Morgunblaðið - 12.02.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.02.1993, Blaðsíða 10
. MQtíGUMBÍAÐIÐ FÖSTÚDAG'L’Ii 12: PEfiRÚAR 1993 m Ingibjörg Guðjónsdóttir Jónas Ingimundarson Söngtónleikar á Sauðárkróki INGIBJÖRG Guðjónsdóttir og Jónas Ingimundarson halda tónleika í Tónlistarskólanum á Sauðárkróki laugardaginn 13. febrúar kl. 16.00. Á efnisskrá eru m.a. sönglög og aríur eftir Karl O. Runólfs- son, Eyþór Stefánsson, W.A. Mozart, L. Bernstein, J. Turina og G. Puccini. Tónleikarnir eru haldnir á vegum Tónlistarskólans á Sauðárkróki. Ingibjörg Guðjónsdóttir lauk burt- fararprófi frá Tónlistarskóla Garða- bæjar vorið 1986, sigraði 19 ára gömul í söngkeppni Sjónvarpsins og tók þátt í alþjóðlegri keppni ungra söngvara í Cardiff í Wales 1985. Hún stundaði framhaldsnám í Bandaríkj- unum. í september nk. mun Ingi- björg verða fulltrúi íslands í keppni ungra norrænna einleikara og söngv- ara, sem fram fer í Stokkhólmi. Jónas Ingimundarson stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og framhaldsnám við Tónlistarhá- skólann í Vínarborg. Jónas hefur starfað mikið með ýmsum söngvur- um og hijóðfæraleikurum. Þá hefur hann spilað með Sinfóníuhljómsveit íslands og haldið einleikstónleika bæði hér heima og erlendis. Bróðir minn Ljóns- hjarta í Hveragerði LEIKFÉLAG Hveragerðis frumsýnir leikgerð af sögu Astrid Lind- gren um Bróðir minn Ljónshjarta í kvöld, föstudaginn 12. febr- úar, kl. 21.00 í Grunnskóla Hveragerðis. Guðjón Sigvaldason leik- stýrir verkinu og færir það í leikræna búning með hliðsjón af sænskri leikgerð sögunnar, og er þetta frumflutningur hér á iandi. Anna Jórunn Stefánsdóttir þýddi sænsku leikgerðina yfir á íslensku. Bróðir minn Ljónshjarta segir frá Þyrnirósardals í ánauð. Þetta er ein ævintýrum bræðranna Karls, sem Höskuldur Eiríksson leikur, og Jón- atans Ljónshjarta, sem Rósants Guð- mundsson leikur, í ævintýralandinu Nangíala á bak við fjöll fornaldar- fjallanna. Þar beijast þeir við Þengil hinn illa, sem hneppt hefur íbúa þekktasta saga sænsku skáldkon- unnar Astrid Lindgren. AIis taka á milli 35-40 manns þátt í sýningunni með einum eða öðrum hætti, en Ieikarar eru 19 tals- ins. Önnur sýning er áætluð sunnu- daginn 14. febrúar kl. 13.30. Bandarísk-íslenska myndin Einiberjatréð frumsýnd Var ein af uppáhalds- sögum mínum í æsku - segir Nietzchka Keene leiksljóri myndarinnar Bandarísk-íslensk samvinna TVÆR af aðstandendum myndarinnar, þær Ingunn Ásdísardóttir s'era var framkvæmdastjóri Einiberjatrésins og Ieiksljórinn Nietzchka Keene sem jafnframt samdi handrit myndarinnar. BANDARÍSK-íslenska kvikmyndin Einiberjatréð, The Juniper Tree, var frumsýnd í Háskólabíó síðastliðið fimmtudags- kvöld en ipynd þessi hefur víða hlotið lofsamleg um- mæli í fjölmiðlum. Leik- stjóri myndarinnar Nietzchka Keene er stödd hérlendis í tengslum við frumsýninguna. Myndin er tekin hérlendis og allir leikarar í henni eru ís- lenskir. Myndin gerist á tímum galdra- fárs á síðmiðöldum á íslandi og er útfærsla á kunnu ævintýri Grimmsbræðra með sama nafni, sem Keene segir að hafi verið í uppáhaldi hjá sér frá æsku. Myndin fjallar um systur tvær sem neyðast til að yfirgefa heim- ili sitt eftir að móður þeirra er ásökuð um galdra. Eldri systirin nær sér í eignmann með göldrum en með yngri systurinni og dótt- ur mannsins tekst gott samband. Nietzchka Keene lærði kvik- myndagerð