Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ inn í Qaqortoq boðið gestina vel- komna og einnig þingmaðurinn Jós- ep Motzfelt. Á veitingastöðum bæj- arins hljómaði margraddað þegar líða tók á kvöldið, allt upp í 7 radd- að, þar sem Heimisfélagar komu saman í kvöldsnarl. Það er margt að skoða í Qaqor- toq, einum fallegasta bæ Græn- lands. Byggðin liðast um fjallshlíð- ina í kring um höfnina. Þetta er at- hafnabær með öfluga fískvinnslu, skóla, slipp og einu skinnaverk- smiðjuna á Grænlandi sem vinnur tugi þúsunda skinna á ári, selskinn, rostungaskinn, hvítabjarnaskinn, sauðnautsfeldi, refí og ýmislegt fleira auk gæruskinna og hrein- dýraskinna. í skinnaverksmiðjunni er saumastofa sem saumar m.a. pelsa fyrir Bandaríkjamarkað, glæsilegar flíkur og um þessar mundir er góður skriður á sölu fatnaðar úr selskinni. Þá er það til að mynda sérstakt við Qaqortoq að fyrir nokkrum ár- um voru fengnir þangað 12 mynd- höggvarar frá Norðurlöndunum og hafa þeir myndskreytt bæinn ásamt grænlenskum myndhöggvurum, bæði í jarðfasta hamra í bænum og lausbeisluð björg. Meðal högg- myndanna er höfuð Eiríks rauða hoggið í rauðan klett sem staðsett- ur er við höfnina og horfír Eiríkur út yfír hafíð. Það er mjög skemmti- legt að skoða þetta sérstæða verk- efni myndhöggvaranna. Hrifning Grænlendinga leyndi sér ekki Að kvöldi næsta dags hélt Heimir aðra tónleika í samkomuhúsi aðal- skólans í bænum og þar var þétt setinn bekkurinn sem fyrri daginn. I lok þeirra tónleika brugðu Heim- ismenn á leik og Stefán söngstjóri lét dreng úr hópi áheyrenda stjórna kórnum þegar hann söng Undir bláhimni. Undir tónleikunum hafði hópur barna setið í fremstu röð og börnin skemmtu sér ekki síst við að geifla sig og bera sig að eins og Heimisfélagar í fullum mætti í söngnum. Grænlensk börn eru mjög gjöm á að bregða leikrænt á leik, svo þarna var kjörið tækifæri og salurinn grét af hlátri þegar sá stutti bar sig að eins og þaulvanur stjórnandi, enda var auðséð að hann hafði rýnt vel í takta Stefáns R. Gíslasonar stjórnanda Heimis. Þessir tónleikar enduðu reyndar eins og fleiri tónleikar Heimis í ferðinni með því að allir tónleika- gestir tóku saman höndum og sungu og rugguðu í stólum í sínum í takt við hljómfall Heimismanna. Á tónleikunum þetta kvöld fékk Heimir til liðs við sig tvo græn- lenska söngvara sem sungu með kórnum á grænlensku við góðar undirtektir heimamanna. Islendingarnir nutu veðurblíð- unnar í Qaqortoq, römbuðu um bæ- inn og settu sig inn í anda mannlífs- ins á staðnum, stöldruðu á Brettinu við höfnina þar sem veiðimennirnir selja milliliðalaust selkjöt, spik, fugl, físk, ber, rófur og fieira og fleira. Landinn setti mikinn svip á bæinn og það var skemmtilegt að sjá hve miklir aufúsugestir þeir voru. Grænlendingarnir, sem oftast fara mjög varlega í að tjá tilfínning- ar sínar, hrifust svo innilega af söng Heimismanna að þeir voru ekkert að draga úr ánægju sinni og margir höfðu á orði að þessi heimsókn Heimis væri mikil hvatning fyrir þá menningarlega séð. Eldri maður orðaði það svo að það væri stórkost- leg von fyrir Grænland ef þeir gætu sjálfír gert hluti í anda þess sem hinn öflugi kór Heimir hefði sýnt þeim með hrífandi og kröftugum söng. I 600 ára gömlum húsakynnum norrænna manna Heimsókn í skinnaverksmiðjuna var fróðleg og skemmtileg og menn fóru þaðan margs vísari um mögu- leika hráefnis veiðimannanna á norðurslóðum, en næsta dag lá fyrir að heimsækja Hvalseyjarkirkju, sigla tveggja tíma siglingu að rúst- um þessarar rómuðu kirkju sem heimildir segja að hafi síðast verið notuð fullbúin 1408 í frægu brúð- kaupi þegar þar voru gefín saman Þorsteinn Olafsson og Sigríður Björnsdóttir. Um 60 gestir komu Sungu sig inn í hjörtu Grænlendingn frá íslandi í brúðkaupið og höfðu vetursetu. Ennþá standa rústir Hvalseyjarkirkju ótrúlega heiileg- ar, enda hafa veggirnir verið límdir saman með kalki og leir. Kalkið fengu menn með því að brenna skeljar á ákveðinn hátt og vinna kalkið í veggjalím. Engin byggð er við Hvalseyjarkirkju utan eitt býli nokkra kflómetra frá kirkjurústun- um, en einnig þangað flykktust heimamenn með Heimi á bátum sínum og voru á milli 20 og 30 bátar með nokkur hundruð manns um miðjan dag þegar Heimir söng í Hvalseyjarkirkju, þétt