Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR Thors fæddist 1955 í Boston, höfuðborg Massachusetts fylkis í Bandaríkjunum, en flutt- ist níu mánaða til Islands og bjó í Reykjavík, fyrst í Mávahlíðinni og svo á Grenimel 88 til ellefu ára ald- urs. Foreldrar Gunnars eru Stella Kristinsdóttir, dóttir Emelíu Péturs- dóttur og Kristins Markússonar, sem átti og rak um áratugaskeið verzlunina Geysi, og Richard Thors, sonur Richards Thors, sem var for- stjóri fiskverkunarinnar Kveldúlfs. Kona hans var Jóna Þórðardóttir en Richard var sonur Thors Jens- ens. Afabróðir Gunnars var því Ólaf- ur Thors. Faðir Gunnars hóf nám í skurðlækningum í Engelwood í New Jersey en flutti þaðan til Min- nesota þar sem hann starfaði og kláraði sitt nám. Eftir það flutti fjöl- skyldan til Boston þar sem Gunnar fæddist og níu mánuðum síðar flutt- ist jjölskyldan tii íslands. Á íslandi starfaði faðir Gunnars á Sankti Jósefs spítala og Landa- koti sem skurðlæknir í ellefu ár, en þá tók fjölskyldan sig enn á ný upp og flutti í annað sinn til Bandaríkj- anna. Nú fluttu þau til Chicago þar sem þau búa flest enn. Það reyndist Gunnari ekki svo erfitt að flytja aftur til Bandaríkjanna. Hann var á þeim aldri þegar auðvelt er að eignast vini, auk þess sem hann var hann og gerði. „Eftir læknisfræðina unnum við Guðrún á íslandi í þijú ár; á Landakoti, St. Jósefsspítala og Borgarspítala og jafnframt leit- aði ég að stöðu í Bandaríkjunum. Guðrún gerði hins vegar hlé á læknastörfum sem stendur enn.“ Gefum Gunnari áfram orðið. „Það var ljóst að ég þurfti að flytja frá íslandi því ég ætlaði í framhalds- nám. Það lá beinast við að velja Bandaríkin því þar hafði ég búið og þar bjuggu ættingjar mínir. Bandaríkin bjóða auk þess upp á mjög góða menntun. Ég tel að nám- ið hér sé með afbrigðum gott og vel staðlað, til dæmis getur enginn tekið sérfræðipróf í sinni grein nema hafa nægjanlega reynslu og í skurð- lækningum verða menn að hafa fjölda mismunandi skurðaðgerða að baki. Sérfræðiprófin eru viðamikil og mjög dýr. Það að við kusum að dvelja hér áfram var sameiginleg ákvörðun okkar Guðrúnar og ekkert eitt fremur öðru sem réð því. Ég fékk stöðu við University of Illinois-College of Medicin í Prioria og var þar í tvö ár og kláraði þar með námið á fímm árum. Þá tók ég frí í eitt ár og við fórum heim til íslands og ég notaði tímann og las undir réttindaprófíð. Til þess að geta sótt um læknastöðu í Banda- ríkjunum verðurðu að standast ákveðið próf sem sannar að þú NÚTÍMA VESTURFARAR HJÓNIN Gunnar og Guðrún ásamttíkinni Perlu. Lýtalækningar eru að verða æ fyrirferðar- meiri grein innan læknisfræðinnar, ekki síst í Bandaríkjunum. í Chicago starfar einmitt Gunnar Thors við lýtalækningar. Þó að hann hafí alið lengstan sinn aldur vestra nam hann læknisfræði við læknadeild Háskóla íslands, sótti þangað eiginkonu sína og á marga vini meðal íslenskra lækna. Einar Steinsson sótti Gunnar heim og fræddist af honum um það hvemig er að vera læknir í Bandarílqunum. óvenju hávaxinn, sem telst til tekna í landi þar sem körfubolti er dáð- asta íþróttin. Karfan varð Gunnari þó lítið meira en afþreying á skóla- árunum, áhugi á náminu var meiri en áhugi á frama innan vallarins. Gunnar fór í góðan menntaskóla, New Trier West, þaðan sem kappar á borð við Charlton Heston, Rock Hudson, Ann Margaret, Bruce Dern og Christy Hefner, sem nú er eig- andi Playboy veldisins, hafa útskrif- ast. Gunnar á fjóra bræður og eina systur sem búa öll á Chicago svæð- inu. Þau eru; Richard, sem vinnur við gæðaeftirlit, Úlfur, sem er smið- ur, Edda listakona og Gylfí lögfræð- ingur. Kona Gunnars er Guðrún Vigdís Jónsdóttir. Faðir hennar er Jón S. Guðmundsson, sem margir þekkja úr Menntaskólanum í Reykjavík þar sem Jón hefur verið íslenskukennari í fjöldamörg ár. Kona Jóns er Guðrún Gísladóttir húsmóðir. Gunnar og Guðrún kynntust í læknisfræðinni í Háskóla Islands og giftu sig deginum fyrir útskrift. „Ég held að Guðrúnu hafi fundist ég skrýtinn," segir Gunnar en útskýrir það ekki nánar. Þau hjónin eiga þijú börn; Unni