Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ NÁTTÚRUFEGURÐ Lónsöræfa felst ekki hvað síst í mikilfenglegum jarðfræðifyrirbrigðum, litadýrð þeirra og fjölbreytileik. Sóð yfir Stórahnausgil og Víðibrekkusker gegnt jökulsánni. Auðæfin í óbyggðum Öræfí íslands eru auðlind fyrir ferðamenn sem sækja í náttúrukyrrð og fegurð. Stór hluti þeirra er eignarland bænda sem setur þeim skyldur á herðar en veitír þeim líka ýmsa möguleika. Urður Gunnarsdóttir kynnti sér eina slíka óbyggðajörð, Stafafell í Lóni, sem á Lónsöræfí. Geldinga- >. 'fell Sl^ tafáfe11sfjö11 ÖWW.-, ‘-JJorðurhnúta SvvNC•":./■■ . '■ ‘................ • ÍÍaI Fyrirhugað tjald- og skálasvæði H Fyrirhugað tjaldsvæði Fyrirhuguð göngubrú . .4- . '■' ■ ■ V' c hrau,l; % •'•Jy \ , rí Kollumúla-.<>, \öA'v, "-\vatTn • V,\'\ 809 p-Æj ._.......-W ^0íður / Lciðar- n*,-' ... Víðibitkku- :sr.^ Mörk Friðlands ' Lónsöræfum , í '?írustaðaila'ur.... *t\ír 'v/riistaðaöo"" [ • ;fe• ■ ••i/ - •• V- I /: ' •cfömÖrk ^ Wvellir r Stiea- GRÓÐURSÆLT umhverfi Múlaskála, sem stendur undir Kollumúla. Til hægri er filikambur, þar sem Kollumúlavegur, vegarslóðinn inn á Lónsöræfi, endar. FÁTT er Uklega hollara sálinni en að ganga um óbyggðir með allt sitt hafurtask á bakinu. Njóta mikilfenglegrar náttúr- unnar og láta óblítt veðurfar ekkert á sig fá. Velta fyrir sér nöfn- um á náttúrufyrirbærum sem væru lítils virði ef þau hétu ekki neitt, grafa upp brotakennda jarðfræði- þekkinguna og róta til í grasagarðin- um í kollinum. Á slíkri göngu fagnar ferðalangurinn skála sem birtist í þokusuddanum og stikum sem vísa til vegar þegar hann hélt að hann hefði villst af leið. En hann leiðir kannski ekki hugann að þvi hver eigi landið sem hann gengur á. ísland er ekki eign þjóðarinnar því stór hluti hálendisins er eignarland bænda víðs vegar um land. Hvemig er það að eiga hálendisjörð, hvaða skyldum gegnir eigandi slíkra öræfaauðæfa og hvaða hugmyndir hefur hann um uppbyggingu svæðisins? Gönguferð um eina þeirra, land Stafafelis í Lóni, í fylgd með Gunnlaugi Ólafs- syni, kann að varpa örlitlu ljósi á það. Land Stafafells nær yfir öll Lónsöræfi eða Stafafellsfjöll, suð- austur undir Vatnajökli. Nafngiftir svæðisins hafa verið nokkuð á reiki en Gunnlaugur bendir á að þar sem ekki sé aðeins um öræfi að ræða, heldur svæði allt niður í byggð, lýsi nafnið Stafafellsfjöll því ef til vill bet- ur. Margt göngufólk þekkir til svæð- isins, ekki síst þegar gengið er frá Fljótsdal eða úr Snæfelli yfir í Lón. Þá er gengið um það undraland jarð- myndana sem birtist þar en litadýrð- in í bergi og skriðum er óvíða meiri en í Lóni og eitt aðáleinkenni svæð- isins. Land Stafafells er geysistórt, það var um aldir landmesta og verð- mætasta jörð í Lóni. Hún er rúmlega 400 ferkílómetrar að stærð, og er langstærstur hluti hennar óræktað land, fjöll, gil, skóglendi og heiðar. Lónsöræfi eru friðland, eitt af stærstu verndarsvæðum landsins, um 320 ferkflómetrar, geysifjöl- breytt að því er varðar jarðmyndan- ir, gróðuifar og jökla. Það tak- markast af Skyndidalsá að sunnan, Jökulsá að Vondasnaga í Jökulsár- gljúfri og þaðan lína austur um Hnappadalstind og Sviptungnavarp í Flugustaðatinda. Vatnaskil og sýslu- mörk ráða að austan, norðan og í Vatnajökli að vestan. í Jökulsá í Lóni renna vatnsmiklar ár, Skyndidalsá og Víðidalsá, en þessar þrjár ár mynda þrjá fleka í fjalllendi Stafafells. Tveir þeirra liggja austan Jökulsár og eru skil milli þeirra um Víðidalsá. Annars vegar eru Framfjöll, þar eru m.a. sumarhúsasvæði. Hins vegar eru Innfjöll með t.d. Kollumúla, Víðidal og Hraun, þar sem fjölbreytni í nátt- úrufari er óvenjumikil. Vestan Jök- ulsár og austan Skyndidalsár í átt til jökuls liggur svæði sem nefnt hefur verið Eskifellsfjöll og er sú skipting frá því að búskapur var í Eskifelli. Griðland göngufólks í friðlandinu hafa ferðafélög reist gönguskála og Náttúruvernd ríkisins hefur þar eftirlitsmenn. Gönguleiðir hafa verið stikaðar og vegir lagðir að svæðinu. Töluverð umferð er nú þeg- ar um svæðið en eins og aðstæðum er háttað nú eru ferðamenn háðir