Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Kyrrlát íhug’un TONLIST Gcrðarsafni KAMMERTÓNLEIKAR Sverrir Guðjónsson, Martial Narde- au, Guðrún Birgisdóttir, Anna Magn- úsdóttir og Páll Hannesson fluttu tónverk eftir Wilhelm Friedemann Bach, George Frideric Handel og Johann Sebastian Bach. Laugardag- urinn 6. apríl. 1995. ÞXÐ er sérkennilegt að nútíminn skuli í æ ríkara mæli hafna allri viðhöfn í trúariðju sinni og leita þá eftir hinum innri gildunum. Það er líkast til vegna ofgnóttar í yfir- þyrmandi prjáli.'þar sem sömu tíð- indin eru sögð aftur og aftur, og þegar linnir þá skiptu þau engu máli. Það er þessi hávaðasama leit eftir „einhverju öðruvísi", sem engu skilar en safnast saman í gleyms- kunnar safn. Þá er það leitin að innri gildun- um, er þurfa að innihalda eitthvað sem ekki brotnar sem skurn utan um ekkert, hávaðasaman tómleik- ann. Þversögnin er að í góðri tón- list býr eitthvað óskilgreint, eðlis- skylt því guðdómlega, er aðeins Breytt ímynd MÁLSTOFA um börn og bækur verður haldin laugar- daginn 13. apríl næstkomandi kl. 14 í Odda, húsi félagsvís- indadeildar Háskóla íslands, í stofu 101. Málstofan er haldin á vegum félagsvísinda- deildar Háskóla íslands og Barnabókaráðsins, íslands- deildar IBBY. Á dagskrá verður fyrir- lestur Jean Webb frá Bret- landi um breytta ímynd barnsins í barnabókum. Áuk þess flytja erindi Ragnheiður Briem, sem fjallar um fyrstu skref í íslenskukennslu ungra barna, Silja Aðal- steinsdóttir sem fjallar um röddina íbarnabókinni, Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson segir frá viðhorfum barna- bókahöfunda, Hildur Her- móðsdóttir skoðar barnabækur frá sjónarhóli útgefenda, Ólína Þorvarðar- dóttir ræðir gildi þjóðsagna fyrir börn og Ragnheiður H. Þórarinsdóttir flytur erindi um stöðu barnamenningar. Fundarstjóri verður Sigrún Klara Hannesdóttir. má nálgast. í kyrrlátri íhugun. Þeg- ar nútímamaðurinn er um það bil að týna sér í hávaðanum og stend- ur eins og saltstólpi, finnur einhver sér leið inn í kyrrð fegurðarinnar, sem er samstofna trúnni á Guð. Líklega hafa barokktónskáldin náð að fella saman þessa innri þætti og þá sérstaklega meistari Johann Sebastian Bach, betur en aðrir. Tónleikarnir í Gerðarsafni undir yfirskriftinni „Páskabarokk" snertu við þessum þáttum. Þeir hófust á kirkjukantötunni Schlage doch gewúnschte Stunde, sem í tónleika- skrá er merkt BWV 53. og sögð vera eftir J.S.Bach. Tónmál þessa verks er allt annað en gerist hjá Bach og reyndar langtum neðar að tónrænum gæðum, sérstaklega er varðar tónferli og endurtekningar BIRGIR Schioth myndlistarmaður og myndlistarkennari sýnir um þessar mundir í Eden í Hvera- gerði. Þessi sýning Birgpis er fimmt- ánda einkasýning hans. Hann hef- ur áður sýnt í Reykjavík, Hafnar- firði, Hveragerði, Siglufirði og á fjórum stöðum á Austfjörðum; Seyðisfirði, Egilsstöðum, Reyðar- firði og Norðfirði. á tónhugmyndum, sem eru í þessu verki barnalega einfaldar. Við at- hugun kemur í ljós að þessi jarðarf- ararmessa er eftir M. Hoffmann og hefur verið tekin af lista yfir verk eftir Bach, enda alls óverðug að vera í safni meistarans. Þrátt fyrir þetta var flutningurinn með ágæt- um,-sérstaklega