Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FARÐARI FORSETANNA Frá Kennedy til Clintons Framkoma manna í fjöl- miðlum nútímans vegur æ þyngra. Ótal sérfræð- ingar koma t.d. til skjal- anna hvenær sem Bill Clinton forseti kemur fram. Einn þeirra er Lillian Brown sem hefur verið aðalförðunar- meistari bandarískra forseta í áratugi. Auk þess hefur hún unnið hjá stóru sjónvarps- stöðvunum og ritað bækur um þessi mál. Jóhanna Kristjóns- dóttir ræddi við hana, þegar hún var hér á landi nýlega. AÐ er mikill misskilningur en útbreiddur að förðun fyrir sjónvarp snúist um það að „gera einhvern sætan og öðruvísi en hann er“ seg- ir hún. „Sjónvarpsförðun lýtur allt öðrum lögmálum en fegrunarförð- un. í sjónvarpi er umfram allt verið að bæta það sem sterk ljós og alls konar vélar hreinlega taka úr and- liti viðkomandi einstaklings. Það er með öðrúm orðum markmið sjón- varpsförðunar að viðkomandi líti eðlilega út en ekki að breyta hon- um. Það er ekki góð sjónvarpsförð- un ef hún dregur athygli áhorfenda að sér. Þvert á móti á helst ekki að taka eftir henni - þá hefur hún heppnast." Lillian Brown hefur verið í brans- anum lengi og rifjar upp þegar hún var að farða John F. Kennedy áður en hann var kjörinn forseti. Þá þeg- ar hafi hann haft mikla útgeislun og öllum beri saman um það hversu langt hann var á undan sinni sam- tíð í því að nota sjónvarpið sér til framdráttar. „Kennedy var einfald- lega þannig að þegar hann gekk inn í herbergi dróst öll athyglin ósjálf- rátt að honum, hann þurfti hvorki að segja neitt né gera, hann varð miðpunkturinn hvar sem hann kom.“ „Eftir að Kennedy var síðan orð- in forseti kvaddi hann mig til starfa og seinna hélt ég áfram að taka þátt í þessu og ég hef unnið hjá öllum forsetum okkar síðan, nú síð- ast Bill Clinton." Lillian vill ekki gera upp á milli forsetanna sinna, þeir hafí allir haft sína kosti og verið þægilegir í viðmóti og umgengni. „En ég hef bara verið einn hlekkur í keðjunni, því allt að tuttugu manns koma á einn eða annan hátt við sögu þegar forsetinn heldur blaðamannafundi eða flytur ávörp.“ Fyrirlesari við Georgetown háskóla Hún fæst einnig við kennslu í Georgetown háskóla og kennir þar meðal annars hvernig eigi að und- irbúa sig fyrir ræðuhöld, bæta radd- beitingu, val á fatnaði og litasam- setningu, hvemig eigi að fást við fjölmiðla og hverju menn eigi að huga að þegar tekin eru viðtöl við þá í sjónvarpi eða eru í hlutverki spyrjenda. Hún gaf út bókina „Your Public Best“ sem fékk mjög góðar undir- tektir í Bandaríkjunum og seldist feiknavel. Þar var fjallað um þau atriði sem á undan eru talin. Seinna sendi hún frá sér „The Polished Politician" og hún viðurkennir að- spurð að hún hafí um alllanga hríð verið að vinna að þeirri þriðju sem hún vonast til að ljúka við áður en mjög langt um líður. Hún segir að um 30% nemenda sinna við Georgetown séu nemend- ur sem hafí ekki ensku að móður- máli. Ýmsir erlendir embættismenn sæki tíma m.a. til að verða ófeimn- ari við að tjá sig þó svo þeir tali ekki ensku eins og innfæddir. Með- al nemenda nýlega hafi til dæmis verið forstjóri Alþjóðabankans í Afríku, útlendir gestafyrirlesarar og fleiri og fleiri. „Menn gera sér grein fyrir að það er ekki nóg lengur eitt og sér að koma vel fyrir sig orði, nú verður líka „að koma vel út í sjónvarpi,“ eins og það er kallað. „Óg líklega bráðum í síma! Þess verður ekki langt að bíða að símaskjár verði jafn sjálfsagðir og tölvan núna.“ Enginn hégómaskapur að vilja koma vel fyrir Hún hefur einnig verið með nám- skeið í öðrum löndum og segir vax- andi áhuga á þessum málum hvar- vetna. „Tímarnir eru breyttir og hvort sem okkur líkar betur eða verr, verðum við að fylgja tímanum. Sumum finnst þeir verði að streit- ast gegn þessu og fínnst hégómlegt að leggja svona mikið upp úr þessu," segir hún hugsi. „En það er margt fleira í þessu. Tökum til dæmis raddbeitingu og skýra og góða málnotkun. Ég veit að íslendingum er annt um tungu sína svo ég efa ekki að þeim er einnig í mun að menn tali skýrt og rétt og fallegt mál. Þetta er ekki hégómlegt heldur felst í þessu virð- ing fyrir tungumálinu - og líka fyrir þeim sem við eigum samskipti