setinni gest- um sem tylltu sér á grasið í gólfí kjrkjunnar eða stóðu með veggjum. Áður en Heimir tók til sinna ráða var stutt helgistund í kirkjunni. Séra Hjálmar Jónsson alþingismað- ur fór með bæn og Faðirvorið á ís- lensku og grænlensk kona fór með Faðirvorið á grænlensku. Viðstadd- ir tóku allir þátt í athöfninni hver á sínu tungumáli. Heimir söng síðan eins og venjulega eða öllu heldur guðdómlega. framandi tungu, en það segir sína sögu að engar kvartanir bárust þrátt fyrir góðar lotur í þessum efn- um langt fram eftir nóttu. Það ber Grænlendingum vitni um góðan smekk að líta á slíkan nætursöng sem hlunnindi en ekki kvöð. Þarna voru ýmsir góðir menn í fremstu röð, Þórólfur á Hjaltastöðum Pét- ursson, sem syngur venjulega 1. bassa, en getur svo sem tekið hvaða rödd sem er eins og margir Heimis- félaganna, Þórarinn Sveinsson ten- ór úr Lýtingsstaðahreppi, Björn Jóhannsson frá Sauðárkróki, Bjössi á Varmalæk Sveinsson, einn af ein- söngvurum Heimis, með feikna fal- legan bassa sem fór vel við hin efn- ismiklu og frambærilegu fjöll Grænlands. Þarna var í hópi nætur- galanna Gísli Ámason tenór, Stein- þór Héðinsson og Guðmundur Agn- arsson, allir afbragðssöngmenn og höfðu ekki síður gaman af orðsins list í nettum skotum og skerpingu á kærleikanum með því að setja menn upp að vegg með hæfílegum svívirðingum, allt í góðu. Þannig notuðu menn tímann vel og hvert tækifæri var gripið til söngs. Einn ferðafélaginn til, Marsibil Þórðar- dóttir, átti afmæli í ferðinni, og fékk að sjálfsögðu afmælissönginn. Veislan stóð langt fram á nótt eins og góðar veislur gera, með mat og drykk, söng og sögum, dansi og leik. Við höfðum fengið grænlenska vini í kvöldverðinn og þeir tóku hljóðfærin með, harmonikku og gít- ar og það var ekkert klipið af kröft- ugum skemmtilegheitum. Þarna var Kaj Lybert með gítarinn og Karl Lynge með nikkuna sína, ótrú- legur músíkant. Það var skemmti- legt til að mynda seint um nóttina þegar hann lék O, sole mio og Ósk- ar Pétursson söng einsöng sitjandi á stól sínum. Eitthvað hafði mis- farist vegna mismunandi framburð- ar á grænlensku hjá Óskari að segja Kalla í hvaða tónhæð væri rétt að byrja. En flutningur þeirra á þessu gullstykki var stórkostleg- ur og endaði með því að Óskar söng heilum tón fyrir ofan háa c, sitjandi. Þegar laginu var lokið, svipti Kalli af sér nikkunni og fór út úr salnum hálf hokinn. Eg fór strax á eftir honum og spurði hvort eitthvað væri að. „Að,“ svaraði hann, „þetta var svo undursamlegt að ég hélt ég væri að deyja.“ KONUR af eldri og yngri kynslóðinni á leið til tónleika Heimis í Brattahlíðarkirkju. HEIMISMENN svngja í B Ferðalangarnir skoðuðu rústir frænda sinna frá fyrri öldum og það má með sanni segja að verk þeirra hafí staðist tímans tönn hreint með ólíkindum. Við höfðum með okkur nesti í Hvalseyjarkirkjuferðina og menn tylltu sér niður í yndislegu veðri þennan hlýja laugardag og nutu nestis og náttúrufegurðar í bland við nið aldanna á sérstæðum söguslóðum þar sem spegill íslands fyrri alda blasti við augliti til auglit- is. Heimamenn úr nærliggjandi byggðum voru einnig vel nestaðir og sumir slógu upp tjöldum þá dag- stund sem staldrað var við. Á heim- siglingunni var soðin bleikja og bor- in fram á steinflísum úr hlíðinni, krækiber með og menn fengu sér smakkið með hinum einu sönnu guðsgöfflum, fíngrunum, eins og er siður Grænlendinga á útvistardög- um þegar þeir veiða í matinn. Allt fór þetta vel og það var létt yfir mannskapnum. Ég hált ég væri að deyja Um kvöldið var veisla með mikl- um krásum á borðum, síðasta kvöldið í Qaqortoq. Reyndar hafði verið veisla allan tímann, en nú átti að teygja lopann, taka sér góðan tíma í matinn, syngja og glettast. Það var svo sem ekkert nýtt í þess- ari söngferð Heimis, því þeirra háttur í þessum efnum er óbrigðull. Allir mættu tímanlega í veisluna, meira að segja næturgalarnir. Næt- urgalamir voru þeir alhörðustu sem þótti ekki nóg að syngja tvenna tónleika á dag, heldur tóku upp þráðinn þegar tunglið var sem hæst og það var alveg nýtt fyrir íbúa Qaqortoq sem búa út við Stórasjó að sofna við angurværar raddir á GÖMLU konurnar í Qaqortoq hlustuðu af mikilli innlifun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.