Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Landsvirkjun hefur hækkað gjaldskrá sína um 3% Rafmagnsverð mun þó ekki hækka á Akureyri SVAVAR Ottesen, formaður stjómar veitustofnana, segir að rafmagnsverð hjá Rafveitu Akur- eyrar muni ekki hækka, þrátt fyr- ir að Landsvirkjun hafí nýlega hækkað útsöluverðið um 3%. Svanberg Sigurðsson, rafveitu- stjóri segir að það þýði aukin út- gjöld Rafveitunnar upp á 8,5 millj- ónir króna á ársgrundvelli. Svavar segir að til að mæta þeirri út- gjaldaaukningu verði dregið úr framkvæmdum við endurnýjun á dreifíkerfi bæjarins. Ekki tilefni til hækkunar Veitustjórn ræddi hækkun Landsvirkjunar á fundi sínum ný- lega og þar kom fram að veitu- stjóm sér engar forsendur sem gefa tilefni til hækkunar hjá Landsvirkjun, svo sem vegna gengismála, verðlagsbreytinga eða hækkunar annars rekstrar- kostnaður, eins og segir í bókun veitustjórnar. „Hins vegar ættu aðstæður til stöðugs verðlags eða lækkunar á sölu rafmagns Lands- virkjunar til viðskiptavina sinna að vera til staðar eftir nýgerða samninga við álfyrirtækið í Straumsvík,“ segir ennfremur í bókuninni. Einnig kemur fram að RA hefur undanfarin ár unnið að veigamik- illi endurnýjun á veitubúnaði og notendakerfi ásamt Hagræðingu sem hefur gefíð fyrirheit til við- skiptavina hennar um lækkun raf- magnsverðs næstu 10-15 árin og byggt það á stöðugleika í verðlags- málun. Fyrsti áfangi þessarar lækkun- ar kom til framkvæmda um síð- ustu áramót en þá lækkaði raf- magnsverðið um 3%. Svavar segir að Landsvirkjun hafí bent á að þar á bæ hafí raf- magnsverð ekki verið hækkað frá árinu 1994. „Við höfum heldur ekki hækkað frá árinu ’94 og bæði rafmagn og heitt vatn var lækkað um síðustu áramót. Við hefðum þurft að vita af fyrirhug- aðri hækkun strax í haust, á með- an vinna við fjárhagsáætlun stóð yfír,“ segir Svavar. Hita- og vatnsveita Akureyrar kaupir rafmagn af RARIK fyrir tugi milljóna króna á ári fyrir vatnsdælur bæði á Þelamörk og inni í Eyjafirði. RARIK hefur ákveðið að hækka sína gjaldskrá og segir Svavar að það þýði aukin útgjöld Hita- og vatnsveitu um 1 milljón króna á ári. Morgunblaðið/Kristján Er vorið komið? FLESTIR Eyfirðingar eru þess fullvissir að vorið sé komið, enda bæði aðalfundur KEA og páskarnir að baki. Veturinn í ár var því frekar stuttur og góður, ekki síst ef miðað er við síðasta vetur. Bíleigendur er farnir að skipta yfir á sumar- dekk og hann Andri Sverrisson, fjögurra ára snáði, var að skoða úrvalið af fótboltum í göngugöt- unni á Akureyri er ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á hann í gær. Flugfrakt í miðbæinn AFGREIÐSLA fyrir flugfrakt Flugleiða og Flugfélags Norður- lands hefur verið opnuð í húsakynn- um TVG að Hjalteyrargötu 10 á Akureyri. Jafnframt hefur opnað þar Vörudreifíngarmiðstöð TVG, sem býður landflutninga til og frá Akureyri og um allt land. Afgreiðslan er vel staðsett í mið- bænum og markmiðið með flutn- ingi hennar er að færa þjónustuna nær viðskiptavinum. Móttaka hrað- sendinga verður eftir sem áður á Akureyrarflugvelli. Sérútbúinn fraktbíll verður á ferð til og frá flugvelli, allt að sex ferðir á dag. Bíll frá TVG mun einnig sinna heimsendingu og móttöku fraktar og er það nýjung í þjónustu við viðskiptavini. Flutningur flugafgreiðslunnar frá flugvellinum og á Hjalteyrar- götu opnar viðskiptavinum nýja möguleika þar sem flutningar verða samtengdir hvort sem er á landi éða í lofti. Möguleikar á fram- haldsflutningum munu stóraukast þar sem flutninganet Vörudreif- ingarmiðstöðvar TVG á Norður- landi nær frá Brú í Hrútafirði til Vopnafjarðar. Einnig mun þetta