við. Mér fínnst fátt hvimleiðara en að hitta fólk sem talar óskýrt, tafs- ar og muldrar ofan í bringu sér. Menn átta sig á þessu æ betur og það er afar gaman að geta stuðl- að að því að menn vandi sig í að tala rétt og skýrt. í samkeppnis- þjóðfélagi nútímans standa þeir sem tala fallega, bera sig vel, geta horft í augun á viðmælanda sínum og hugsa um útlit sitt án þess að vera helteknir af því - langtum betur að vígi, ekki bara í sjónvarpi, held- ur hvar sem er. Það þarf til að mynda ekki að fjölyrða um hvað slíku fólki gengur betur að fá vinnu, afla sér trausts og virðingar. í þessu felst enginn hégómaskapur og eng- in tilgerð að mínum dómi.“ Lillian segist eiga ættir að rekja til Skotlands þótt forfeður hennar hafi búið í Bandaríkjunum síðustu tvær aldir. Hún er mikil áhuga- manneskja um ættfræði og segir að hún geti rakið ættir sínar til Maríu Stuart Skotadrottningar. „Bandaríkjamenn eru almennt mjög áhugasamir um ættfræði," segir hún. „Það er skiljanlegt þar sem við erum tiltölulega ung þjóð miðað við Evrópubúa. Ég er mjög stolt af skoskum uppruna mínum og þegar ég fékk ættfræðing til að gera ættartöflu komst ég að því að ég get rakið ættir mínar til Maríu Stuart. Það fannst mér alveg frábært! En konungablóðið í mínum æðum er nú að vísu orðið æði bland- að! _ „Ég fer einmitt til Skotlands héðan,“ sagði hún og bætti við að hún mundi þá fara á slóðir þeirra forfeðra sinna sem fluttust vestur um haf á sínum tíma. Hún hefði margsinnis farið til Skotlands síð- ustu árin og hefði sérlega gaman af því að garfa í ýmsum fróðleik um ættfeður sína og fara á söfn þar sem hún gæti lesið sig áfram í gegnum söguna. Fékkst við barnakennslu áður en hún „lenti í fjölmiðlun“ Lillian Brown er kennari að mennt og fékkst við barnakennslu fyrst eftir að hún lauk námi. Síðar giftist hún og eignaðist þtjár dætur og lagði þá vinnu utan heimilis á hilluna í bili. Hún bjó í litlum bæ skammt frá Washington og fór að vinna sem sjálfboðaliði við litla út- varpsstöð og síðan þróaðist þetta smám saman. Hún varð ekkja mjög ung og þar sem hún var eina fyrirvinnan varð hún að leita sér að föstu starfí. Þá kom til vinna við förðun á sjónvarps- stöð og „þar sem það gekk bara vel“ var ég ráðin til CBS í Washing- ton. Þá voru aðrir tímar, litasjónvarp ekki komið til sögunnar. Mér hefur alltaf fundist gaman að vinna í sjón- varpi, þótt ég hafí alltaf verið bak við tjöldin. Og að fylgjast með þess- um stórkostlegu breytingum sem hafa orðið í sjónvarpstækni og því sem síðar hefur svo bæst við - ja, stundum getur mann svimað við til- hugsunina um hvað maður hefur lif- að miklar breytingar. Og stundum blöskrar mér allt sem er í boði, ekki bara í boði reyndar, heldur verðum við eiginlega að meðtaka og móttaka allt og helst allt í einu. Á yngri árum mínum var meiri kyrrð og friður í lífí fólks, nú er kapphlaupið og sam- keppnin svo hörð að bömin manns eiga ekkert val. Þau hreinlega verða að steypa sér út í. Það er óskandi að við höfum nógu sterk bein til að þola allar þessar miklu og hröðu sviptingar." Lengi haft hug á íslandsferð Hún kveðst hafa ferðasi mikið, nú hin seinni ár, siglingar með skemmtiferðaskipum henti henni mjög vel og hún hafí farið upp Amazon, til Alaska, yfír Atlantshaf- ið og um Karíbahafíð. En önnur ferðalög hafi einnig vakið áhuga hennar og hún hafi lengi haft á pijónunum að fara til íslands. „Að þessu sinni stoppa ég bara í tvo daga en ég vonast til að koma aftur aldamótaárið. Við Debbie Scott, sem vinnur hjá Flug- leiðum vestra, erum að skipuleggja sérstaka og óvenjulega ferð hingað þá og ég er þegar farin að hlakka til að koma aftur.“ Hún notaði vel þessa tvo daga sem hún var á íslandi nú, fyrri daginn í skoðunarferð um Reykja- vík og dáðist mikið að því hvað borgin væri hreinleg. Seinni daginn fór hún til Gullfoss og Geysis og Þingvalla. „Það var stórkostleg ferð. Ég var mjög heppin með veðr- ið en það hefði raunar ekkert gert til þótt veðrið hefði verið slæmt því svona margbrotna sýn eins og gat að líta getur veður ekki slævt. Ég varð sérstaklega hrifín af því að koma að Gullfossi, það verður án efa minnisstæðast."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.