Helgu, þrettán ára, greind stúlka, sem gengur vel í skóla og er sjálfstæð. Magnús, tíu ára, líkari pabbanum, svolítið feiminn, og Edda, sem er níu ára, ófeimin og sjálfsörugg. Læknir eða atvinnu- maður í körfubolta Þegar kom að vali á háskóla sýndu margir skólar Gunnari áhuga sökum leikni hans í körfubolta. Hann valdi Grinelle háskólann í Iowa fylki, lítinn skóla með um 1.200 nemendur, kallaður „Harvard miðríkjanna“, og út á körfuboltann fékk hann námsstyrk. „Þetta var almennt háskólanám og tók fjögur ár. Ég varð að fá mjög góðar ein- kunnir til að geta sótt um læknahá- skóla en þetta gekk ekki svo frábær- lega að ég ætti nokkra möguleika á að komast í læknisfræði.“ I fram- haldi af þessu ákvað Gunnar að taka læknisfræðina á Islandi sem kunnir skil á því sem þú hefur ver- ið að læra.“ Valdi lýtalækningar „Ég var heppinn og fékk vinnu hjá fyrrverandi kennara mínum frá University of Illinois, Reed Hansen. Hann er lýtalæknir og ég vann á stofunni hans í átta mánuði. Það að ég valdi lýtalækningar var tilvilj- un, ég hefði allt eins geta valið beinalækningar þar sem ég hafði talsverða reynslu og_ áhuga á þess- konar lækningum. Ég hafði unnið með mönnum eins og Gunnari Jóns- syni yfirlækni slysadeildar Borgar- spítalans, Brynjólfí Mogensen pró- fessor og Hauki Árnasyni og Ste- fáni Karlssyni beinasérfræðing- um.“ Vaninn er að menn sérhæfi sig í lýtalækningum eftir fímm ára nám í almennum skurðlækningum en Gunnar sótti um stöðu við lýta- lækningar á lokaári sínu og fékk einu ári síðar við Rush Presbyterian St. Luke’s Medical Center í Chicago þar sem hann lauk sínu námi 1995. „Eftir þetta leitaði ég að stöðu á Chicago svæðinu en vann jafnframt lausastörf sem slysalæknir á slysa- varðsstofum hér og þar um borg- ina. Það hafði ég líka gert eina til tvær helgar í mánuði þegar ég var í lýtalæknanáminu á Rush til að fá aukapening og halda við þekk- ingunni á asma-, hjarta- og krabba- tilfellum ásamt fleiru. A þessum tíma fékk ég sem samsvaraði helm- inginn af þeim launum sem ég hafði á Rush fyrir þessa helgar- vinnu. Svo fór ég að vinna sjálf- stætt og gengur sæmilega." Tengslin við föðurlandið „Það eru meiri tengsl við ísland í gegnum Guðrúnu, heldur en mína fjölskyjdu, enda býr hennar fólk allt á íslandi.“ Gunnar fylgist lítið með hinni daglegu þjóðmálaum- ræðu en stærri atburðir fara ekki framhjá honum og hann og Guðrún hafa kosningarétt. Það að vera ís- lendingur skiptir Gunnar máli að mörgu leyti. Honum er mikilvægt að rækta bakgrunn sinn og halda tengslum við fólkið og gamla land- ið. „Það er sérstaklega mikilvægt í landi eins og Bandaríkjunum þar sem ægir saman ólíkum þjóðarbrot- um að standa klár á því hver mað- ur er og hvar rætur manns liggja.“ Að tala íslenzku í útlöndum íslenzka er ekki töluð á heimil- inu, viðurkennir Gunnar. Elsta dóttir þeirra, Unnur, var þriggja ára þegar þau fluttust út og altal- andi á móðurmálinu þegar hún byijaði í bandarískum leikskóla. Hún brást þannig við framandi tungu að hún steinþagði allan dag- inn í leikskólanum en talaði svo íslensku við foreldrana þegar heim kom. Þannig gekk þetta í eitt og hálft ár og höfðu foreldrarnir og forráðamenn leikskólans að vonum áhyggjur af „málleysi" stúlkunnar. Var því brugðið á það ráð að tala ensku heima til að hvetja hana áfram, sem endaði þannig að dæm- ið snérist við og nú neitaði hún alveg að segja nokkuð á íslenzku. Það var þar við látið sitja enda mikilvægara á þessum tíma að hún samlagaðist því þjóðfélagi sem hún bjó í. Gunnar segir að tengsl barn- anna við ísland séu alltaf að styrkj- ast eftir því sem árin líði. Magnús hafí til dæmis farið einn til íslands í sumar og verið þar í sex vikur við gott atlæti. Samband íslendinga á erlendri grund Tengsl fjölskyldu Gunnars við aðra Islendinga í Chicago eru í gegnum íslendingafélagið þar í borg og þær uppákomur sem það stendur fyrir. Það er ákveðinn kjarni sem byggir félagið og má segja að hann samanstandi af ann- arri kynslóð íslendinga í Chicago. Þessir einstaklingar eru oft ekki í eins nánum tengslum