auka öryggi flutninganna þar sem einn aðili tekur að sér flutning fyr- ir annan t.d. ef ófærð hamlar flutn- ingum eða ferð fellur niður. Viðtakendur erlendrar fraktar geta nú látið gera tollskýrslur á Hjalteyrargötu og gengið þannig alveg frá afgreiðslu vöru sinnar um leið og hún er sótt. MÖRKINNI 3 - SlMI 588 0640 Morgunblaðið/Kristján Þorskurinn heldur fyrr á ferðinni TRILLUKARLAR á Akureyri hafa aðeins orðið varir við þann gula innarlega í Eyja- firðinum en á svipuðum tíma í fyrra hafði nánast ekkert af þorski komið inn í fjörðinn, að sögn Jóns Halldórssonar á Sæborgu EA. Hann segir að þorskurinn sé heldur fyrr á ferðinni en í fyrra þótt ekki hafi verið um neina mokveiði að ræða til þessa í þorskanet- in. Svokallað hrygningastopp hefst 14. apríl og stendur til 29. apríl. Jón vonast til að eft- ir stoppið verði þorskurinn kominn inn í fjörðinn og að þá fari veiðin að glæðast en eftir stoppið í fyrra voru afla- brögð mjög góð í Eyjafirðin- um. Á myndinni er Jón í bát sínum við bryggju í Sandgerð isbót. Listasafnið Kvenlíkam- inn í aðal- hlutverki TVÆR sýningar verða opnað- ar í Listasafninu Á Akureyri á laugardag, 13. apríl. Þær eru ólíkar að hugsun og tján- ingu en myndefnið er það sama, kvenlíkaminn. I austur- og miðsal safnsins verða sýndar á ijórða tug módelmynda eftir Gunnlaug Blöndal. „Modelmyndir Gunn- laugs eru einstakar í íslenskri listasögu þar sem má segja að hann hafi opinberað kon- una og nekt hennar af sér- stakri munúð og listrænu inn- sæi,“ segir í tilkynningu um sýninguna. í vestursal sýnir bandaríski ljósmyndarinn Bill Dobbins en hann hefur hlotið heimsat- hygli fyrir ljósmyndir af vaxt- arræktarkonum. Sýningin ber yfirskriftina „Stálkonan“. Bill Dobbins kemur til landsins í fylgd tveggja „stál- kvenna“ og eru þau í boði lík- amsræktarstöðvarinnar Gym 80. Sýningin er sett upp með aðstoð og í samvinnu við Hannes Sigurðsson listfræð- ing. Elías I. Eiíasson iætur af störfum Björn Jósef í emb- ætti sýslumanns BJÖRN Jósef Arnviðarson, lög- maður, tók í gær við embætti sýslumannsins á Akureyri af El- íasi I. Elíassyni, sem starfað hefur við embættið frá árinu 1980. EJías lætur af störfum fyrir aldurs sakir en hann varð sjötugur í gær. Sigurður Tómas Magnússon, skrifstofustjóri í dómsmálaráðu- neytinu var mættur norður í gær- morgun og hann afhenti Birni Jó- sef skipunarbréf Forseta íslands og lykla að húsnæði embættisins. Sigurður Tómas sagði m.a. við það tækifæri að embætti sýslumanns væri gamalgróið og viðamikið embætti og því fylgdu fleiri titlar. Nefndi hann í því sambandi titil lögreglustjóra, tollstjóra, þinglýs- ingarstjóra óg uppboðshaldara. Sigurður Tómas sagði jafnframt að Björn Jósef tæki við góðu og vel reknu búi af forvera sínum. Starfsfólk embættisins bauð nýjan sýslumann velkominn til starfa og færði honum blómakörfu að gjöf. Fyrsta embættisverk Björns Jósefs var svo að funda með skrifstofustjóra dómsmála- ráðuneytisins, Daníel Guðjónssyni, yfirlögregluþjóni, Ólafi Ásgeirs- syni, aðstoðaryfirlögregluþjóni, og Guðjóni Bjömssyni fulltrúa sýslu- manns. Bjöm Jósef hefur rekið lög- mannsstofu og fasteignasölu frá Morgunblaðið/Kristján SIGURÐUR Tómas Magnússon, skrifstofustjóri i dómsmála- ráðuneytinu, afhendir nýjum sýslumanni, Birni Jósef Arnvið- arsyni, skipunarbréf Forseta íslands og lykla að húsnæði embættisins í gær. árinu 1979 og auk þess setið í og mun auk þess segja af sér trún- bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokk- aðarstörfum á pólitískum vett- inn. Hann hefur hætt þeim rekstri vangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.