Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ SENNILEGA ÞAO SÍÐASTA PÁLL ÓSKAR „Jóhann Jóhannsson benti mér á þetta lag, þar sem hann grunaði að mér myndi líka við melódíuna, auk þess sem hann hélt að það myndi fara mér vel að taka það. Við urðum þó sammála um það (strax eftir fyrsta fund okkar) að það væri við hæfi að gera „drastískar" breyting- ar á laginu og formi þess. Ég vildi helst gera það nær óþekkjanlegt frá upprunalegri útgáfu, nema hvað að texti Megasar skyldi standa. Sem sagt, það lá fyrir að samið yrði nýtt lag! Jói þurfti bara eitt stikkorð frá mér áður en hann bretti upp ermarnar og hóf að gera grunninn að laginu. Ég sagði bara „Burt Bacharach“ og labbaði út, og Jói þekkir mig það vel að hann fattar hve ást mín á Burt Bacharach er takmarkalaus. Sólarhring síðar var kominn svona líka yndislega hlýr og afslappaður grunnur, nákvæmlega í þeim anda sem rætt var um. Megas Meets Burt Bacharach! Ég skellti svo saman melódíu út frá því sem ég heyrði, og svo var tekið upp. Ég skal fúslega viðurkenna að ég var dauðhræddur allan tímann með- an á upptökunum stóð. Mér fannst ég vera að rjúfa „friðhelgi" lagsins að einhverju leyti, og það var soldið mál að láta textann falla rétt að lag- inu. En þegar upp var staðið kom út úr þessu virkilega ljúf og sæt upp- taka. Mjög auðveld hlustun! Þetta er svona lag sem kemur bakdyramegin í heimsókn, og ætlar sér alls ekki að troða sér inná fólk. Það heimtar ekki einhverja athygli með einhverjum viðlögum og fyrir- sjáanlegum milliköflum, heldur læt- ur sig sjálft bara fljóta áfram, erindi fyrir erindi, með víbrafón og Jobim- gítar sem leiðandi hljóðfæri. Svo læðist það út jafn mjúklega og það kom inn. Textinn er náttúrulega soldið na- stí töffaratexti með þrem matskeið- um af Megastar-húmor. Það er ekki laust við að töffarinn sem syngur þennan texta (víkingurinn) sé soldill egóisti og montrass. („Þá hefði ég bara hlegið og spurt hvernig spáin væri!“) En þetta eru fyrst og fremst hug- renningar víkingsins um hana Rósu (sem hann er kominn með hundleið á, af því að það er alltaf svo mikið vesen á henni). Stundum eiga konur það til að mála skrattann á vegginn, og Rósa blessunin er engin undan- tekning. Ég er persónulega orðinn soldið „hooked" á þessu lagi, ekki beint kannski lagi og texta, heldur and- rúmsloftinu í kringum það. Sem betur fer hitti ég Megas um daginn í eigin persónu (fyrir tilvilj- un). Hann hafði heyrt lagið, veitti því blessun sína, og sagði svo fal- lega hluti við mig á eftir að ég varð nær klökkur á staðnum. „Tribute“-plötur eru leikvangur ýmissa listamanna og aðferð til að taka ofan hver fyrir öðrum í leiðinni. Nú er ég búinn að taka ofan fyrir Megasi - með góðri samvisku." HEILRÆÐAVÍSUR „Hljómsveitin Unun tók lagið Heilræðavísur því það á svo vel við í góðærinu að benda þjóðinni á hvert á að snúa sér þegar bjátar á. Lagið kallaði á þessa útsetningu. Við erum fimm manna hljómsveit með raf- magnshljóðfæri. Magnús var búinn að gera þetta sjálfur með kassagít- arinn eins vel og hægt er. Við gát- um ekkert að því gert þetta bara varð bara svona. Magnús Þór býr í hverjum manni það er því öllum vissara að leggja rækt við sinn innri Megas.“ APEINS EINA NÓn MAGGA STÍNA „Lagið sem við Valgeir [Sigurðs- son] tókum var bara það eina sem kom til greina, það snerti svona sama strenginn í okkur held ég ... kannski er engin góð leið til að lýsa 4 rnagn »1 -Þórjónsson, J -^Megas, er af- kastamikill lagasmiður - lét þau orð reyndar falla í viðtali fyrir nokkrum ór- um að hann gæti vel hugsað sér að gefa út fleiri en eina plötu ó óri. Á síðasta óri sendi Megas fró sér plötu eftir nokkurt hlé og stefnir að annarri slíkri ó þessu óri. Á morgun kemur aftur ó móti út óvenjuleg plata með Megasarlögum, því hann kemur hvergi þar við sögu nema sem laga- smiður og textahöfundur. jk f L *, 'er mikið um það að ís- W C í i. j , Ilenskir tónlistarmenn taki upp lög eftir aðra íslenska og enn sjaldgæfara að hérlendir tónlistar- menn hafi komið saman ó líkan hótt og hér um ræðir; tekið upp lög eftir einn ókveðinn tónlistarmann í fullu fjöri og útsett eftir eigin nefi. nýja, sem ber heitið AAegasarlög og kemur út ó morgun eins og getið er, hefur að geyma lög fró ýmsum tím- um ó ferli Megasar í flutningi ýmissa listamanna: Póls Óskars Hjólmtýsson- ar, Ununar, Margrétar Kristínar Blön- dal og Valgeirs Sigurðssonar, Kol- rössu krókríðandi, Quarashi, Emiliönu Pkitan