við Háskólann í Los Angeles og vann síðan við hljóð- setningu á kvikmyndum í HoIIy- wood um skeið. Nú kennir hún kvikmyndaframleiðslu við há- skólann í Miami á Flórída. Að- spurð um afhvetju hún ákvað að nota eingöngu íslenska leik- ara í myndinni segir Keene að hún hafi alls ekki viljað hafa bandarískan hreim á ensku þeirri sem töluð er í myndinni. Erlend- ur hreimur sé til að skapa ákveð- in stíl. Með aðalhlutverk í myndinni fara þau Björk Guðmundsdóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Valdimar Örn Flyering og Geir- laug Sunna Þormar. Fram- kvæmdastjóri myndarinnar var Ingunn Ásdísardóttir. Einibeijatréð var sýnd á Sund- ance kvikmyndahátíðinni fyrir unga leikstjóra árið 1991 og í framhaldi af því fékk hún ítar- lega umfjöllun í tímaritinu Vari- ety. Þar segir m.a.: „Þessi mynd er vissulega ekki fyrir börn held- ur er hér um listræna mynd að ræða sem nær aðeins til menn- ingarvita en á samt skilið at- hygli sakir þess hversu stöðugt og hreinskilningslega er staðið að verki.“ Dagatal Snerru List og hönnun Bragi Ásgeirsson Listrýninum hefur borist bréf frá Snerruútgáfunni, sem virðist sérhæfa sig í útgáfu dagatala, og fylgdi því dagatal og myndbækl- ingur um Isiand. Eru menn óhressir í þeim búðum vegna meintrar vanrækslu minnar að skrifa ekki um öll dagatöl, sem út eru gefín, hugnist mér að geta eins eða tveggja. Fram kemur að Snerruútgáfan hefur gefið út alm- anök í 11 ár og er nú með fjögur mismunandi landkynningardagat- öl. Telja þeir sig vera langstærsta útgefanda landkynningardagatala hér á landi. Á liðnum árum hafi dagatöl þeirra farið um allan heim á vegum fyrirtækja og einstakl- inga, og eru þeir í engum vafa um að dagatölin hafi átt þátt í auknum ferðamannastraumi til Islands. Að Iokum vonast þeir til að sitja við sama borð og aðrir. Ég vil biðjast velvirðingar á því að örstuttur pistill minn, þar sem ég vakti athygli á hönnunarhlið dagatala, skuli hafa valdið mis- skilningi svo sem hér kemur fram. Get ég einungis svarað þessu á þann veg að mitt hlutverk við blað- ið er ekki að rita um þessa tegund útgáfustarfsemi, en á stundum tek ég stikkprufu af því sem ég sé vel (eða illa) gert í hönnunarlegu til- liti á hinum ýmsu sviðum. Jafnvel skrifa ég ekki um listaverkabækur nema samkvæmt sérstakri beiðni, nema eitthvað við hönnun þeirra veki athygli mína og ég telji að efni þeirra eigi brýnt erindi við fólk. Eina almanakið sem ég man eftir að hafa skrifað um á undan- fömum ámm er hin sérstæða og fallega útgáfa AUK hf. „Af ljós- akri“, vegna þess að þar er megin- áherslan lögð á listrænu hliðina. Hvergi er verið að auglýsa fyrir- tæki og ljósmyndimar eru ekki staðarlýsingar af landinu, heldur einungis lögð áhersla á sérkenni í náttúmnni og gæði ljósmyndanna. Að ég skrifaði svo um annað dagatal fyrir jól, var vegna þess að ég hafði tyllt tá á bókakaup- stefnu í Frankfurt sl. haust og sá þar ótrúlegt úrva! iistrænna daga- tala, þar sem menn ganga út frá skyldum hugsunarhætti. Dagatöl- in vom ekki aðeins af listaverkum, gömlum sem nýjum, heldur einnig af landslagi, húsum, blómum og eiginlega öllu því sem auganu er hátíð. Hef ég aldrei séð jafnmikið úr- val vel hannaðra og yndisfagurra dagatala og langaði að gera hér nokkum samanburð við íslenzka útgáfu, sem mér fannst henni ekki nægilega hagstæður. En vel á minnst, þá er hugsunar- hátturinn að baki nokkuð