við gamla landið og áður og áhuginn því minni. Það er þó misjafnt eftir mönnum og starfsemi félagsins breytileg eftir því hvaða íslending- ar dvelja í borginni hveiju sinni. Að stunda áhugamál með fjölskyldunni Helstu áhugamál fjölskyldunnar eru ferðalög og íþróttir. Krakkarn- ir eru í íþróttum í skólanum; sundi, fótbolta og hafnabolta, en eitthvað gengur pabbanum hægt að vekja áhuga barnanna á körfuboltanum, Magnús er þó nokkuð áhugasamur. Ferðir þar sem tilgangurinn er að sleikja sólina eru ekki ofarlega á óskalistanum enda veit Gunnar sem lýtalæknir að það er ekki viturlegt að glenna sig um of framan í sól- ina. Sólarferðir annarra eru Gunn- ari þó ekkert á móti skapi því eins og þeir segja í hans fagi þá er sól- in „besti vinur" lýtalæknisins. Fjölskyldurekstur í Bandaríkjunum ísland er í huga Gunnars gott land að búa á og margt jákvætt þrátt fyrir barlóm margra er þar búa. „Menntun er mjög dýr í Bandaríkjunum og til að geta sent börnin sín í góða skóla, sem er þeirra lykill að velgengni í lífinu, þarf að vanda valið strax frá byijun auk þess að byija nógu snemma að leggja fyrir vegna framhalds- skólans. Þegar fjölskyldan hefur flutt innan Bandaríkjanna er stór þáttur í ákvörðuninni um hvar sest skuli að, hvaða skólar eru í boði.“ Er góður skóli á þessu svæði er því það fyrsta sem Gunnar og fjöl- skylda spyija að, því ef svo er fylg- ir annað í kjölfarið, það er gott íbúðarhverfi, nágrannar, þjónusta og atvinnutækifæri. „Til að geta farið í góðan skóla þarf að leggja fyrir að minnsta kosti eina milljón króna á ári fyrir náminu og bæta við það uppihaldi, ferðum og fleiru. Skattafrádráttur er mögulegur fyr- ir þá sem eru að safna fyrir námi barna sinna, en hann er ekki hár. Það þarf að skipuleggja allt sem lýtur að námi langt fram í tímann en það eru takmörk fyrir hvað hægt er að leggja mikið fyrir. Ef þú ferð í framhaldsnám eins og læknisfræði þarftu að taka lán sem verða tíu til tólf milljónir króna þegar upp er staðið. Það er dýrt að búa í Bandaríkjunum og þú færð litla styrki eða hjálp. Við höf- um fram að þessu ekki getað spar- að þó það vonandi breytist núna þegar ég er kominn í fullt starf. Hér þarf, auk þess að safna fyrir námi barna sinna, að safna fyrir elliárunum og svo auðvitað að lifa frá degi til dags og koma sér upp þaki yfir höfuðið. Það er misdýrt að búa í Bandaríkjunum og Chicago svæðið er frekar dýrt, sérstaklega við Michiganvatn. Foreldrar mínir eru sestir í helgan stein við vatnið og þar kosta íbúðir frá 20 til 100 milljónir króna. Skattar eru lægri hér en á íslandi en á móti kemur að það þarf að kaupa sér líftrygg- ingu, sjúkratryggingu og greiða há skólagjöld.“ Daglegur ótti „í sambandi við börnin okkar þá sjáum við að hér eru tækifæri fyrir þau en jafnframt erum við mjög hrædd um þau í þessu þjóðfé- lagi. Ég er sjúklega pössunarsamur þegar krakkarnir eru annars veg- ar, þú skilur ekki barnið við þig í kerru fyrir utan búðina. Þú þarft alltaf að vita hvert krakkarnir'ætla að fara. Það eru mörg hverfi í Chicago sem við förum ekki í og ef þú ert á ókunnu svæði þá ertu ákjósanlegt fórnarlamb. Guðrún hefur verið aðeins rólegri yfir þessu og gert grín að mér en hún er smám saman að skilja hætturnar sem eru fólgnar í því að búa hér. Það er ósköp skiljanlegt að gera sér ekki grein fyrir þessum hlutum þegar maður hefur ekki alist upp við þá, en fyrir mér er það fullkom- lega eðlilegt að vera á varðbergi. Þegar ég labba niður götu í ákveðn- um hverfum er ég sífellt að líta um öxl. Sú yngsta er í mestri hættu af því að hún er mjög sjálfstæð. Segjum að við værum í verslunar- miðstöð og hún sæi eitthvað spenn- andi í búðarglugga þá er hún horf- in á nokkrum sekúndum. Við höf- um fram til þessa sloppið við meiri- háttar áföll, enda höfum við vandað valið varðandi búsetu þó auðvitað geti hræðilegir hlutir gerst hvar sem er og hvenær sem er.“ Sambandið við kollegana „Ég hef fylgst lauslega með gengi skólabræðra minna úr lækn- isfræðinni. Flestum vegnar vel en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.