hjá Sverri Guðjóns- syni kontratenor en með honum léku Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir á barokkflautur, Anna Magnúsdóttir á sembal og Páll Hannesson á violone, sem er nafnið á barokkbassa er tilheyrir „Viol“- fjölskyldunni. Annað verk tónleikanna var flautudúett nr 4 (af 6) í F-dúr eftir Wilhelm Friedemann Bach, elsta son Johanns Sebastians, sem Mart- ial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir Sýning Birg- is Schioth Birgir, sem er fæddur á Siglu- firði 1931, kenndi verkmenntog myndlist við gagnfræðaskólann þar í 20 ár, en síðustu 15 ár hefur hann kennt myndlist við grunnskól- fluttu. Flautudúettarnir 6 eru samd- ir í Dresden á árunum 1733-46 og voru þeir fyrst gefnir út í Wiesbad- en 1969. Þetta er sérkennileg tón- list, enda batt Wilhelm bagga sín öðrum böndum en gerðist. Verkið var um margt fallega leikið, þó heyra mætti að það var flytjendum nokkurt nýnæmi. Sverrir söng síðan aríu úr óper- unni Rinaldo eftir Handel. (Fyrir alla muni ekki Hándel, því hann ritaði sjálfur nafn sitt upp á ensku). Rinaldo var fyrsta óperan eftir Handel, sem flutt var í Englandi (1711) og með henni sló Handel í gegn og má segja að þá hafi hann fengið þá hugmynd að setjast að í Englandi. Lascia ch’io pianga er falleg aría og var mjög vel flutt af Sverri. Tríósónatan í G-dúr, BWV 1039, eftir J. S. Bach, er samin fyrir tvær flautur og continuo og var þetta frábæra verk glæsilega flutt. Tón- leikunum lauk með aríu úr Magn- ificat og þar fóru flytjendur á kost- um, enda tónmálið þrungið til- beiðslu þar sem leitað er eftir því sem er gott og göfgandi, umvafið kyrrlátri íhugun. ana í Garðabæ. Meðfram kennslu- starfi hefur hann verið í myndlist- arskólum og í einkatímum hjá Gunnlaugi Stefáni Gíslasyni. Flest verk Birgis á sýningunni í Eden eru pastelmyndir, en einn- ig eru á sýningunni olíumálverk, vatnslitamyndir og svartkrítar- teikningar. Sýning Birgis Schioth stendur til 22. apríl. Nýr sýn- ingarsalur í Listakoti LISTHÚSIÐ Listakot, Lauga- vegi 70, verður opnað aftur eftir gagngerar breytingar laugardaginn 13. apríl kl. 14. Listakot er nú orðið töluvert stærra, opnað hefur verið upp á 2. hæð hússins og þar með bætist við nýr sýningarsalur. Listakonurnar tólf sem standa að Listakoti sýna nýj- ustu verk sín í salnum, en þær eru Árdís Olgeirsdóttir leirlist, Charlotta Magnúsdottir leirlist, Dröfn Guðmundsdóttir skúlpt- úr, Gunnhildur Ólafsdóttir grafík, Hugrún Reynisdóttir textíl, Jóhanna Sveinsdóttir grafík, María Valsdóttir textíl, Olga Olgeirsdóttir leirlist, Sig- ríður Helga Olgeirsdóttir leirl- ist, Sveinbjörg Hallgrímsdóttir myndlist, Sæunn Þorsteins- dóttir textíl og Þórdís Sveins- dóttir textíl. Listakot er opið alla virka daga frá kl. 12-18 (10-18 á sumrin), laugardaga frá kl. 12-18 og sunnudaga frá kl. 14-18. Páskahret EFTIR stutt páskafrí er Hug- leikur að hefja aftur sýningar á leikritinu Páskahreti í Tjarn- arbíói. Verkið var frumsýnt 29. mars síðastliðinn við mikinn fögnuð viðstaddra og hefur hlotið lofsamleg ummæli gagn- rýnenda. Næstu sýningar eru föstu- daginn 12. apríl, fimmtudaginn 18. apríl og laugardaginn 20. apríl. Höfundur Páskahrets er Árni