Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís RÓBERT Melax og Ingi Guðjónsson lyfjafræðingar í hinni nýju lyfjaverslun í Lágmúla. Ný lyfjaverslun opnuð í dag 20% afsláttur af öllum lyfjum í 2 vikur Kirkjumálaráðherra um málefni biskups Ekki er forsenda fyrir frávikningu Frumvarp Al- þýðuflokksins Landið verði eitt kjördæmi ÞINGMENN Alþýðuflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að landið verði eitt kjördæmi í alþingis- kosningum. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins sem er um breytingu á stjómarskránni. í greinargerð segir að í núverandi kjördæmaskipan felist mikið rang- læti. Réttur þéttbýlisbúa, einkum í Reykjavík og á Reykjanesi, sé fyrir borð borinn og þetta réttindaleysi komi verst niður á alþýðufólki og þeim sem minnst mega sín. Fram kemur að með flutningi frumvarpsins árétti Alþýðuflokkur- inn stuðning við það grundvallarsjón- armið að kosningaréttur landsmanna skuli vera jafn. Flokkurinn hafi raun- ar þegar á fyrstu árum sínum mótað þá stefnu að landið skyldi gert að einu kjördæmi og rökin fyrir þessu séu jafnsterk nú og fyrir 70 árum. „Islendingar eru fámenn þjóð í samfélagi þjóðanna. Á tímum auk- innar alþjóðlegrar samvinnu og sam- keppni er nauðsynlegt að þjóðin sigli öll í sama báti. Heildarhagsmunir skipta meira máli en hagsmunir ein- stakra kjördæma. Vandamál fram- tíðarinnar krefjast nýrra leikreglna í íslenskum stjómmálum,“ segir í greinargerðinni. Miðað er við það í frumvarpinu að við næstu kosningar liggi fyrir samþykkt breyting á stjómarskrá og kosningalögum svo unnt sé að kjósa í einu kjördæmi ekki síðar en árið 2003. Ekki er gert ráð fyrir að þing- mönnum fækki en kveða megi á um fjölda þeirra í lögum. NÝ LYFJAVERSLUN, Lyfja, opn- ar í dag í Lágmúla 5 í Reykjavík. Forsvarsmenn Lyfju, lyfjafræð- ingarnir Róbert Melax og Ingi Guðjónsson, segja að markmið verslunarinnar sé að bjóða neyt- endum til frambúðar lyf á lægra verði en tíðkast hafi til þessa. Fyrstu tvær vikurnar verður 20% kynningarafsláttur af öllum lyfjum sem seld eru í Lyfju en að þeim tima liðnum verður boðinn mismunandi afsláttur af ýmsum lyfjum. „Viðhöfum ákveðið að háfa opið frá klukkan 9 á morgnana til tiu á kvöldin alla daga vikunnar því við teljum það mikið hagræði fyrir neytendur að ávallt sé opið eitt apótek til tíu á kvöldin," sagði Róbert Melax á fréttamannafundi sem boðað var til í gær. í Lyfju verða á boðstólum öll þau lyf sem hefðbundin apótek bjóða en auk þess verður í boði úrval annars konar vara, s.s. nátt- úruvörur, fæðubótarefni, gælu- dýrafóður, sælgæti, gos, samlokur og undirfatnaður. Sjálfsafgreiðsla er á flestum vörum og verður starfandi hjúkr- unarfræðingur til ráðgjafar fyrir viðskiptavini. Einnig verður lyfja- fræðingur við afgreiðsluborðið og veitir faglega ráðgjöf jafnframt því sem hann tekur á móti lyfseðl-. um. Lyfja er fyrsta lyfsöluverslunin á höfuðborgarsvæðinu sem opnuð er frá því að kaflar lyfjalaga sem veita aukið frelsi varðandi lyfsölu og Iyfjaverð, tóku gildi. „Við telj- um að með tilkomu fleiri lyfja- verslana skapist aðstæður þar sem hægt verður að keppa meira í verði og annarri þjónustu til hags- bóta fyrir neytendur,“ segir Ró- bert. / ÞORSTEINN Pálsson, dóms- og kirkjumálaráðherra, telur að eins og mál liggi nú fyrir sé ekki for- sendur fyrir hendi til að víkja herra Ólafí Skúlasyni, biskupi íslands, úr embætti þrátt fyrir að hann hafi sent fjölmiðlum trúnaðarupplýs- ingar. Ráðherra segir í bréfi til Kristjáns Björnssonar, sóknarprests á Hvammstanga, að um sé að ræða verknað sem ekki réttiæti frávikn- ingu. Kristján sendi kirkjumálaráð- herra bréf 22. mars sl. og óskaði eftir að hann gerði viðeigandi ráð- stafanir til að víkja biskupi frá störfum. í bréfinu vitnar Kristján til þess að biskup hafi gerst sekur um alvarlegt trúnaðarbrot með því að koma á framfæri við fjölmiðla yfirlýsingu með trúnaðarupplýsing- um. Með þessu hafi biskup gerst sekur um brot á 32. grein laga um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna, en þar segir að starfsmanni sé skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skuli fara sam- kvæmt lögum, fyrirmælum yfirboð- ara eða eðli máls. I svarbréfí kirkjumálaráðherra, sem Morgunblaðið fékk frá ráðu: neytinu, segir: „Eins og mál þetta liggur fyrir nú verður eigi talið að hér sé um að ræða verknað sem réttlætt geti frávikningu, eins og þér hafið óskað eftir.