Morgunblaðið - 11.04.1996, Síða 11

Morgunblaðið - 11.04.1996, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 11 Friðjóns Skarphéð- inssonar minnst FRIÐJÓNS Skarphéðinssonar fyrrverandi ráðherra og yfir- borgarfógeta var minnst á Alþingi í gær en Friðjón lést 31. mars á 87.^ aldursári. Ólafur G. Einarsson forseti Al- þingis minntist Friðjóns við upphaf þingfundar í gær og sagði að hann hefði verið reglumaður í embætti, starfsamur og réttlátur og haldið uppi góðum anda í fjölmennu starfsliði. Friðjón fylgdi Alþýðuflokknum að málum en Óiafur sagði að á vettvangi stjórnmála hefði Friðjón notið mannkosta sinna, verið vel metinn af samheijum sínum og fylgismönnum annarra stjórn- málaflokka. „I umræðum var hann hógvær og gerði málefnum góð skil án málalenginga. A Alþingi var hann tíðum í forsetastól og honum lét vel að stjórna fundum. Hann var bókamaður, fékkst nokkuð við rit- störf, einkum um lögfræðirit frá liðnum öldum, gerði það skilmerki- lega eins og annað sem hann hug- aði að,“ sagði Ólafur. Málflutnings- réttindi í Bandaríkjunum •ÍSLENSKUR lögfræðingur, Jón Ögmundsson, hefur fengið málflutningsréttindi í Flórídafylki. Lögmannsréttindi í Bandaríkjunum veita rétt til að flytja mál fyrir fylkisdómstólum í Flórída og aðgang til að stunda lög- mannsstörf fyrir alríkisdómstólum Bandaríkjanna. I fréttatilkynningu segir að Jón sé einnig að sækja um máflutn- ingsréttindi fyrir alríkisdómstólum í Washington D.C. og að hann sé fyrstur íslendinga sem lýkur fullu námi í Bandarískum lögum. Hann brautskráðist með Jurist Doctor- gráðu frá Háskólanum í Miami í desember 1994. Meðal sérgreina Jóns voru vinnuréttur, alþjóða við- skiptaréttur og háfréttur. Lokarit- gerð Jóns var í Evrópurétti og fjallaði um verndunarþátt sjávar- útvegsstefnu Evrópubandalagsins. Jón útskrifaðist sem lögfræð- ingur frá Háskóla Islands árið 1985 og starfaði í mörg hjá al- þjóðahreyfingunni Junior Cham- ber International í Coral Gables, Flórída. Foreldrar Jóns eru Ögmundur Kristgeirsson, rafverktaki í Kópa- vogi, og kona hans, Sesselja G. Jónsdóttir. Jón starfar á lög- mannsstofu Harold Braxton, P.A. í Suður-Miami. Hann býr jafn- framt á Miami ásamt eiginkonu sinni, Alba Maffessanti. JfL FLÍSASKERAR OG FLÍSASAGIR T ÍT in i Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 FRETTIR Frederico Mayor til Islands í boði Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra Yfirmaður UNESCO í opinbera heimsókn AÐALFRAMKVÆMDASTJÓRI Menningarmálastofnunar Samein- uðu þjóðanna, UNESCO, Federico Mayor, kemur í opinbera heimsókn til íslands dagana 11.-14. apríl nk. í boði menntamálaráðherra. í fylgd með Mayor er eiginkona hans, Maria Angeles Mayor, og Horst Dödicke, deildarstjóri hjá UNESCO. Dagskrá heimsóknarinnar er í stórum dráttum sem hér segir samkvæmt fréttatilkynningu menntamálaráðuneytisins. Föstu- daginn 12. apríl mun aðalfram- kvæmdastjórinn ávarpa málþing sem haldið verður í Viðeyjarstofu kl. 10-15 um sáttmála UNESCO um verndun menningar- og nátt- úruminja heims. ísland gerðist aðili að sáttmálanum í desember 1995. Á málþinginu verður sátt- málinn kynntur og fulltrúi frá „World Heritage Centre" hjá UNESCO í París og frá „Nordic World Heritage Centre“ í Osló munu segja frá starfsemi þessara miðstöðva. Að loknum hádegis- verðarboði forseta íslands að Bessastöðum heimsækir aðalfram- kvæmdastjórinn Háskóla íslands þar sem hann heldur fyrirlestur um Hlutverk háskóla í nútímasam- félagi. Fyrirlesturinn, sem er öllum opinn, verður í stofu 101 í Odda og hefst kl. 15.30. Kl. 16.15 verður blaðamanna- fundur í Odda en síðan mun hr. Mayor og fylgdarlið heimsækja Þjóðarbókhlöðuna. Laugardaginn 13. apríl verður heimsókn í Árnastofnun en síðan verður farið í skoðunarferð til Nesjavalla og Þingvalla. Á Þing- völlum mun prófessor Sigurður Líndal segja gestum frá sögu staðarins en Þingvellir er einn þeirra staða sem væntanlega verður óskað eftir að komist á heimsminjaskrá UNESCO um merka menningar- og náttúru- minjastaði. Hinir erlendu gestir munu þennan dag snæða hádegis- verð í Þingvallabænum í boði for- sætisráðherra. Einnig bjóöum viö önnur bandarísk toppmerki á borö við GARY FISHER fjallahjól frá sjálfum „fööur fjallahjólanna", GREG LEMOND sporthjól frá margföldum heimsmeistara og sigurvegara í Tour De France og síöast en ekki síst aðalmerkið í hátæknihjólum úr áli: KLEIN fjallahjól. Gary Fisher, Greg LeMond og Gary Klein eru allir lifandi goösagnir og fylla hóp fremstu reiðhjólahönnuða í dag. Þaö er því sama hvaða hjól þú kaupir hjá okkur, þú færð aðeins það besta fyrir peningana. þjónusta. al fylgihlu tEBBIÍr Opið laugardaga kl. 10- H RAÐGREfÐSLUfí R e / ð h / ó / a verslunin iðSÁ m fBB BSL R5 i&Œk jajmMBMB i 11, sími 588 9890 Verkstæði, sími 588 9891 TREí Iusa gary fisher ^KLGIN ueivioimd CíUP SHIFH------- CATEYE® VistaLite ImIMMMÍíMhM*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.