað á ís- landi. Aður fór danskennsla fram á heimilum því bömin lærðu það sem fyrir þeim var haft. Nú er öldin önnur og greinilegt að skóla- yfirvöld verða að sjá börnum fyrir danskennslu. Það er einnig auðvelt að færa rök fyrir því að dansiðkun sé góð forvörn gegn áfengis- drykkju og ætti að taka það til athugunar nú á tímum vímuefna- vanda ungmenna. Almenn dans- kennsla í grunnskólum gæti haft jákvæð áhrif til framtíðar þar sem foreldrar í dag miðla almennt ekki danskunnáttu sinni með því að halda stofuböll. Almenningur nú- tímans og stjórnendur menntamála ættu þess vegna að taka Reykja- víkurstúlkuna, skólapilta Mennta- skóla Reykjavíkur og bændur mið- alda sér til fyrirmyndar og hefja almenna danskunnáttu aftur til vegs og virðingar. Hver veit nema Sítrónið komist þá aftur í tísku. hefðu örlítið mismunadi massa myndu því breiðast út sem bylgjur með örlítið mismunandi bylgju- lengd. í raun mundi hver fiseind vera blanda margra fiseindabylgna. Réttast er því að líta á fiseindir sem samlagningu bylgna með mismun- andi bylgjulengd. Mismunandi massi mundi því leiða til sláttar á milli mismunsndi fiseinda afbrigða. Þetta er ekki ósvipað því þegar tvær hljóðbylgjur með mismunandi bylgjulengd eru lagðar saman og heildarbylgjan sveiflast á milli hás og lágs hljóðs. Það væri háð massa mismuninum á milli fiseindanna hvernig eitt afbrigðið ummyndaðist í annað þegar eindirnar ferðast í gegnum rúmið. Ef massa mismun- urinn er mjög lítill gerist ummynd- unin sjaldnar en ef hann er mikill. Niðurstöður þessar koma einnig til með að varpa nýju ljósi á annað vandamál sem vísindamenn hafa haft með fiseindir. Á síðastliðnum 60 árum hafa eðlisfræðingar gert ráð fyrir því að kjarnaferlar sem eiga sér stað í iðrum sólarinnar leiði til mikils magns raf-fiseinda. Á undanfömum árum hafa þeir hins vegar ekki greint nema um það bii þriðjung þeirra fiseinda sem kenningin gerir ráð fyrir. Ef massi fiseinda er staðreynd er mögulegt að hluti þeirra raf-fiseinda sem myndast á sólinni ummyndist í mý-fiseindir á leið þeirra til jarðar- innar. Eðlisfræðingar hafa því ef til vill verið að leita af rangri gerð fiseinda. Stjameðlisfræðingar em einnig iRjög ánægðir með niðurstöðumar. Þeir hafa lengi talið að efnismassi alheimsins sé langtum meiri en sá massi sem hingað til hefur greinst. Nú er það svo að meðalfjöldi fis- einda er af stærðargráðunni 500 milljón fiseindir á hvem rúmmetra. Ef allar þessar fiseindir hafa massa, þótt hann sé ekki nema smávægi- legur, þá gæti það engu að síður skýrt tilvist þess „svarta efnis“ sem stjameðlisfraeðingar hafa leitað af í mörg ár án árangurs. Ol nagerð Smiðjuvegur 2 1200 Kópavogur 1 Slmi: 567 21 10 1 Fax: 567 1688 kort Wf * s öll á einum stað. . k ;;; ' ^ Nú gefst einstakt tækifæri til að sjá og heyra á einum stað, Ríó með úrvals hljóðfæraleikurum, KK og Bubba og svo syngja þeir allir saman! Tamlasveitin. Egill og Sigrún Eva sjá svo um dúndur ball á eftir. Það gerist ekki oft að þessir snillingar syngi saman. Nu er tækitærið! Glæsilegur / ^ ^ 6 ^ / þriggja rétta ' kvdldverður Borðapantanir 552 9900 Aðeins þessi tvö kvöld!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.