Hjartarson en leikstjóri Hávar Sigurjónsson. Thomas Holst í Gall- eríi Horninu SÆNSKI listamaðurinn Thom- as Holst opnar sýningu á mál- verkum í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15, á laugardag kl. 16. Sýningin er sett upp í tengsl- um við EuroCad-ráðstefnuna sem nú stendur yfir á Hótel Sögu. Sýning Sigríðar Gísladóttur flyst á dýpri mið í kjallara Gallerís Hornsins og mun standa til 21. apríl. Jón Ásgeirsson BIRGIR SchÍ0th ásamt einu verka sinna á sýningunni í Eden. „Útbrot“ IJOSMYNDIR Listhúsið Cmbra HUGMYNDIR/ HUGDETTUR Jónas Hallgrímsson. Opið frá 13-18 þriðjudaga til föstudaga, 14-18 laug- ardaga og sunnudaga. Til 24 apríl. Aðgangur ókeypis. „HUGMYNDIR og hugdettur eru upphaf alls sem við tökum okkur fyrir hendur. Við fáum hugmyndir út frá því sem við sjáum, lesum, heyrum og jafnvel upplifum. Á þessu eru fáar eða engar undantekningar.“ Svo mælist hinum unga nafna góðskáldsins í upphafi sýpingarskrár framkvæmdar sinnar í Úmbru, sem hann hefur gefið samheitið „Út- brot“, og samanstendur af þrem myndröðum „Upphaf nafli“, „Af- staða fætur“ og „Breytingar". Skilgreiningin er rétt, því að kveikja og eldsneyti allra hugmynda hljóta að vera áhrif sem við verðum fyrir og jafnvel þótt við látum stjórn- ast af ímynduðum innblæstri. Þann- ig „improviseraði“ Picasso aldrei heldur hóf hvern dag með einhveij- um andlegum iðkunum er hann gekk svo út frá í myndsköpun sinni. Myndröðum sínum, sem ganga út frá tónlist, fylgir gerandinn svo úr hlaði með málsgreinum til að koma til skila þeim skilaboðum sin- um sem hann telur illmögulegt að koma í myndrænan búning, jafn- framt sem að skrifin eiga að skil- greina takmark og tilgang mynd- anna. Það færist mjög í vöxt að nota tónlist og önnur hliðarmeðöl til áhersluauka ýmsum fyrirbærum sjónlista og sýnist mönnum sitthvað um þá þróun. Hins vegar er ekki að neita að með því fer myndlistin að fjarlægjast sitt upprunalega og afmarkaða svið þótt skyldleiki milli listgreina sé ótvíræður. Hús getur þannig haft tónræna hrynjandi sbr. barokkstílinn, og ótvíræð arkitek- tónísk bygging getur verið 5 tón- verki. Þá getur myndverk haft yfir sér tónræna hrynjandi og varðandi viss fín blæbrigði í litum líkja menn þeim stundum við „glissandó" í tón- verki og er hér um alþekktar og almennar starðreyndir að ræða. Fullmikið er þó farið að bera á því að menn rugli hreinum tónum, hljóðum og óhljóðum við myndlist, því menn eru þá auðvitað að afneita hugtakinu sjónlist um leið ásamt hinu afmarkaða hlutverki hvers skilningarvits. Það er þá mjög stutt í það að ilmurinn verði tekinn í þjón- ustu listamanna og hugtakið „ilmsk- úlptúr" verði til. Jónas Hallgrímsson er þó ekki kominn svo langt að hann hafni og afneiti ljósmyndavélinni og sé farinn að búa til hreinar hljóðmyndir eða hljóðskúlptúra og einhvern veginn fínnst mér það styrkur hans. Það kemur berlega fram í hinum veðraða hlut úr járni eða blýi á sýningunni, sem er til mikillar prýði fyrir sterka formræna vísun. Ljósmyndirnar eru vel teknar, vísanirnar augljósar og í þeim er falinn viss boðskapur, jafnt sjónrænn sem huglægur, sem kemur gráu sellunum í gang. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.