bflum til að komast að því vegna straumharðra áa. Ekki er hins vegar akfært innan þess og áætlanir land- eigenda og yfirvalda miðast við að svæðið verði fyrst og fremst göngu- land. Drög hafa verið gerð að göngu- brúargerð og uppbyggingu tjald- stæða tfl að gera göngufólki auðveld- ara að komast um svæðið sem vatns- fóll skera í sundur. Hafa landeigend- ur skipulagt það sem griðland göngumannsins og miðast nýting landsins við þarfir göngufólks um- fram aðra hópa. Þær felast í því að koma upp þjónustusvæðum við þjóð- veginn og tjaldstæðum inni á svæð- unum sem tæp dagleið er á milli. Verða þau væntanlega í Smiðjunesi framan við Austurskóga, Ásum við Eskifell, Nesi við Kollumúla, Keilu- völlum í Skyndidal og í Víðidal. Ein göngubrú er á svæðinu, við Múlaskála sem stendur við Kollu- múla, og tengir hún Eskifellsfjöll og Inníjöll. Til að komast gangandi úr byggð og opna hringtengingu er ráð- gert að byggja brýr við Einstigi, sem tengir Framfjöll við Eskifell, yfir Víðidalsá til að greiða leið að menn- ingarminjum og bæjarrústum þar og til að tengja svæðin betur. Sérkenni svæðisins liggja í sögu þess og jarðfræði. Sagan felst í sögu Stafafells sem stórbýlis og kirkju- staðar en þar er ríflega 130 ára göm- ul timburkirkja, og fjallabúskapnum sem var á nokkrum stöðum í hinu víðáttumikla fjalllendi jarðarinnar. Er byggðin í Víðidal á síðustu öld þeirra þekktust en einnig má nefna bæinn Eskifell þar sem búið var 1836-1863. Stafafelli fylgdu nokkrar hjáleigur og á bærinn Brekka, fyrrum Stafa- fellshjáleiga, fjórðung af fjalllendinu. Jöldar eru eitt megineinkenni Suðausturlands og hafa gegnt stóru hlutverki í mótun landsins. Kraftar ísaldar og jökla leiddu til gífurlegs jarðrofs sem er einkennandi fyrir Lón. Litfagrar líparítskriður og djúp- bergsinnskot, um 6 milljóna ára, eru tvö af sérkennum í jarðfræði svæðis- ins. Litríkið í fjalllendi Stafafells- jarðarinnar má rekja til megineld- stöðva sem voru virkar lfldega fyrir um fimm til níu milljónum ára, Kollumúlaeldstöðvarinnar og Lón- seldstöðvarinnar. Helgi Torfason jarðfræðingur rannsakaði svæðið og kortlagði skömmu eftir að það var friðlýst. í úttekt hans kemur fram að mikfl jarðhitavirkni hefur fylgt eld- stöðvunum og hefur hún valdið mik- illi umbreytingu á bergi umhverfis þær. Enginn jarðhiti er hins vegar lengur virkur á þessu svæði. Hins vegar vitna nöfn á borð við hið lit- fagra Ölkeldugil um að þar hafi verið ölkelda en hún hefur hins vegar ekki fundist. Mikið er um brota- og bólstraberg, svo og súrar bergmynd- anir á borð við líparít, móberg, flikruberg og innskot. Ein fallegasta jarðmyndunin er tilkomumikill bergeitfll í Sviptungnakolli, en hann er bleikur og nánast svepplaga með dökkum hatti ofan á. í giljunum get- ur víða að líta mikið sjónarspil. Ak- fært er að Hvannagili við Austur- skóga en inni á friðlandinu sjálfu eru Þilgil og Stórahnausgil dæmi um það. í sólskini lýsa þessar jarð- myndanir í litum sem fátæklegt orðfæri fær tæpast lýst, né heldur tilfinningunni að stíga niður fæti í það listaverk sem manni virðast marglitar skriðumar stundum vera. Þær öðlast nýjan og dularfullan blæ þegar þokan leggst yfir, eins og reyndar allt sem í henni býr. Og þótt háir tindar sem girða af Jök- ulsárdalinn feli sig og dimmviðri hindri útsýn, bætir litadýrðin við skrefin sem stigin eru það oftar en ekki upp. í björtu veðri er yfirsýn yfir hrika- legar og kynlegar móbergsmyndanir í Tröllakrókum fáu lík, þaðan sést í mikla skriðjökulstunguna á Axar- fellsjökli og yfir Jökulsánni gnæfa Jökulgilstindar og Sauðhamarstind- ur. Nyrst í Lónsöræfum sést í Snæ- fellið með hvítan koll. Niðri á eyrum jökulsárinnar ráða dyntir hennar því hvort klöngrast verður upp og niður gil, eða farið eyramar, farvegur hennar breytist og greið leið um eyr- amar verður að ófæru eftir að áin rennur skyndilega upp að Brenni- klettinum. Fjárrekstur á svæði sem þessu er enginn leikur .Brotakennd lagaákvæði Hver eru réttindi og skyldur eig- enda hálendisjarða? Er ferðamanna-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.