“ Kristján Björnsson sagðist vera ánægður með svör kirkjumálaráð- herra þó að hann hafi ekki fallist á ósk sína um að víkja biskupi úr embætti. Með bréfínu væri staðfest að kirkjumálaráðherra hefði vald til að víkja biskupi frá störfum bryti hann af sér. „Ég er mjög sáttur við að ráð- herra víkur sér ekki undan þeirri ábyrgð sem hann hefur í málinu. Hann víkur sér ekki undan vegna þess.að það sé einhver formgalli á erindi mínu eða að efni þess sé utan valdsviðs hans. Ég held einnig að það sé almenn skoðun lögfræðinga að það sé hlutverk kirkjumálaráð- herra að grípa inn í þegar verður óheillaþróun í störfum háttsettra embættismanna." Kristján sagði að það væri hins vegar greinilegt á svörum ráðherra að ekki væri nægilegt að hann teldi að Ólafur hafí framið alvarlegt trúnaðarbrot. Það kynni að vera að það hefði breytt einhverju um svör ráðherra ef hann hefði áður fengið í hendur úrskurð siðanefndar pre- stafélagsins, en nefndin komst að þeirri niðurstöðu að brot biskups væri alvarlegt. „Ég er eftir sem áður jafn sann- f færður um að Ólafur hefur brotið I þessa 32. grein laga um réttindi j og skyldur starfsmanna ríkisins. Ég tel að það sé staðfest með úr- skurði siðanefndar prestafélags- ins,“ sagði Kristján. Stjórn PÍ ritar biskupi bréf Stjóm Prestafélags íslands hefur ritað biskupi íslands bréf þar sem vakin er athygli hans á úrskurði siðanefndar prestafélagsins frá 27. mars sl. í honum segir að nefndin telji alvarlegt að biskup skyldi leita | skriflegrar staðfestingar á því að séra Flóki Kristinsson hafí átt fund með Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur, sem sakað hefur biskup um nauðg- unartilraun. Efni bréfs stjórnarinnar verður gert kunnugt á félagsfundi í Prestafélagi íslands 15. apríl nk. Félagsmálaráðherra kveðst tilbúinn til að breyta frumvarpi um breytingar á vinnulöggjöf Ákvæði laga um sáttasemjara verði óbreytt Forsætisráðherra hafnaði í gær kröfu fulltrúa verka- lýðshreyfingarinnar um að frumvörpin um stéttarfélög og vinnudeilur og réttindi og skyldur starfsmanna ríkis- ins yrðu dregin til baka. Félagsmálaráðherra lýsti því yfir á fundinum að hann væri tilbúinn til að breyta frumvarpinu um stéttarfélög og vinnudeilur í þá veru að ákvæði laga um hlutverk ríkissáttasemjara og miðl- unartillögu yrðu óbreytt. PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra lýsti því yfír á fundi með forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar að hann væri tilbú- inn til að beita sér fyrir að texti gildandi laga um hlutverk sáttasemjara yrði tekinn orðréttur upp í frumvarpið um breytingar á vinnulöggjöfínni. Formenn ASÍ og BSRB lýstu vonbrigðum með fundinn og sögðu að frumvarpið væri fallið til að valda erfíðleikum við gerð nýrra kjarasamninga um næstu ára- mót. Fundurinn var haldinn að ósk forystu- manna launþegahreyfingarinnar, formanna ASÍ, BSRB, BHM, KÍ og SÍB. Þeir lögð fram þá kröfu á fundinum að frumvörpin um breyt- manna ríkisins og stéttarfélög og vinnudeilur yrðu dregin til baka og reynt yrði að skapa sátt um þau í sumar. Fulltrúar ríkisstjónar- innar, forsætisráðherra, fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra, höfnuðu því. „Það er vilji ríkisstjórnarinnar að afgreiða þessi frumvörp, en við hvöttum hins vegar til þess á fundinum að þessar sveitir verka- lýðsfélaga, sem þama áttu fulltrúa, mundu koma að efnislegum athugasemdum við með- ferð málsins í þinginu, en ekki firra sig allri ábyrgð. Við viljum auðvitað að lög eins og þessi, sem em um leikreglur á vinnumark- aði, verði sem best úr garði gerð. Ég vona nú, og skildi það þannig, að þeir myndu koma með efnislegar athugasemdir, sem við gætum haft gagn að