ólíkur, að ekki sé meira sagt, því að eitt er að gefa út dagatöl til að senda viðskiptavinum sínum líkt og stór- fyrirtæki gera, svo sem Eimskip og Kassagerðin, en annað að gefa út listræn dagatöl til sölu á frjáls- um markaði. Dagatöl þessara tveggja fyrir- tækja em yfirleitt prýdd mjög góð- um ljósmyndum af landinu og eiga þau hrós skilið fyrir útgáfuna og hönnunin er einnig af góðri gráðu, en það truflar þó nokkuð að hafa alltaf fyrirtækjamerkin fyrir fram- an sig líkt og stöðuga auglýsingu um starfsemi þeirra, þótt maður kunni að öðru leyti að vera hreyk- inn af þeim. Þá skal þess getið að banka- stofnanir gefa út lítil og listræn dagatöl handa viðskiptavinum sín- um til að standa á borði og fylgir þeim iðulega ýmis 'nytsamur fróð- leikur um íslenzka þjóðhætti eða af flóru landsins. Er ég mjög hrif- inn af því framtaki, en hef aðeins einu sinni vakið athygli á slíkri útgáfu og var það vegna dagatals Verzlunarbankans fyrir nokkrum árum. Ekki var það í hagnaðar- skyni, því að ég hef aldrei átt við- skipti við þann banka og hugðist heldur ekki gera það. Og sem bet- ur fer var víðsýni og umburðar- lyndi hinna bankanna meira en svo að þeir lokuðu á mig vegna þess að þeir töldu sig ekki sitja við sama borð og aðrir! Við þetta má svo bæta, að það er trúlega fyrir fávísi mína að ég þekki ekki útgáfustarfsemi Snerru, og minnist þess ekki sér- staklega að hafa rekist á dagatöl frá fyrirtækinu, en þó er meira en sennilegt að ég hafi séð þau á vegg. En vegna þess að ég er að rita þennan pistil og hef sýnishorn út- gáfustarfseminnar fyrir framan mig, þá vil ég koma því á fram- færi að ljósmyndirnar og litgrein- ing þeirra eru í háum gæðaflokki. En um frumleika er varla að ræða og heildarhönnunin er of sundur- leit, sem má náttúrlega vera vegna þess að tilgangurinn er annar. Að mínu mati er það meiri aug- lýsing ef einhver útlendingur fínn- ur hjá sér hvöt að spyrja á skrif- stofu erlendis: „Hvaðan er þessi yfirmáta fallega mynd á dagatal- inu þarna á veggnum" í stað þess að stöðugt er verið að ota því að ókunnugum, hvaðan myndirnar séu og hve við búum í fjarska fal- legu landi. íslenzki fáninn til hægri á hverri síðu er fullórólegur og lit- urinn tekur of mikið í, sem er fag- mál og merkir að hann sé of áber- andi og hlutdrægur. Hér væri að mínu mati hlutlausara tákn fánans og alveg laust við stöngina meira við hæfi í hönnunarlegu tilliti. Hins vegar er maður of lengi að fínna staðarnafnið, sem er falið með örlitlum stöfum á grárri ræmu efst til hægri hliðar. Algjör óþarfí er að minna á Snerruútgáfuna og prentverkið á hverri síðu, en þó er það ekki beinlínis til lýta og er frekar matsatriði. Til að aðgreina sjálft dagatalið og Ijósmyndirnar hefði verið skynsamlegra að hafa auða hvíta reitinn á milli í stað þess að hafa hann neðst. Þá hefðu báðir þættirnir verið sjálfstæðari og notið sín betur. Þá er rauði línu- ramminn framan á til lýta og al- gjörlega óþarfur. Auglýsingabæklingurinn er sama marki brenndur að því leyti að of mikið af formrænum þáttum sem grípa hver innan í annan þrengja að ljósmyndunúm og að auk tekur dumbrauði liturinn of mikið í. Sennilega skilja nú einhverjir hvað ég er að fara og hvað mér gengur til í skrifum mínum, og vona ég að þær ranghugmyndir sem fram koma í bréfí Snerruút- gáfunnar séu þar með úr sögunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.