Morgunblaðið - 12.02.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.02.1993, Blaðsíða 46
46 HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ SÞROTTIR FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993 —------------------------------------------------- SKIÐI / HEIMSMEISTARAMOTIÐ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hár Selfyssinga „fauk“ eftir tapið Leikmenn Selfoss-liðsins í handknattleik eru heldur þunnhærðir þessa dagana, vegna tapsins í bikarúrslita- leiknum á sunnudag gegn Val. Ákveðið var fyrir leik- inn að næðist bikarinn á Selfoss myndu leikmenn raka þjálfarann, Einar Þorvarðarson frá hvirfli til ilja, en tapaðist baráttan hins vegar skyldu leikmennimir snoð- klipptir. Lengi vel leit út fyrir að Einar yrði fyrir barð- inu á rakvélinni, en Valsmenn gerðu það að verkum — með frábærum endaspretti — að Ævar Österby, hárskeri og stjómandi klappliðs Selfyssinga, hafði nóg að gera á sunnudagskvöldið. Leikmenn úr báðum liðum mættu svo á landsliðsæfingu á þriðjudaginn, þegar lokaundirbúningur fyrir HM í Svíþjóð hófst, og hér sjást tveir „sökudólganna", Valsararnir Geir Sveinsson og Dagur Sigurðsson, hafa hendur í hári Gústafs Bjamasonar. Til vinstri er Sigurður Sveinsson. Frá Gunnarí Valgeirssyni í Bandarkjunum FOLK ■ MICHAEL Jordan skoraði 40 stig fyrir Chicago í 115:104 sigri í Indiana í NBA-deildinni í fyrri- nótt. Scottie Pippen var með 30 stig, en þetta var fjórði sigur Chicago gegn Indiana í jafn mörgum leikjum á tímabilinu. ■ JORDAN lenti í slagsmálum við Reggie Miller, helstu stjömu Pacers, í fyrri hálfleik og átti upp- tökin, en Miller var rekinn af velli. Leikmenn og þjálfari Pacers sögðu greinilegt að aðrar reglur giltu fyr- ir Jordan en aðra leikmenn. ■ JAMES Worthy skoraði 21 stig fyrir Lakers í 111:102 sigri gegn Denver. Þetta var þriðji sigur Lak- ers á heimavelli í röð, en þriðja tap Nuggets í síðustu 11 leikjum. ■ SAM Perkins skoraði 20 stig 'g tók 10 fráköst fyrir Lakers, en Chris Jackson var stigahæstur hjá Denver með 20 stig. ■ A. C. Green hjá Lakers hefur vakið athygli fyrir ljúfmennsku, en hann fékk tvær tæknivillur í fyrri hálfleik og var rekinn af velli — í annað sinn á átta ára ferli. Lakers fékk fjórar tæknivillur á sig í leikn- um. ■ CHARLES Barkley var mað- urinn á bak við ömggan sigur, 122:100, Phoenix gegn LA Clipp- ers, skoraði 22 stig og tók 13 frá- köst. Phoenix hefur sigrað í 11 af síðustu 12 leikjum og 16 heimaleikj- um í röð. ■ LOY Vaught var með 24 stig og 13 fráköst fyrir Clippers. ■ MICHAEL Adams setti per- sónulegt met á tímabilinu, þegar hann skoraði 29 stig í 110:102 sigri Washington Bullets gegn Dallas Mavericks. ■ PERVIS Ellison skoraði 12 af 22 stigum sínum fyrir Bullets í fjórða leikhluta og kom liði sínu yfir 75:74. Dallas var 10 stigum yfir eftir þriðja leikhluta. ■ DEREK Harper var stigahæst- ur hjá Dallas með 23 stig. Liðið hefur aldrei staðið sig eins illa, tap- að 41 leik og aðeins sigrað í fjórum leikjum. ■ GRANT Long skoraði 19 stig og tók 13 fráköst fyrir Miami í 101:90 sigri gegn Minnesota. Glen Rice var með 18 stig og 10 fráköst. ■ CHUCK