Morgunblaðið - 12.02.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.02.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Nú gefst þér gott tækifæri til að leysa vandamál og taka til hendi heima. Ekki er ráðlegt að bjóða heim gestum í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Félagar starfa vel saman og taka mikilvægar ákvarð- anir. Láttu skoðanir þínar í ljós. Ferðalöngum hættir til að eyða of miklu. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Hafðu gott samband við þá sem geta lagt þér lið í vinn- unni. Fjárhagurinn fer batnandi, en einhver gæti verið öfundsjúkur. Krabbi (21. júní - 22. júlí) »$£ Nú er rétti tíminn til að leita ráða hjá þeim sem til þekkja. Láttu ekki einkalífið hafa áhrif á þig í vinnunni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Fundur um fjármál getur komið sér vel fyrir þig. Það getur verið erfitt að komast að samkomulagi varðandi ferðalag. . Meyja (23. ágúst - 22. september) Sameiginlegir hagsmunir félaga eru í fyrirrúmi, og þú kemur hugmyndum þín- um vel til skila. Einhver óvissa í ástarsambandi. Vog . (23. sept. — 22. október) Þér gengur vel í vinnunni í dag, og samstaða vinnufé- laga er góð. Það rofar til í peningamálum, og horfurn- ar eru góðar. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) -® Smá helgarferð lofar góðu, en hinsvegar ekki ástaræv- intýri á vinnustað. Þú verð- ur að hafa hugann við starf- ið. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) m Þú vinnur að því að tryggja fjárhagslegt öryggi þitt til frambúðar. í kvöld gæti komið upp ágreiningur milii ástvina. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Vinafundur getur leitt til í uppörvandi skoðanaskipta. Reyndu að komast hjá heimiliseijum þegar kvöld- ar. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Ný tækifæri gefast í við- skiptum. Settu markið hátt. I kvöld gætir þú notið lífs- ins, en forðastu sjálfsdekur. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ?£* .-Helgarferð getur verið skemmtileg. Þú leggur þig fram við að tryggja ánægju- legt kvöld, en hafðu hemil á eyðslunni. Stjörnusþána á að lesa sem dœgradvöt. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI ;;!!iiii."»yrr8w»ffHnnn;»nimniiwnnmimj«T8í«';i;u .... ............... .................. ....... LJÓSKA FERDINAND olVIAI-LlLK Hérna er prófblaðið mitt, kennari, Og hér prófblað hundsins Við höfðum aldrei Þau kölluðust „Sittu, míns... krossapróf í hlýðni- annars...“ skólanum BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Flestir spilarar fylgja þeirri varnarreglu að svara útspilslit makkers með því að spila 4. hæsta ti! baka frá upprunalegri lengd. Dæmi: Gegn 3 gröndum spilar makker út í lit þar sem þú átt K94, en blindur 1-3 smá- spil. Þú lætur fyrst kónginn, síð- an spilarðu níunni (hvort sem það er strax eða síðar). Með K942 myndirðu spila tvistinum til baka til að sýna upprunalegan ijórlit. En hvað gerirðu með K9842? Reglan segir að fjarkinn sé rétta spilið, en þegar betur er að gáð, er það kannski ekki besta aðferðin. Makker getur átt í erfiðleikum með að greina á milli fjór- og fimmlitar: Suður gefur; allir á hættu. Vestur ♦ 9 ¥Á1082 ♦ 9863 + D975 Norður ♦ ÁG1052 ¥G ♦ KG10 + G864 Suður + D3 ¥K65 ♦ ÁD74 + ÁK32 Austur + K8764 ¥ D9743 ♦ 52 + 10 Vestur Norður Austur Suður 1 tígull Pass 1 spaði Pass 2 grönd Pass 3 grönd Allir pass Útspil: hjartatvistur. Sagnhafi drepur drottningu austurs með kóng og svínar strax spaðadrottningu. Austur tekur þann slag og spilar hjartafjarka um hæl. Bersýnilega verður vestur að taka slaginn með tíunni til að stífla litinn ekki. Spila svo ásnum og áttunni, sem austur getur yfirtekið. Sennilega ætti að finna þá vöm við borðið, því annar möguleiki er ekki á að hnekkja geiminu. Hins vegar gæti suður hæglega átt K953, því vestur myndi spila fjarkan- um til baka með D764. I bók sinni Tips for Tops bendir George Rosenkranz á aðra reglu, sem betur reynist í þessari stöðu: Með upprunaleg- an fimmlit vill hann spila til baka hæsta spilinu sem hann má missa. í þessu tilfelli væri það sjöan. Makker sér oftast auðveldlega hvort um þrílit eða fimmlit er að ræða. Til að varast stffluhættu, er mikilvægt að bruðla þó ekki með millispilin. Með D9842 er óhætt að spila níunni til baka, en með D9742 er sjöan rétta spilið. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á stóru opnu móti í Helsinki í Finnlandi í haust kom þessi staða upp í viðureign rússneska alþjóð- lega meistarans A. Frolovs (2.510), sem hafði hvítt og átti leik, og landa hans Alekseis Dreevs (2.590), sem er stórmeist- ari og í Ólympíuliði Rússa. 25. Dxd4! (Auðvitað ekki 25. c7?? - Dxg2 mát) 25. - Dxd4, 26. c7! (Lykilleikurinn 26. Bxh7+? - Kxh7, 27. Hxd4 - Hxd4, 28. c7 - Bb7 var alls ekki nægilega gott) 26. - Kf8 (Endataflið með skipta- mun undir eftir 26. — Hc8, 27. Bxh7+ - Kxh7, 28. Hxd4 - Hxc7 er tapað á svart, en nú tekur ekki betra við) 27. Bfl! og Dreev gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.