og mundu stuðla að því að lög- in yrðu sem frambærilegust,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra eftir fundinn. „Við vitum að fulltrúar verkalýðshreyfíng- arinnar gera athugasemdir við einstök at- riði, en við getum ekki undanþegið löggjaf- ann þeirri skyldu að setja leikreglur um þenn- an mikilvæga þátt í þjóðlífinu sem vinnu- markaðurinn er, þar sem oft ræðst hvort efnahagsmálin ganga úr skorðum eða halda áfram með sæmilega farsælum hætti. Ég held að lögin muni skapa betri vinnu- og verkstöðu á vinnumarkaði í þágu laun- þega og vinnuveitenda. Það má ekki gleyma því að megininntakið í frumvarpinu um vinnudeilur er að auka rétt hins einstaka félagsmanns, kannski að einhveiju leyti á kostnað verkalýðsforystunnar." Davíðs sagðist hafa áhyggjur af því ef verkalýðshreyfíngin efndi til átaka við ríkis- stjórnina vegna ágreinings um breytingar á vinnulöggjöfinni. Hann sagðist hins vegar ekki eiga von á að það gerðist. Auðveldar ekki gerð kjarasamninga Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, var óánægður með þær viðtökur sem málflutn- ingur verkalýðshreyfingarinnar fékk á fund- inum. „Ég verð að segja að þessi fundur veldur mér mjög miklum vonbrigðum og mér sýnist ríkisstjórnin staðráðin í að grafa sig enn dýpra niður í sínar skotgrafir. Maður hlýtur að spyija sjálfan sig hvers vegna henni liggur svona mikið á; hvort hún vilji reyna að framkvæma þessar óvinsælu aðgerðir sem fjærst þingkosningum. Það er mjög erfitt að sjá af hveiju ríkisstjórnin vill ekki gefa sér nokkra mánuði til að fara vandlega yfir þessa hluti og kanna hvort unnt er að ná sátt um þau markmið sem kunna að reynast sameig- inleg. Það er margt í þessum breytingum sem ríkisstjómin er að beita sér fyrir, á vinnu- markaði og innan ríkiskerfísins, sem krefst þess að málin verði skoðuð heildstætt. Það er t.d. talað um að samræma réttindi sem opinberir starfsmenn búa við og aðrir á vinnu- markaði. Þá hlýtur maður að spyija hvort til standi að taka upp lögin um kjarasamning opinberra starfsmanna. Ef það verður gert þarf að hyggja að ýmsu í frumvarpinu um stéttarfélög og vinnudeilur.“ Ögmundur sagði að viðbrögð við svörum ríkisstjómarinnar yrðu rædd innan verkalýðs- hreyfingarinnar á næstu dögum. Hann sagði hættu á að þessi viðbrögð myndu gera gerð næstu kjarasamninga erfiðari. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, tók undir þetta og sagði: „Ef þessi frumvörp fara í | gegnum þingið og verða að lögum era allar líkur á að þau spilli fyrir því sem hér þarf að gerast um næstu áramót, þ.e.a.s. að koma ' á nýjum kjarasamningi. Hætt er við að vinn- an fari meira í strögl um þessa aðferðar- fræði og þessi lög en ekki í raunverulega lausn á kjaradeilum. Lögin væru þá orðin skaðvaldur í þessu starfsumhverfi,“ sagði Benedikt. Félagsmálaráðherra opinn fyrir breytingum Páll Pétursson félagsmálaráðherra ítrekaði j á fundinum fyrri yfirlýsingar um að hann , væri tilbúinn til að gera breytingar á frum-. * varpinu um stéttarfélög og vinnudeilur. „Ég er tilbúinn til að beita mér fyrir því að 9. grein laganna um sáttastörf í vinnudeil- um verði tekin orðrétt upp í frumvarpið og að menn búi við óbreytt ástand hvað varðar hlutverk sáttasemjara. Sáttasemjari hefur samkvæmt núgildandi lögum víðtækar heim- ildir. Mér finnst hins vegar að menn hafi í l umræðum um þetta mál gert allt of mikið S úr vægi miðlunartillögu sáttasemjara. Miðl- > unartillaga er í eðli sínu bara þrautarlending . þegar samningar hafa ekki tekist með fijáls- um hætti.“ Páll sagðist ennfremur vera tilbúinn til að beita sér fyrir að ákvæði um atkvæða- greiðslur og þátttöku í þeim yrðu endurskoð- uð. Forystumenn ASÍ áttu í gær fund með þingflokkum Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks. ASÍ fyrirhugar að eiga fund með þingflokkum stjórnarandstöðunnar í dag eða á morgun. Á morgun ætla forystumenn laon- þegahreyfinganna að hittast og ræða hugsan- | leg viðbrögð við svörum ríkisstjórnar og þing- flokka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.