Person skoraði alls 20 stig og þar af 18 úr þriggja stiga skotum, sem er met hjá Minnesota. BORÐTENNIS Sigursælasti Englend- ingurinn á boðsmóti BTÍ Desmond Douglas, sigursælasti borðtennismaður Englendinga, keppir á boðsmóti Borðtennissam- bandsins á morgun. Mótið er árlegur viðburður í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Það hefst kl. 13.30 og úrslit kl. 16.30. Tveimur erlendum keppendum er boðið á mótið, Douglas frá Englandi og Svíanum Goran Wraná. Douglas er þeldökkur, ættaður frá Jamaíka. Hann er 37 ára að aldri og hefur ell- efu sinnum orðið enskur meistari í einliðaleik. Hann hætti í alþjóðlegri keppni eftir Evrópumeistaramótið KORFUKNATTLEIKUR Gull í gipsi KANADÍSKA stúlkan Kate Pace, sem er með annan hand- legginn í gipsi og getur því ekki ýtt sér af stað með báðum höndum, sigraði í bruni kvenna á heimsmeistaramótinu íJapan ígær. Svisslendingurinn Urs Lehmann sigraði í bruni karla, en hvorugt þeirra hafði áður sigrað í HM eða heimsbikar- keppni. Pace var númer 17 í rásröðinni og þegar hún lagði af stað var talið að Seizinger og Vogt frá Þýskalandi væru öruggar með verð- launasæti, en Pace og norska stúlk- an Lödemel slógu þeim við. „Ég hef æft byijunina vel með einum staf,“ sagði Pace, sem handleggs- brotnaði fyrir mánuði, „og var heppin að vera aftarlega í rásröð- inni.“ „Það er ótrúlegt hvað hún á auðvelt með að ýta sér af stað með annarri hendi,“ sagði Kerrin Lee- Gartner, landa hennar, sem varð í níunda sæti. „Hún átti í meiri erfið- leikum með að greiða hárið í tagl en sjálft brunið.“ Lödemel varð í öðru sæti og tryggði Noregi fyrstu verðlaun kvenna á HM í alpagreinum síðan 1972. „Ég bjóst ekki við þessu, en vonaði að fá verðlaun." Anja Haas frá Austurríki var lengi með silfrið í höndunum, _en varð að sætta sig við bronsið. „Ég get ekki breytt tím- anum og er ánægð.“ Sigurvegari af sléttunni Urs Lehmann var nr. 20 í rásröð- inni, en hélt uppi heiðri Svisslend- inga og fékk besta tímann í bruni karla, rétt eins og á æfingunni á miðvikudag. Landi hans, Franz Heinzer, heimsmeistari í bruni 1991 og þrefaldur sigurvegari í bruni í heimsbikarkeppninni í síðasta mán- uði varð hins vegar í 10. sæti. Lehmann er einn af fáum í sviss- neska liðinu, sem kemur frá „slétt- unni“, en hann kunni vel við sig í brekkunni. „Ég vissi að ég gæti sigrað og sjálfsöryggið jókst við að sjá hvað hinir voru taugaóstyrkir. Érestanirnar gerðu öllum erfitt fyr- ir, en ég gerði mér grein fyrir að sá sem ekki færi á taugum og væri í lagi í höfðinu næði besta tíma.“ Norðmaðurinn Atle Skárdal var nr. níu í rásröðinni og kom öllum á óvart með tíma sínum, en varð að sætta sig við silfrið. Bandaríkja- maðurinn Kitt kom hins vegar enn meira á óvart og fékk bronsið — fyrstu verlaun Bandaríkjamanna í bruni síðan 1985. „Ég vissi ekki við hveiju átti að búast. Á æfingum var ég alltaf með næst besta tím- ann í fyrri hlutanum, en fékk ávallt 10. besta tímann. í mörg ár hef ég hugsað um hvernig tilfinning það væri að vinna til verðlauna og nú er ég ánægður með að hafa eitt- hvað hangandi um hálsinn," sagði Kitt, sem meiddist í síðasta mánuði. 