Torrini, Lhooq, Dr. Gunna, Funbtrasse, Botnleðju, PPPönb, Twits, Curvers og Kvartetts Ó. Jóns- sonar og Grjóna. ► hljómsveit eða tónlistar- li f 1 maður valdi sér lag eft- ir eigin höfði og vann útsetninguna, sumir alveg upp ó nýlt, eins og heyra mó ó plötunni. Hver þótttakandi hefur og sína skoðun ó Megasi, lögum hans og laginu sem varð fyrir valinu. Magnús Þór Jónsson, sem kallar sig Meg- as, hefur sent frá sér grúa laga á löngum tónlistarferli. Árni Matthíasson komst að því að væntanleg er breiðskífa þar sem ýmsir listamenn taka lög eftir Megas og snúa upp í eigin útgáfur. BOTNIEOJA fé&F pall oskar •fm 'wPWI . XgJ ' £$ UNUN a •m þeim streng, en margir hafa hann nú samt... svo þetta var bara rétta lagið. Hvað varðar útsetninguna þá náttúrulega var bara engin önnur leið möguleg en sú sem farin var ... ég meina ... kannski þetta sé bara dáldið eins og mataruppskrift! 60 kg Margrét Kristín Blöndal x kg Valgeir Sig. plús sentimetrar og sál ein snilld eftir Magnús Þór Og útkoman er þá á diskinum! Það er nú auðvitað ekkert hægt að lýsa því með einhverjum orðum hvernig áhrif lög og textar, að mað- ur tali nú ekki um „performans" Megasar á þeim, hafa á mann ná- kvæmlega, því það yrði eins og önn- ur „analísering“ á tónlist yfirhöfuð . .. bara kjaftæði... ég meina Megas passar náttúrulega ekki í neins manns skó og enginn í hans, hvað varðar hugmyndir og hæfileika ... Jú, það er hægt að segja kannski til að segja eitthvað að maður verður alltaf hrifinn, glaður, hissa og á köflum andstuttur þegar maður heyrir hann eða les. Maður er nátt- úrulega bara feginn og kannski dáldið þakklátur fyrir tilvist manns- ins og gerðir (gjörðir). Megas hefur nú alltaf tilheyrt mínu lífi einhvern veginn og ég verð nú að segja að eftir að hafa hlustað á textana hans og fengið að verða þetta agndofa með reglulegu millibili, næstum því alla ævi, þá gerði það mann svo mikið, mikið, mikið glaðan að text- inn hans gat orðið manns!“ SPÁÐUí MIG KOLRASSA „Við völdum þetta lag því þetta er svona klassískt lag og við vorum all- ar sammála að taka það, þetta er svona einfalt poppklassík sem er gaman að spila. Fyrsta sem okkur datt í hug var að pönka það svolítið upp og okkur fannst það koma vel út, því þetta er svona stuðlag. Hann er einn flott- asti tónlistarmaður landsins og þess vegna alveg frábært að vera með á svona plötu.“ KRÓKÓDÍLAMAÐURINN „Krókódflamaðurinn er í alla staði mjög óaðlaðandi lag og texti. Þessvegna valdi Quasrahi þetta lag. Frá upphafi var ákveðið að ekki yrði sveitaballaútgáfa af laginu heldur myndum við gera lag og undirspil sem yrði í fullu samræmi við innihald textans því í okkar huga var texti lagsins aðalatriðið og árið 1981 passaði hörku pönk í anda þess tíma við lagið, en nú er 1997 og annars konar tímabil gengið í gang. Ákveðið var að rappa textann og var það gert. Þess má til gamans geta að undirstaðan í öllu rappi er góður texti og ekki vantar það í þessu lagi. Megas gegnir vafalaust mismun- andi hlutverki í hugum tónlistar- manna en í okkar huga gegnir hann stærra hlutverki en hjá flestum. Hvaða fyrirmyndir hafa íslenskir rapparar, það er að segja innlend- ar? Það koma einungis upp tveir, Megas og Einar Öm Benediktsson, hvor á mismunandi hátt. Þá er því svarað hvemig Megas spilar inn í okkar líf, því í okkar huga er hann fyrsti íslenski rapparinn og miklu meira en það. Rapparamir Höskuldur og Steini útsettu textann og Sölvi útsetti iag- ið í samvinnu við Viðar Hákon. Lag- ið var tekið upp í Nýjustu tækni og vísindum." TVÆR STJÖRNUR EMILÍANA TORRINI „Ég tók þetta lag af því þetta var fallegasta lagið og textinn sem snerti mig rosalega. Það var hægt að gera svo margt við það, fara svo margar leiðir, þannig að útsetningin sem ég gerði með Jóhanni varð á endanum eins og gamli djassinn en samt nýtt „sound" á því. Mér fannst gaman að gera þetta svo að næsta kynslóð fær að kynn- ast hans lögum og textagerð upp á nýtt og þá fara kannski fleiri að grúska í lögunum hans eins og við höfum gert.“ SILFURSKOTTURNAR HAFA SUNGIÐ LHOOQ „Þótt það sé um fádæma auðugan garð að gresja hjá meistaranum var ekki vandalaust að finna Megasarlag sem okkar fannst henta Lhooq. Við duttum á endanum niður í þetta fal- lega og áleitna lokalag „Millilending- ar“. Lagið er drangalegt og tragískt en einnig dálítið skemmtilega „kitschað“ og minnir jafnvel eilítið á mið-“70’s“ tímabils hins franska „megastar“, Serge Gainsbourg, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.