1990, en er í dag talinn þriðji sterk- asti borðtennismaður Englands. Stærsti sigur hans á ferlinum var þegar hann var vann svokallað Evr- ópu top-12 mót 1987, þar sem 12 bestu Ieikmenn Evrópu koma saman og keppa allir við alla, á þremur dög- um. Wraná er 25 ára. Hann er fyrrum Evrópumeistari unglinga í liðakeppni og varð Norðurlandameistari með Svíum í liðakeppni 1990. Allir bestu borðtenniskappar ís- lands verða meðal keppenda, svo og Peter Nilsson þjálfari og leikmaður KR. FJARMAL Skrifstofa HSÍ innsiglud Lögreglan í Reykjavík innsiglaði skrifstofu HSÍ í gær, að beiðni Gjaldheimtunnar, þar sem sam- bandið skuldaði staðgreiðslu skatta, liðlega 300.000 kr., fyrir september til nóvember á síð- asta ári. ÍSÍ bjargaði málunum og skrifstofan var opnuð aftur. Klaufaskapur hjá stjóm HSÍ varð þess valdandi að ekki var búið að ganga frá mál- inu, að sögn Gunnars Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra, en þetta kemur ekki fyrir aftur þvi frá og með desember s.I. sér ÍSÍ um allar opinberar greiðslur fyrir sambandið og til þess. Bikarmeistarar ÍBK í karlaflokki Morgunblaðið/Bjarni Keflvíkingar unnu Snæfell 115:76 í úrslitaleik bikarkeppni KKÍ á laugardaginn. Þetta er stærsti sigur liðs í bikarúrslitum, 39 stiga munur, en Njarðvíkingar áttu gamla metið, unnu Val með 22 stiga mun 1987, 91:69. Standandi frá vinstri: Jón Guðmundsson, liðsstjóri, Birgir Guðfínnsson, Kristinn Friðriksson, Albert Óskarsson, Hjörtur Harðarson, Sigurður Ingimundarson og Jón Kr. Gíslason, þjálfari. Sitjandi frá vinstri: Nökkvi Már Jóns- son, Jonathan Bow, Guðjón Skúlason, fyrirliði og Einar Einarsson. í kvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeildin: Digranes: UBK- UMFG... kl. 20 Njarðvík: UMFN-Valur... kl. 20 1. deild karla: Akureyri:UFA - Höttur .kl. 20.30 Handknattleikur 1. deild kvenna: Eyjar: ÍBV-Víkingur kl. 20 2. deild karla: Strandgata: ÍH - Ármann. kl. 20 URSLIT Skíði HM í alpagreinum Morioka, Japan: Brun karla. 1. Urs Lehmann (Sviss)... 2. Atle Skárdal (Noregi).. 3. A.J. Kitt (Bandar.). 4. Luc Alphand (FYakkl.). 5. Tommy Moe (Bandar.). 6. Denis Rey (Frakkl.). Brun kvenna 1. Kate Pace (Kanada).... 2. Astrid Lödemel (Noregi). 3. Anja Haas (Austurr.).. 4. Katja Seizinger (Þýskal.) 5. Miriam Vogt (Þýskal.) ...1 ...1 ...1 ...1 ......1 ...1 .32,06 .32,66 .32,98 .32,99 .33,09 .33,20 .27,38 .27,66 .27,84 .27,89 .28,13 .28,16 6. Ulrike Stanggassinger (Þýakal.)...l. Körfuknattleikur NBA-deildin Indiana - Chicago...........104:115 Orlando - Cleveland.........96 : 87 Philadelphia - Houston......90 : 98 Minnesota - Miami..........90 :101 NewJerseyNets-Detroit.......109: 86 Dallas - Washington.........102:110 Phoenix - Los Angeles.......122:100 Los Angeles Lakers - Denver.111:102 Knattspyrna ítalska bikarkeppnin Intemazionale - AC Milan.......0:3“ - (Papin 6. og 13., Gullit 37.). 77.794. Torínó-Lazio....................8:2 (Luzardi 45., sjálfsm., Casagrande 62., Sordo 76.) - (Signori 85., Winter 87.). ■Tórínó og Juventus annarsvegar og AC Milan og Roma mætast i undanúrslitum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.